Mannskæð Flórens gengur á land á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. september 2018 23:30 Áhrifa Flórens er þegar farið að gæta á austurströnd Bandaríkjanna. Þessi mynd er tekin í dag. Vísir/Getty Fellibylurinn Flórens nálgast nú austurströnd Bandaríkjanna óðfluga. Yfirvöld óttast að fjöldi fólks muni láta lífið af völdum fellibylsins er hann gengur á land um klukkan átta í fyrramálið að staðartíma.Sjá einnig: „Hvort viltu verða fyrir lest eða steypubíl?“ Greint var frá því í dag að Flórens hefði verið lækkuð niður í annars stigs fellibyl eftir að vindhraði fór dvínandi en hún fór hæst uppi í fjórða stig. Veðurfræðingar leggja þó áherslu á að enn stafi gríðarleg hætta af bylnum, ekki síst vegna sjávarflóðanna sem fylgja. Slík flóð valda iðulega flestum dauðföllum þegar fellibylir ganga á land. Veðurfræðingur The Weather Channel, Erika Navarro, bendir jafnframt á í innslagi frá því í dag að áhrifa Flórens muni gæta langt inn í landi. Þá eru áðurnefnd sjávarflóð sett fram á myndrænan hátt. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá umfjöllun Navarro en ljóst er að sjávarflóð í fylgd Flórens gætu valdið miklum hörmungum.Storm surge will be a huge factor for Hurricane #Florence Check out what it might look like with @TWCErikaNavarro: pic.twitter.com/TPqTZTmiAM— The Weather Channel (@weatherchannel) September 13, 2018 1,7 milljón manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í Karólínuríkjunum og Virginíu vegna Flórens. Veður á svæðinu er óðum að breytast til hins verra en þegar er orðið mjög hvasst undan ströndum áðurnefndra ríkja. Klukkan 21 að íslenskum tíma var Flórens stödd um 250 kílómetra undan ströndum Suður-Karólínu. Eins og áður sagði er búist við að Flórens gangi á land um klukkan 8 í fyrramálið að staðartíma, eða um hádegi að íslenskum. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá beina útsendingu af veðurofsanum úr vefmyndavél á austurströnd Bandaríkjanna. Bandaríkin Tengdar fréttir „Hvort viltu verða fyrir lest eða steypubíl?“ Fellibylurinn Florence hefur verið lækkaður niður í annars flokks fellibyl eftir að vindhraði hans lækkaði úr 225 kílómetrum á klukkstund í um 175 kílómetra, sem samsvarar rúmum 48 metrum á sekúndu. 13. september 2018 07:15 Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. 11. september 2018 23:15 Óttast að Flórens valdi umhverfisslysi Yfirvöld í Norður-Karólínu Bandaríkjanna óttast að gríðarleg úrkoma og flóð af völdum fellibylsins Flórensar geti valdið umhverfisslysi í ríkinu. Óttast er að flæði yfir staði þar sem mengaður úrgangur frá iðnaðarsvæðum er geymdur geti mengungin borist í drykkjarvatn. 12. september 2018 23:15 Sjálfslofi Trump um Púertó Ríkó mætt með fordæmingu Bandaríkjaforseti lýsti viðbrögðum ríkisstjórnar sinnar við fellibylnum Maríu á Púertó Ríkó í fyrra sem stórkostlegum þrátt fyrir tæplega þrjú þúsund manns hafi látið lífið. 12. september 2018 08:27 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Fellibylurinn Flórens nálgast nú austurströnd Bandaríkjanna óðfluga. Yfirvöld óttast að fjöldi fólks muni láta lífið af völdum fellibylsins er hann gengur á land um klukkan átta í fyrramálið að staðartíma.Sjá einnig: „Hvort viltu verða fyrir lest eða steypubíl?