Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2018 13:11 Innflytjendur bíða í röð eftir því að sækja um hæli í Bandaríkjunum. AP/Gregory Bull Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. Börn hafa verið sett í fóstur til bandarískra fjölskylda eftir að foreldrar þeirra hafa verið fluttir þúsundir kílómetra í burtu. Mál þessi ná nokkur ár aftur í tímann. AP fréttaveitan hefur kafað í saumana á málinu en dómstólar loka gögnum þessara mála og alríkisstofnanir fylgjast ekki með fjölda barna sem hafa verið ættleidd. Þá er mikið ósamræmi eftir því í hvaða ríkjum Bandaríkjanna börn hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum. Blaðamönnum AP tókst þó að elta nokkur börn uppi og ræddu til dæmis við foreldra einnar stúlku.Í einu slíku tilviki, í ríkinu Missouri, höfðu bandarísk hjón ættleitt stúlku frá Gvatemala en móðir hennar hafði verið handsömuð og flutt aftur til heimalands síns. Móðirin stóð í sjö ára lagabaráttu og reyndi að fá dóttur sína aftur en án árangurs. Önnur móðir frá Gvatemala barðist í fimm ár fyrir því að fá börn sín til baka og kostaði það fúlgur fjár. Það tókst þó að lokum. Hundruð barna eru enn í haldi yfirvalda Bandaríkjanna, þó því sé haldið fram að hætt sé að aðskilja börn frá foreldrum sínum. Þá segja embættismenn að rúmlega hundruð þeirra verði hvorki sleppt né send aftur til foreldra sinna. Það hefur leitt til þess að mun líklegra er en áður að einhver þeirra barna verði ættleidd.Langt ferli endaði með sameiningu Araceli Ramos Bonilla flúði frá El Salvador í nóvember 2015 með dóttur sína Alexu. Hún flúði vegna ofbeldis sem hún hafði verið beitt af maka sínum og föður Alexu. Hún var handsömuð, aðskilin frá Alexu og send aftur til El Salvador. Að endingu tók það dómara í Michigan 28 mínútur að veita hjónunum Sherri og Kory Barr tímabundið forræði yfir Alexu. Þau hjón voru sannfærð um að Alexa hafði sætt ofbeldi og að slíkt myndi endurtaka sig ef hún yrði send aftur til móður sinnar. Með þrýstingi frá ríkisstjórn El Salvador og Facebook færslum móður Alexu, sem fóru víða um á netinu, var gripið inn í málið. Mánuði eftir að Barr-hjónin fengu forræði yfir Alexu úrskurðaði Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að dómurinn hefði veitt þeim forræði með ólögmætum hætti. Hún var send aftur til El Salvador og hefur hún verið þar í rúmt ár. Hún ræðir þó reglulega við Sherri og Kory Barr í síma.Uppskrift að hamförum Samtökin Refuggee Resettlement and Bethany Chhristian Services höfðu fært Alexu í fóstur hjá hjónunum en í samtali við AP vildi forstjóri samtakanna ekki tjá sig um mál hennar og sagði að fósturforeldrum væri ávalt tjáð að þau mættu ekki ættleiða börn farand- og flóttafólks. Hann viðurkenndi þó að á undanförnum áratugum hefðu minnst níu af þeim fimm hundruð börnum sem hefðu verið færð til samtakanna verið ættleidd af bandarískum fjölskyldum. Í öllum tilfellum hefði verið ákvarðað að ekki væri hægt að senda börnin til foreldra sinna vegna öryggis þeirra. John Sandweg, sem var yfirmaður innflytjendastofnunar Bandaríkjanna í forsetatíð Barack Obama, óttast að fjölmörg börn muni aldrei sjá foreldra sína aftur. „Við erum með börnin í Bandaríkjunum og foreldrar þeirra eru í Mið-Ameríku, og nú þegar barnaverndarstofnanir eru komnar inn í spilið er þetta orðið uppskrift að hamförum,“ sagði Sandweg. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Gvatemala Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. Börn hafa verið sett í fóstur til bandarískra fjölskylda eftir að foreldrar þeirra hafa verið fluttir þúsundir kílómetra í burtu. Mál þessi ná nokkur ár aftur í tímann. AP fréttaveitan hefur kafað í saumana á málinu en dómstólar loka gögnum þessara mála og alríkisstofnanir fylgjast ekki með fjölda barna sem hafa verið ættleidd. Þá er mikið ósamræmi eftir því í hvaða ríkjum Bandaríkjanna börn hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum. Blaðamönnum AP tókst þó að elta nokkur börn uppi og ræddu til dæmis við foreldra einnar stúlku.Í einu slíku tilviki, í ríkinu Missouri, höfðu bandarísk hjón ættleitt stúlku frá Gvatemala en móðir hennar hafði verið handsömuð og flutt aftur til heimalands síns. Móðirin stóð í sjö ára lagabaráttu og reyndi að fá dóttur sína aftur en án árangurs. Önnur móðir frá Gvatemala barðist í fimm ár fyrir því að fá börn sín til baka og kostaði það fúlgur fjár. Það tókst þó að lokum. Hundruð barna eru enn í haldi yfirvalda Bandaríkjanna, þó því sé haldið fram að hætt sé að aðskilja börn frá foreldrum sínum. Þá segja embættismenn að rúmlega hundruð þeirra verði hvorki sleppt né send aftur til foreldra sinna. Það hefur leitt til þess að mun líklegra er en áður að einhver þeirra barna verði ættleidd.Langt ferli endaði með sameiningu Araceli Ramos Bonilla flúði frá El Salvador í nóvember 2015 með dóttur sína Alexu. Hún flúði vegna ofbeldis sem hún hafði verið beitt af maka sínum og föður Alexu. Hún var handsömuð, aðskilin frá Alexu og send aftur til El Salvador. Að endingu tók það dómara í Michigan 28 mínútur að veita hjónunum Sherri og Kory Barr tímabundið forræði yfir Alexu. Þau hjón voru sannfærð um að Alexa hafði sætt ofbeldi og að slíkt myndi endurtaka sig ef hún yrði send aftur til móður sinnar. Með þrýstingi frá ríkisstjórn El Salvador og Facebook færslum móður Alexu, sem fóru víða um á netinu, var gripið inn í málið. Mánuði eftir að Barr-hjónin fengu forræði yfir Alexu úrskurðaði Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að dómurinn hefði veitt þeim forræði með ólögmætum hætti. Hún var send aftur til El Salvador og hefur hún verið þar í rúmt ár. Hún ræðir þó reglulega við Sherri og Kory Barr í síma.Uppskrift að hamförum Samtökin Refuggee Resettlement and Bethany Chhristian Services höfðu fært Alexu í fóstur hjá hjónunum en í samtali við AP vildi forstjóri samtakanna ekki tjá sig um mál hennar og sagði að fósturforeldrum væri ávalt tjáð að þau mættu ekki ættleiða börn farand- og flóttafólks. Hann viðurkenndi þó að á undanförnum áratugum hefðu minnst níu af þeim fimm hundruð börnum sem hefðu verið færð til samtakanna verið ættleidd af bandarískum fjölskyldum. Í öllum tilfellum hefði verið ákvarðað að ekki væri hægt að senda börnin til foreldra sinna vegna öryggis þeirra. John Sandweg, sem var yfirmaður innflytjendastofnunar Bandaríkjanna í forsetatíð Barack Obama, óttast að fjölmörg börn muni aldrei sjá foreldra sína aftur. „Við erum með börnin í Bandaríkjunum og foreldrar þeirra eru í Mið-Ameríku, og nú þegar barnaverndarstofnanir eru komnar inn í spilið er þetta orðið uppskrift að hamförum,“ sagði Sandweg.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Gvatemala Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira