Fyrstur til að fá sekt fyrir dónatal og flengingu í París Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. september 2018 23:03 Maðurinn sló unga konu í rassinn og hrópaði á eftir henni að hún væri hóra. Vísir/getty Fyrsti maðurinn til að vera dæmdur fyrir brot á nýjum lögum um kynferðislega áreitni í almannarýminu í París hefur verið gert að greiða tæplega fjörutíu þúsund íslenskar krónur fyrir að slá ókunnuga konu í rassinn og æpa klúryrði á eftir henni. Þetta átti sér stað í strætisvagni síðasta föstudag. Auk þess að hljóta sekt var hann dæmdur í níu mánaða fangelsi því þegar strætóbílstjórinn reyndi að koma ungu konunni til bjargar réðst maðurinn á bílstjórann.Fréttastofa CNN greinir frá því að strætóbílstjórinn hafi tekið eftir því að maðurinn væri að áreita kvenkyns farþega. Hann hafi því lokað dyrunum svo maðurinn gæti ekki flúið og því næst hringt á lögregluna en það var þá sem maðurinn réðst á bílstjórann. Að sögn saksóknara í málinu er maðurinn á þrítugsaldri og var hann undir áhrifum þegar hann áreitti konuna kynferðislega. Sjálf er konan aðeins 21 árs gömul en hann hrópaði á eftir henni að hún væri hóra og með stór brjóst.Skera upp herör gegn áreitni á götum úti Marlene Schippa, jafnréttismálaráðherra Frakklands, hrósaði bílstjóranum í hástert fyrir að hafa brugðist við og komið ungu konunni til aðstoðar. „Húrra fyrir bílstjóranum eftirtektargóða og fyrir þessari sekt. Saman getum við bundið enda á kynferðislegt ofbeldi.“ Sektin sem maðurinn hlaut markar fyrsta skiptið sem brotið er gegn nýju lögunum. Lögin kveða á um bann við götuáreiti svo sem niðurlægjandi blístri á eftir fólki í almannarýminu og gróf, niðurlægjandi ummæli. Lögin voru samþykkt í júlímánuði og er ætlað að taka á þeim umfangsmikla vanda sem kynferðisleg áreitni á götum Frakklands er í raun. MeToo Tengdar fréttir Birti myndband þar sem hún var áreitt og lamin úti á götu Frönsk kona, sem var áreitt og lamin á göngu sinni um París, segir tímabært að stöðva kynferðislega áreitni á götum borgarinnar. 30. júlí 2018 16:53 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Fyrsti maðurinn til að vera dæmdur fyrir brot á nýjum lögum um kynferðislega áreitni í almannarýminu í París hefur verið gert að greiða tæplega fjörutíu þúsund íslenskar krónur fyrir að slá ókunnuga konu í rassinn og æpa klúryrði á eftir henni. Þetta átti sér stað í strætisvagni síðasta föstudag. Auk þess að hljóta sekt var hann dæmdur í níu mánaða fangelsi því þegar strætóbílstjórinn reyndi að koma ungu konunni til bjargar réðst maðurinn á bílstjórann.Fréttastofa CNN greinir frá því að strætóbílstjórinn hafi tekið eftir því að maðurinn væri að áreita kvenkyns farþega. Hann hafi því lokað dyrunum svo maðurinn gæti ekki flúið og því næst hringt á lögregluna en það var þá sem maðurinn réðst á bílstjórann. Að sögn saksóknara í málinu er maðurinn á þrítugsaldri og var hann undir áhrifum þegar hann áreitti konuna kynferðislega. Sjálf er konan aðeins 21 árs gömul en hann hrópaði á eftir henni að hún væri hóra og með stór brjóst.Skera upp herör gegn áreitni á götum úti Marlene Schippa, jafnréttismálaráðherra Frakklands, hrósaði bílstjóranum í hástert fyrir að hafa brugðist við og komið ungu konunni til aðstoðar. „Húrra fyrir bílstjóranum eftirtektargóða og fyrir þessari sekt. Saman getum við bundið enda á kynferðislegt ofbeldi.“ Sektin sem maðurinn hlaut markar fyrsta skiptið sem brotið er gegn nýju lögunum. Lögin kveða á um bann við götuáreiti svo sem niðurlægjandi blístri á eftir fólki í almannarýminu og gróf, niðurlægjandi ummæli. Lögin voru samþykkt í júlímánuði og er ætlað að taka á þeim umfangsmikla vanda sem kynferðisleg áreitni á götum Frakklands er í raun.
MeToo Tengdar fréttir Birti myndband þar sem hún var áreitt og lamin úti á götu Frönsk kona, sem var áreitt og lamin á göngu sinni um París, segir tímabært að stöðva kynferðislega áreitni á götum borgarinnar. 30. júlí 2018 16:53 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Birti myndband þar sem hún var áreitt og lamin úti á götu Frönsk kona, sem var áreitt og lamin á göngu sinni um París, segir tímabært að stöðva kynferðislega áreitni á götum borgarinnar. 30. júlí 2018 16:53