“ Greint var frá því í dag að Flórens hefði verið lækkuð niður í annars stigs fellibyl eftir að vindhraði fór dvínandi en hún fór hæst uppi í fjórða stig. Veðurfræðingar leggja þó áherslu á að enn stafi gríðarleg hætta af bylnum, ekki síst vegna sjávarflóðanna sem fylgja. Slík flóð valda iðulega flestum dauðföllum þegar fellibylir ganga á land. Veðurfræðingur The Weather Channel, Erika Navarro, bendir jafnframt á í innslagi frá því í dag að áhrifa Flórens muni gæta langt inn í landi. Þá eru áðurnefnd sjávarflóð sett fram á myndrænan hátt. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá umfjöllun Navarro en ljóst er að sjávarflóð í fylgd Flórens gætu valdið miklum hörmungum.Storm surge will be a huge factor for Hurricane #Florence Check out what it might look like with @TWCErikaNavarro: pic.twitter.com/TPqTZTmiAM— The Weather Channel (@weatherchannel) September 13, 2018 1,7 milljón manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í Karólínuríkjunum og Virginíu vegna Flórens. Veður á svæðinu er óðum að breytast til hins verra en þegar er orðið mjög hvasst undan ströndum áðurnefndra ríkja. Klukkan 21 að íslenskum tíma var Flórens stödd um 250 kílómetra undan ströndum Suður-Karólínu. Eins og áður sagði er búist við að Flórens gangi á land um klukkan 8 í fyrramálið að staðartíma, eða um hádegi að íslenskum. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá beina útsendingu af veðurofsanum úr vefmyndavél á austurströnd Bandaríkjanna.
Bandaríkin Tengdar fréttir „Hvort viltu verða fyrir lest eða steypubíl?“ Fellibylurinn Florence hefur verið lækkaður niður í annars flokks fellibyl eftir að vindhraði hans lækkaði úr 225 kílómetrum á klukkstund í um 175 kílómetra, sem samsvarar rúmum 48 metrum á sekúndu. 13. september 2018 07:15 Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. 11. september 2018 23:15 Óttast að Flórens valdi umhverfisslysi Yfirvöld í Norður-Karólínu Bandaríkjanna óttast að gríðarleg úrkoma og flóð af völdum fellibylsins Flórensar geti valdið umhverfisslysi í ríkinu. Óttast er að flæði yfir staði þar sem mengaður úrgangur frá iðnaðarsvæðum er geymdur geti mengungin borist í drykkjarvatn. 12. september 2018 23:15 Sjálfslofi Trump um Púertó Ríkó mætt með fordæmingu Bandaríkjaforseti lýsti viðbrögðum ríkisstjórnar sinnar við fellibylnum Maríu á Púertó Ríkó í fyrra sem stórkostlegum þrátt fyrir tæplega þrjú þúsund manns hafi látið lífið. 12. september 2018 08:27 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
„Hvort viltu verða fyrir lest eða steypubíl?“ Fellibylurinn Florence hefur verið lækkaður niður í annars flokks fellibyl eftir að vindhraði hans lækkaði úr 225 kílómetrum á klukkstund í um 175 kílómetra, sem samsvarar rúmum 48 metrum á sekúndu. 13. september 2018 07:15
Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. 11. september 2018 23:15
Óttast að Flórens valdi umhverfisslysi Yfirvöld í Norður-Karólínu Bandaríkjanna óttast að gríðarleg úrkoma og flóð af völdum fellibylsins Flórensar geti valdið umhverfisslysi í ríkinu. Óttast er að flæði yfir staði þar sem mengaður úrgangur frá iðnaðarsvæðum er geymdur geti mengungin borist í drykkjarvatn. 12. september 2018 23:15
Sjálfslofi Trump um Púertó Ríkó mætt með fordæmingu Bandaríkjaforseti lýsti viðbrögðum ríkisstjórnar sinnar við fellibylnum Maríu á Púertó Ríkó í fyrra sem stórkostlegum þrátt fyrir tæplega þrjú þúsund manns hafi látið lífið. 12. september 2018 08:27