Aftur í gæsluvarðhald grunuð um mjög alvarleg brot gegn dætrum sínum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2018 16:28 Landsréttur. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð þess efnis að kona, sem ásamt eiginmanni hennar, er grunuð er um mjög alvarleg brot gegn tveimur dætrum þeirra, skuli vera aftur hneppt í gæsluvarðhald. Konan sat í gæsluvarðhaldi um skamma hríð fyrr í sumar vegna málsins. Rannsókn málsins hófst þegar önnur dóttirin kom á lögreglustöð í júlí og lagði fram kæru á hendur móður sinni og stjúpföður. Voru þau bæði hneppt í gæsluvarðhald og hefur maðurinn setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru í málinu þar sem þau eru ákærð fyrir kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa nauðgað dóttur þeirra, beitt hana ofbeldi og tekið upp hreyfi- og ljósmyndir af brotunum. Er þeim einnig gefið að hafa framið þessi brot að hinni dóttur þeirra viðstaddri. Meðal gagna í málinu eru myndbandsupptökur og segir í greinargerð héraðssaksóknara að á þeim megi bæði sjá og heyra að þáttur konunnar í brotunum sé mikill og að hún sé aðalmaður í brotum eiginmanns hennar, þar sem hún taki virkan þátt í brotum gegn stúlkunni.Valdi hneykslun í samfélaginu ef hjónin gangi laus Konan var yfirheyrð þann 11. júlí þar sem hún játaði að hafa brotið gegn dóttur sinni. Hún gerði hins vegar lítið úr sínum hlut og bar því við að hafa hafa verið mjög ölvuð. Telur héraðssaksóknari að með hliðsjón af játningu hennar og myndbandsupptökunum að sterkur grunur leiki á um að konan hafi framið þau brot sem hún hefur verið ákærð fyrir. „Ákæruvaldið telji að ef sakborningur, sem orðið hafi uppvís að jafn alvarlegum brotum og ákærðu eru gefin að sök og hún hafi þegar játað að hluta, gangi laus áður en máli ljúki með dómi, þá valdi það hneykslun í samfélaginu og særi réttarvitund almennings,“ segir í greinargerð héraðssaksóknara. Tók Landsréttur undir þetta og staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness. Þarf konan því að sitja í gæsluvarðhaldi til 31. október. Þá hefur Landsréttur einnig staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir eiginmanni hennar, einnig til 31. október. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Grunuð um gróf kynferðisbrot á börnum Landsréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um gróf kynferðisbrot á börnum. 24. ágúst 2018 18:39 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð þess efnis að kona, sem ásamt eiginmanni hennar, er grunuð er um mjög alvarleg brot gegn tveimur dætrum þeirra, skuli vera aftur hneppt í gæsluvarðhald. Konan sat í gæsluvarðhaldi um skamma hríð fyrr í sumar vegna málsins. Rannsókn málsins hófst þegar önnur dóttirin kom á lögreglustöð í júlí og lagði fram kæru á hendur móður sinni og stjúpföður. Voru þau bæði hneppt í gæsluvarðhald og hefur maðurinn setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru í málinu þar sem þau eru ákærð fyrir kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa nauðgað dóttur þeirra, beitt hana ofbeldi og tekið upp hreyfi- og ljósmyndir af brotunum. Er þeim einnig gefið að hafa framið þessi brot að hinni dóttur þeirra viðstaddri. Meðal gagna í málinu eru myndbandsupptökur og segir í greinargerð héraðssaksóknara að á þeim megi bæði sjá og heyra að þáttur konunnar í brotunum sé mikill og að hún sé aðalmaður í brotum eiginmanns hennar, þar sem hún taki virkan þátt í brotum gegn stúlkunni.Valdi hneykslun í samfélaginu ef hjónin gangi laus Konan var yfirheyrð þann 11. júlí þar sem hún játaði að hafa brotið gegn dóttur sinni. Hún gerði hins vegar lítið úr sínum hlut og bar því við að hafa hafa verið mjög ölvuð. Telur héraðssaksóknari að með hliðsjón af játningu hennar og myndbandsupptökunum að sterkur grunur leiki á um að konan hafi framið þau brot sem hún hefur verið ákærð fyrir. „Ákæruvaldið telji að ef sakborningur, sem orðið hafi uppvís að jafn alvarlegum brotum og ákærðu eru gefin að sök og hún hafi þegar játað að hluta, gangi laus áður en máli ljúki með dómi, þá valdi það hneykslun í samfélaginu og særi réttarvitund almennings,“ segir í greinargerð héraðssaksóknara. Tók Landsréttur undir þetta og staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness. Þarf konan því að sitja í gæsluvarðhaldi til 31. október. Þá hefur Landsréttur einnig staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir eiginmanni hennar, einnig til 31. október.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Grunuð um gróf kynferðisbrot á börnum Landsréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um gróf kynferðisbrot á börnum. 24. ágúst 2018 18:39 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Grunuð um gróf kynferðisbrot á börnum Landsréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um gróf kynferðisbrot á börnum. 24. ágúst 2018 18:39