Herða árásir á Google Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2018 11:56 Myndbandið er frá fundi í kjölfar kosninganna 2016 en fyrirtækið heldur reglulega fundi sem eru streymdir til allra starfsstöðva fyrirtækisins um heiminn. Vísir/AP Íhaldssami fjölmiðillinn Breitbart hefur birt myndband þar sem æðstu yfirmenn Google kvarta yfir kjöri Donald Trump, sem forseta Bandaríkjanna. Myndbandið er frá fundi í kjölfar kosninganna 2016 en fyrirtækið heldur reglulega fundi sem eru streymdir til allra starfsstöðva fyrirtækisins um heiminn.Birting myndbandsins fellur vel inn í herferð Repúblikana og bandamanna þeirra í fjölmiðlum Bandaríkjanna til að sýna fram á meinta mismunun tæknifyrirtækja gagnvart íhaldsmönnum.Meðal þess sem fram kemur í myndbandinu er að Sundar Pichai, framkvæmdastjóri Google, og Ruth Porat, fjármálastjóri Alphabet, móðurfélags Google, voru ósátt með kjör Trump og Sergey Brin, einn af stofnendum Google, sagðist vera miður sín og að sigur Tump færi gegn helstu gildum Google. Brin, sem fluttist til Bandaríkjanna frá Sovétríkjunum sem barn, ýjar einnig að því að fylgjendur Trump séu fasistar. Þá sagði starfsmannastjóri fyrirtækisins að hann hefði rætt við íhaldssama starfsmenn Google sem fannst óþægilegt að ræða skoðanir sínar innan fyrirtækisins. Hann hvatti starfsmenn til að virða skoðanir annarra. Forsvarsmenn fyrirtækisins svöruðu einnig spurningum starfsmanna á fundinum og margar þeirra voru um kosningarnar og ýmis málefni sem Trump hafði fjallað um í kosningabaráttunni. Þar má nefna málefni innflytjenda, samkynhneigðra og hlutleysi internetsins. Um tíu þúsund starfsmenn Google eru ekki bandarískir ríkisborgarar og var einnig fjallað um hvaða áhrif kosningarnar myndu gætu haft á þá. Talskona Google, sagði í kjölfar birtingar myndbandsins að um hefðbundinn umræðufund hafi verið að ræða þar sem sumir starfsmenn Google hafi sagt frá eigin skoðunum í kjölfar róstusamra kosninga. Hún sagði einnig að myndbandið sýni að enginn hafi sagt neitt sem sýni fram að Google stundaði þöggun gagnvart íhaldsmönnum.Trump sjálfur veittist að Google á Twitter í síðustu viku og sakaði fyrirtækið um þöggun. Það tísti byggði á umdeildri bloggfærslu. Í kjölfarið af tístinu, þar sem Trump velti vöngum yfir því hvort að Google væri að brjóta gegn lögum, sagði Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Trump, að Hvíta húsið hefði Google „til skoðunar“. Hann fór hins vegar ekkert nánar út í það.Sjá einnig: Hvíta húsið með Google til skoðunar eftir kvartanir Trump á TwitterBrad Parscale, kosningastjóri Trump fyrir kosningarnar 2020 ,tísti um málið í gærkvöldi og gaf í skyn að Google væri ógn gagnvart lýðræði í Bandaríkjunum. Þá kallaði hann eftir því að þingnefndir rannsökuðu Google..@google needs to explain why this isn’t a threat to the Republic. Watch the video. Google believes they can shape your search results and videos to make you “have their values”. Open borders. Socialism. Medicare 4 all. Congressional hearings! Investigatehttps://t.co/jlbSgMMrLT — Brad Parscale (@parscale) September 12, 2018 Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem íhaldsmenn gagnrýna Google fyrir að þagga niður í þeim. James Damore, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins, hefur höfðað mál gegn Google fyrir mismunun. Hann var rekinn í fyrra eftir að hafa dreift mjög svo umdeildu minnisblaði í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Þar gagnrýndi James Damore „vinstri sinnaða“ menningu fyrirtækisins og hélt því fram að líffræðilegar ástæður fyrir því að konur væri verri forritarar og starfsmenn en menn í tæknigeiranum og kvartaði hann yfir fjölbreytileika innan Google.Sjá einnig: Segja Google mismuna hvítum og íhaldssömum körlumÍ umfjöllun Guardian segir að ljóst sé að umfjöllun Breitbart sé ekki í anda við tón fundar starfsmanna Google. Þrátt fyrir það sé ljóst að umfjöllunin muni verða vatn á myllu íhaldsmanna í Bandaríkjanna í deilum þeirra við tæknifyrirtæki. Bandaríkin Donald Trump Google Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Fleiri fréttir Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Sjá meira
