Segja Google mismuna hvítum og íhaldssömum körlum Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2018 20:38 James Damore og David Gudeman halda því nú fram að fyrirtækið mismuni gegn starfsmönnum sem styðji við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðhyllist stjórnmálaskoðunum sem forsvarsmönnum Goggle hugnist ekki. Vísir/Getty Fyrrverandi starfsmaður tæknifyrirtækisins Google hefur höfðað mál gegn fyrirtækinu fyrir mismunun. Hann var rekinn í fyrra eftir að hafa dreift mjög svo umdeildu minnisblaði í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Þar gagnrýndi James Damore „vinstri sinnaða“ menningu fyrirtækisins og hélt því fram að líffræðilegar ástæður fyrir því að konur væri verri forritarar og starfsmenn en menn í tæknigeiranum og kvartaði hann yfir fjölbreytileika innan Google. Damore og David Gudeman, sem einnig vann áður hjá Google og var rekinn vegna ummæla um múslima sem hann vann með og tengdi hann við hryðjuverkastarfsemi, halda því nú fram að fyrirtækið mismuni gegn starfsmönnum sem styðji við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðhyllist stjórnmálaskoðunum sem forsvarsmönnum Goggle hugnist ekki. Þar eiga þeir við hvíta íhaldssama karlmenn, samkvæmt frétt The Verge.Samkvæmt frétt Tech Crunch segir einnig í stefnu þeirra Damore og Gudeman að þeim og öðrum hafi verið refsað fyrir „óhefðbundnar stjórnmálaskoðanir“ þeirra og þá „synd þeirra að hafa fæðst hvítir og karlar“. Þá segir í stefnunni að Google hafi notast við „ólöglegan kynjakvóta“ sem hafi komið niður á hvítum körlum. Lögmenn Damore og Gudeman leita annarra sem telja Google hafa mismunað gegn sér. Stefnu þeirra, sem inniheldur mikið af tölvupóstum, má sjá hér. Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Högnuðust um rúma tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður tæknifyrirtækisins Google hefur höfðað mál gegn fyrirtækinu fyrir mismunun. Hann var rekinn í fyrra eftir að hafa dreift mjög svo umdeildu minnisblaði í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Þar gagnrýndi James Damore „vinstri sinnaða“ menningu fyrirtækisins og hélt því fram að líffræðilegar ástæður fyrir því að konur væri verri forritarar og starfsmenn en menn í tæknigeiranum og kvartaði hann yfir fjölbreytileika innan Google. Damore og David Gudeman, sem einnig vann áður hjá Google og var rekinn vegna ummæla um múslima sem hann vann með og tengdi hann við hryðjuverkastarfsemi, halda því nú fram að fyrirtækið mismuni gegn starfsmönnum sem styðji við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðhyllist stjórnmálaskoðunum sem forsvarsmönnum Goggle hugnist ekki. Þar eiga þeir við hvíta íhaldssama karlmenn, samkvæmt frétt The Verge.Samkvæmt frétt Tech Crunch segir einnig í stefnu þeirra Damore og Gudeman að þeim og öðrum hafi verið refsað fyrir „óhefðbundnar stjórnmálaskoðanir“ þeirra og þá „synd þeirra að hafa fæðst hvítir og karlar“. Þá segir í stefnunni að Google hafi notast við „ólöglegan kynjakvóta“ sem hafi komið niður á hvítum körlum. Lögmenn Damore og Gudeman leita annarra sem telja Google hafa mismunað gegn sér. Stefnu þeirra, sem inniheldur mikið af tölvupóstum, má sjá hér.
Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Högnuðust um rúma tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira