Brees komst í sögubækurnar í öruggum sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. október 2018 12:00 Drew Brees fagnar eftir að hann bætti metið sitt í nótt. Vísir/Getty Drew Brees hefur átt magnaðan feril og hann undirstrikaði það í nótt þegar hann bætti sendingamet Peyton Manning í NFL-deildinni, er lið hans New Orleans Saints vann öruggan sigur á Washington Redskins, 43-19. Gamla sendingamet Manning var 71.940 jardar og bætti Brees það í nótt þegar hann gaf 62 jarda sendingu á Tre'Quan Smith fyrir snertimarki í öðrum leihkluta. Viðbrögðin stóðu ekki á sér - Brees umsvifalaust umkringdur liðsfélögum sínum og honum fagnað vel og innilega. Brees er 39 ára og á átján ára feril að baki í deildinni. Miðað við frammistöðuna í nótt á hann nóg eftir en hún var ein sú besta á ferlinum. Hann kláraði 26 sendingar í 29 tilraunum sem þýðir að hlutfall heppnaðra sendinga var 89,3 prósent. Það er persónulegt met hjá Brees. Hann gaf þrjár snertimarkssendingar í leiknum. „Þetta fór betur en ég gat ímyndað mér,“ sagði Brees í viðtölum eftir leikinn í nótt og þakkaði hann mömmu sinni og afa, sem eru bæði látin, fyrir þá óbilandi trú sem þau höfðu alla tíð á honum. Leikurinn var stöðvaður eftir að Brees bætti metið. Hann fagnaði með liðsfélögum sínum og þakkaði áhorfendum fyrir stuðninginn. Peyton Manning sendi honum líka skilaboð, í gegnum Twitter-síðu Denver Broncos, en það var stutt í húmorinn í myndbandinu sem má sjá hér fyrir neðan.Congratulations, @drewbrees! Peyton Manning's really happy you broke his record. Well ... kind of. pic.twitter.com/aUxXIDFzI8 — Denver Broncos (@Broncos) October 9, 2018 Sem fyrr segir var sigur Dýrlinganna í nótt afar öruggur. Heimamenn leiddu í hálfleik, 26-13, og skoruðu svo tvö snertimörk í þriðja leikhluta án þess að gestirnir frá Washington næðu að svara fyrir sig. Hlauprinn Mark Ingram spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu fyrir Saints eftir að hafa tekið út fjögurra leikja bann fyrir notkun ólöglegra lyfja. Ingram átti stórleik - skoraði tvö snertimörk og hljóp með boltann 53 jarda þar að auki. Áðurnefndur Smith, sem er nýliði, greip boltann aðeins þrisvar í leiknum. En hann skoraði tvö snertimörk og var samtals með 111 jarda. Þetta var fjórði sigur Saints í fimm leikjum og er liðið í efsta sæti suðurriðils Þjóðardeilarinnar. Washington hefur nú unnið tvo leiki og tapað tveimur en er þrátt fyrir það í efsta sæti austurriðli deildarinnar. Samantekt úr leiknum má finna á Youtube-síðu NFL-deildarinnar.Salute @drewbrees!! Congrats on the achievement/milestone. Sheesh that’s a lot of passing yards!! — LeBron James (@KingJames) October 9, 2018 NFL Tengdar fréttir Manning sló eitt af stóru metunum í NFL-deildinni Goðsögnin Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, bætti enn einni rósinni í hnappagat sitt í nótt í öruggum sigri liðsins á San Francisco 49ers. 20. október 2014 10:15 Bætti eitt flottasta NFL-metið í lélegasta leiknum á ferlinum Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, bætti eitt eftirsóttasta metið í NFL-deildinni í gær en útkoma leiksins var ekkert til að monta sig yfir. 16. nóvember 2015 10:00 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Drew Brees hefur átt magnaðan feril og hann undirstrikaði það í nótt þegar hann bætti sendingamet Peyton Manning í NFL-deildinni, er lið hans New Orleans Saints vann öruggan sigur á Washington Redskins, 43-19. Gamla sendingamet Manning var 71.940 jardar og bætti Brees það í nótt þegar hann gaf 62 jarda sendingu á Tre'Quan Smith fyrir snertimarki í öðrum leihkluta. Viðbrögðin stóðu ekki á sér - Brees umsvifalaust umkringdur liðsfélögum sínum og honum fagnað vel og innilega. Brees er 39 ára og á átján ára feril að baki í deildinni. Miðað við frammistöðuna í nótt á hann nóg eftir en hún var ein sú besta á ferlinum. Hann kláraði 26 sendingar í 29 tilraunum sem þýðir að hlutfall heppnaðra sendinga var 89,3 prósent. Það er persónulegt met hjá Brees. Hann gaf þrjár snertimarkssendingar í leiknum. „Þetta fór betur en ég gat ímyndað mér,“ sagði Brees í viðtölum eftir leikinn í nótt og þakkaði hann mömmu sinni og afa, sem eru bæði látin, fyrir þá óbilandi trú sem þau höfðu alla tíð á honum. Leikurinn var stöðvaður eftir að Brees bætti metið. Hann fagnaði með liðsfélögum sínum og þakkaði áhorfendum fyrir stuðninginn. Peyton Manning sendi honum líka skilaboð, í gegnum Twitter-síðu Denver Broncos, en það var stutt í húmorinn í myndbandinu sem má sjá hér fyrir neðan.Congratulations, @drewbrees! Peyton Manning's really happy you broke his record. Well ... kind of. pic.twitter.com/aUxXIDFzI8 — Denver Broncos (@Broncos) October 9, 2018 Sem fyrr segir var sigur Dýrlinganna í nótt afar öruggur. Heimamenn leiddu í hálfleik, 26-13, og skoruðu svo tvö snertimörk í þriðja leikhluta án þess að gestirnir frá Washington næðu að svara fyrir sig. Hlauprinn Mark Ingram spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu fyrir Saints eftir að hafa tekið út fjögurra leikja bann fyrir notkun ólöglegra lyfja. Ingram átti stórleik - skoraði tvö snertimörk og hljóp með boltann 53 jarda þar að auki. Áðurnefndur Smith, sem er nýliði, greip boltann aðeins þrisvar í leiknum. En hann skoraði tvö snertimörk og var samtals með 111 jarda. Þetta var fjórði sigur Saints í fimm leikjum og er liðið í efsta sæti suðurriðils Þjóðardeilarinnar. Washington hefur nú unnið tvo leiki og tapað tveimur en er þrátt fyrir það í efsta sæti austurriðli deildarinnar. Samantekt úr leiknum má finna á Youtube-síðu NFL-deildarinnar.Salute @drewbrees!! Congrats on the achievement/milestone. Sheesh that’s a lot of passing yards!! — LeBron James (@KingJames) October 9, 2018
NFL Tengdar fréttir Manning sló eitt af stóru metunum í NFL-deildinni Goðsögnin Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, bætti enn einni rósinni í hnappagat sitt í nótt í öruggum sigri liðsins á San Francisco 49ers. 20. október 2014 10:15 Bætti eitt flottasta NFL-metið í lélegasta leiknum á ferlinum Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, bætti eitt eftirsóttasta metið í NFL-deildinni í gær en útkoma leiksins var ekkert til að monta sig yfir. 16. nóvember 2015 10:00 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Manning sló eitt af stóru metunum í NFL-deildinni Goðsögnin Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, bætti enn einni rósinni í hnappagat sitt í nótt í öruggum sigri liðsins á San Francisco 49ers. 20. október 2014 10:15
Bætti eitt flottasta NFL-metið í lélegasta leiknum á ferlinum Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, bætti eitt eftirsóttasta metið í NFL-deildinni í gær en útkoma leiksins var ekkert til að monta sig yfir. 16. nóvember 2015 10:00