Íhaldssami fjölmiðillinn Breitbart hefur birt myndband þar sem æðstu yfirmenn Google kvarta yfir kjöri Donald Trump, sem forseta Bandaríkjanna. Myndbandið er frá fundi í kjölfar kosninganna 2016 en fyrirtækið heldur reglulega fundi sem eru streymdir til allra starfsstöðva fyrirtækisins um heiminn.Birting myndbandsins fellur vel inn í herferð Repúblikana og bandamanna þeirra í fjölmiðlum Bandaríkjanna til að sýna fram á meinta mismunun tæknifyrirtækja gagnvart íhaldsmönnum.Meðal þess sem fram kemur í myndbandinu er að Sundar Pichai, framkvæmdastjóri Google, og Ruth Porat, fjármálastjóri Alphabet, móðurfélags Google, voru ósátt með kjör Trump og Sergey Brin, einn af stofnendum Google, sagðist vera miður sín og að sigur Tump færi gegn helstu gildum Google. Brin, sem fluttist til Bandaríkjanna frá Sovétríkjunum sem barn, ýjar einnig að því að fylgjendur Trump séu fasistar. Þá sagði starfsmannastjóri fyrirtækisins að hann hefði rætt við íhaldssama starfsmenn Google sem fannst óþægilegt að ræða skoðanir sínar innan fyrirtækisins. Hann hvatti starfsmenn til að virða skoðanir annarra. Forsvarsmenn fyrirtækisins svöruðu einnig spurningum starfsmanna á fundinum og margar þeirra voru um kosningarnar og ýmis málefni sem Trump hafði fjallað um í kosningabaráttunni. Þar má nefna málefni innflytjenda, samkynhneigðra og hlutleysi internetsins. Um tíu þúsund starfsmenn Google eru ekki bandarískir ríkisborgarar og var einnig fjallað um hvaða áhrif kosningarnar myndu gætu haft á þá. Talskona Google, sagði í kjölfar birtingar myndbandsins að um hefðbundinn umræðufund hafi verið að ræða þar sem sumir starfsmenn Google hafi sagt frá eigin skoðunum í kjölfar róstusamra kosninga. Hún sagði einnig að myndbandið sýni að enginn hafi sagt neitt sem sýni fram að Google stundaði þöggun gagnvart íhaldsmönnum.Trump sjálfur veittist að Google á Twitter í síðustu viku og sakaði fyrirtækið um þöggun. Það tísti byggði á umdeildri bloggfærslu. Í kjölfarið af tístinu, þar sem Trump velti vöngum yfir því hvort að Google væri að brjóta gegn lögum, sagði Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Trump, að Hvíta húsið hefði Google „til skoðunar“. Hann fór hins vegar ekkert nánar út í það.Sjá einnig: Hvíta húsið með Google til skoðunar eftir kvartanir Trump á TwitterBrad Parscale, kosningastjóri Trump fyrir kosningarnar 2020 ,tísti um málið í gærkvöldi og gaf í skyn að Google væri ógn gagnvart lýðræði í Bandaríkjunum. Þá kallaði hann eftir því að þingnefndir rannsökuðu Google..@google needs to explain why this isn’t a threat to the Republic. Watch the video. Google believes they can shape your search results and videos to make you “have their values”. Open borders. Socialism. Medicare 4 all. Congressional hearings! Investigatehttps://t.co/jlbSgMMrLT — Brad Parscale (@parscale) September 12, 2018 Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem íhaldsmenn gagnrýna Google fyrir að þagga niður í þeim. James Damore, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins, hefur höfðað mál gegn Google fyrir mismunun. Hann var rekinn í fyrra eftir að hafa dreift mjög svo umdeildu minnisblaði í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Þar gagnrýndi James Damore „vinstri sinnaða“ menningu fyrirtækisins og hélt því fram að líffræðilegar ástæður fyrir því að konur væri verri forritarar og starfsmenn en menn í tæknigeiranum og kvartaði hann yfir fjölbreytileika innan Google.Sjá einnig: Segja Google mismuna hvítum og íhaldssömum körlumÍ umfjöllun Guardian segir að ljóst sé að umfjöllun Breitbart sé ekki í anda við tón fundar starfsmanna Google. Þrátt fyrir það sé ljóst að umfjöllunin muni verða vatn á myllu íhaldsmanna í Bandaríkjanna í deilum þeirra við tæknifyrirtæki.
Bandaríkin Donald Trump Google Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Fleiri fréttir Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Sjá meira