Michael orðinn þriðja stigs fellibylur og gengur „tröllaukinn“ á land á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2018 23:15 Hér sést Michael á ferð sinni yfir Mexíkóflóa í dag. Vísir/AP Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna, NHC, hefur nú skilgreint fellibylinn Michael sem þriðja stigs fellibyl. Gert er ráð fyrir að Michael gangi á land á morgun við Panama City Beach á hinu svokallaða Pönnuskafti (e. Panhandle) í Flórída. Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, varaði íbúa ríkisins við Michael á blaðamannafundi í dag og sagði hann „tröllaukinn“. Hann hvatti íbúa til að hlusta á viðvaranir yfirvalda og hika ekki við að flýja heimili sín þegar Mikael sækir í sig veðrið næstu klukkustundirnar. „Þetta er upp á líf og dauða,“ sagði Scott. „Þessi stormur getur grandað ykkur.“ Ávarp Scott má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Viðvaranir vegna Michaels ná nú til yfir 20 milljóna manna í fimm ríkjum Bandaríkjanna, Flórída, Alabama, Georgíu, Mississippi og Suður-Karólínu. Þá hefur neyðarástandi verið lýst yfir í nær öllum sýslum Flórída, Alabama og Georgíu. 120 þúsund manns hefur jafnframt verið gert að flýja heimili sín við strendur Flórída. Vindhraði í Michael hefur mælst allt að 53 km/s og þá er búist við því að bylnum fylgi gríðarleg rigning. Áhrifa Michaels mun gæta í Karólínuríkjunum, þar sem fellibylurinn Flórens gekk nýlega á land og olli mikilli eyðileggingu. Eins og áður sagði gera spár ráð fyrir því að Michael gangi á land í grennd við Panama City Beach á Pönnuskaftinu og fikri sig svo hratt upp austurströnd Bandaríkjanna.Heavy rainfall from #Michael could produce life-threatening flashflooding from the Florida Panhandle and Big Bend region intoportions of Georgia, the Carolinas, and southeast Virginia. See the latest @NWSWPC forecast for more details. pic.twitter.com/Gj38izMHaI— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 9, 2018 Þegar hefur verið tilkynnt um þrettán dauðsföll af völdum Michaels í Mið-Ameríku yfir helgina. Sex létust í Hondúras, fjórir í Níkaragúa og þrír í El Salvador. Samkvæmt samantekt CNN er Mikael umfangsmesti fellibylurinn sem gengur á land á áðurnefndu pönnuskafti síðan fellibylurinn Dennis skall þar á árið 2005.FLORIDA - It is imperative that you heed the directions of your State and Local Officials. Please be prepared, be careful and be SAFE! #HurricaneMichael https://t.co/VP6PBXfzm9 pic.twitter.com/aKmaDNgZve— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 9, 2018 Bandaríkin Veður Tengdar fréttir Neyðarástand vegna fellibyls Fellibylurinn Michael stefnir á Flórída. Spár gera ráð fyrir því að hann gangi á land sem annars stigs fellibylur á morgun. Neyðarástandi lýst yfir og varað við hvassviðri, mikilli úrkomu, hækkandi sjávarborði og flóðum. 9. október 2018 07:00 Flórens nú flokkuð sem hitabeltisstormur Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir að fellibylurinn Flórens gekk yfir austurströnd Bandaríkjanna fyrr í dag. Yfir 600.000 heimili eru án rafmagns og byggingar hafa hrunið til grunna. 14. september 2018 23:46 Móðir og barn fyrstu fórnarlömb Flórens Samtals hafa nú fjórir látist vegna fellibylsins Flórens sem gengur nú yfir austurströnd Bandaríkjanna. 14. september 2018 19:51 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna, NHC, hefur nú skilgreint fellibylinn Michael sem þriðja stigs fellibyl. Gert er ráð fyrir að Michael gangi á land á morgun við Panama City Beach á hinu svokallaða Pönnuskafti (e. Panhandle) í Flórída. Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, varaði íbúa ríkisins við Michael á blaðamannafundi í dag og sagði hann „tröllaukinn“. Hann hvatti íbúa til að hlusta á viðvaranir yfirvalda og hika ekki við að flýja heimili sín þegar Mikael sækir í sig veðrið næstu klukkustundirnar. „Þetta er upp á líf og dauða,“ sagði Scott. „Þessi stormur getur grandað ykkur.“ Ávarp Scott má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Viðvaranir vegna Michaels ná nú til yfir 20 milljóna manna í fimm ríkjum Bandaríkjanna, Flórída, Alabama, Georgíu, Mississippi og Suður-Karólínu. Þá hefur neyðarástandi verið lýst yfir í nær öllum sýslum Flórída, Alabama og Georgíu. 120 þúsund manns hefur jafnframt verið gert að flýja heimili sín við strendur Flórída. Vindhraði í Michael hefur mælst allt að 53 km/s og þá er búist við því að bylnum fylgi gríðarleg rigning. Áhrifa Michaels mun gæta í Karólínuríkjunum, þar sem fellibylurinn Flórens gekk nýlega á land og olli mikilli eyðileggingu. Eins og áður sagði gera spár ráð fyrir því að Michael gangi á land í grennd við Panama City Beach á Pönnuskaftinu og fikri sig svo hratt upp austurströnd Bandaríkjanna.Heavy rainfall from #Michael could produce life-threatening flashflooding from the Florida Panhandle and Big Bend region intoportions of Georgia, the Carolinas, and southeast Virginia. See the latest @NWSWPC forecast for more details. pic.twitter.com/Gj38izMHaI— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 9, 2018 Þegar hefur verið tilkynnt um þrettán dauðsföll af völdum Michaels í Mið-Ameríku yfir helgina. Sex létust í Hondúras, fjórir í Níkaragúa og þrír í El Salvador. Samkvæmt samantekt CNN er Mikael umfangsmesti fellibylurinn sem gengur á land á áðurnefndu pönnuskafti síðan fellibylurinn Dennis skall þar á árið 2005.FLORIDA - It is imperative that you heed the directions of your State and Local Officials. Please be prepared, be careful and be SAFE! #HurricaneMichael https://t.co/VP6PBXfzm9 pic.twitter.com/aKmaDNgZve— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 9, 2018
Bandaríkin Veður Tengdar fréttir Neyðarástand vegna fellibyls Fellibylurinn Michael stefnir á Flórída. Spár gera ráð fyrir því að hann gangi á land sem annars stigs fellibylur á morgun. Neyðarástandi lýst yfir og varað við hvassviðri, mikilli úrkomu, hækkandi sjávarborði og flóðum. 9. október 2018 07:00 Flórens nú flokkuð sem hitabeltisstormur Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir að fellibylurinn Flórens gekk yfir austurströnd Bandaríkjanna fyrr í dag. Yfir 600.000 heimili eru án rafmagns og byggingar hafa hrunið til grunna. 14. september 2018 23:46 Móðir og barn fyrstu fórnarlömb Flórens Samtals hafa nú fjórir látist vegna fellibylsins Flórens sem gengur nú yfir austurströnd Bandaríkjanna. 14. september 2018 19:51 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Neyðarástand vegna fellibyls Fellibylurinn Michael stefnir á Flórída. Spár gera ráð fyrir því að hann gangi á land sem annars stigs fellibylur á morgun. Neyðarástandi lýst yfir og varað við hvassviðri, mikilli úrkomu, hækkandi sjávarborði og flóðum. 9. október 2018 07:00
Flórens nú flokkuð sem hitabeltisstormur Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir að fellibylurinn Flórens gekk yfir austurströnd Bandaríkjanna fyrr í dag. Yfir 600.000 heimili eru án rafmagns og byggingar hafa hrunið til grunna. 14. september 2018 23:46
Móðir og barn fyrstu fórnarlömb Flórens Samtals hafa nú fjórir látist vegna fellibylsins Flórens sem gengur nú yfir austurströnd Bandaríkjanna. 14. september 2018 19:51