„Má ég daðra við þig?“: Nýtt myndband varpar ljósi á „ósæmilega hegðun“ Harvey Weinstein Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. september 2018 22:16 Weinstein spyr Thompson hvað hún ætli að gera eftir fundinn. Hann mælir sér svo mót við hana á hóteli í New York, þar sem hún sakar hann um að hafa nauðgað sér. Mynd/Skjáskot Sky News-fréttastofan birti í dag myndband af fundi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, sem fjölmargar konur hafa sakað um nauðgun og kynferðisofbeldi, og athafnakonunnar Melissu Thompson. Í myndbandinu sést Weinstein faðma, snerta og ræða við Thompson á afar kynferðislegum nótum. Hún sakar hann um að hafa nauðgað sér inni á hótelherbergi tveimur klukkustundum síðar. Fundurinn var haldinn í september árið 2011 á skrifstofu fyrirtækis Weinsteins, The Weinstein Company, í New York-borg. Thompson var mætt á fund Weinstein til að kynna fyrir honum nýtt myndbandakerfi sem hún vonaðist til að hann myndi kaupa. Thompson tók sjálf upp umrætt myndband af fundinum en upptakan var hugsuð sem hluti af kynningunni. „Má ég daðra við þig?“ Í samtali við fréttamann Sky segir Thompson að hún hafi búist við því að funda með markaðsfulltrúum fyrirtækisins en í staðinn mætti Weinstein einn á fundinn og læsti að sér. Í myndbandinu sést hann heilsa Thompson, sem hyggst taka í höndina á honum, en hann faðmar hana að sér. „Má ég daðra við þig?“ spyr Weinstein svo snemma á upptökunni. „Sjáum til, örlítið,“ svarar Thompson. Weinstein hefur verið sakaður um að brjóta gegn fjölda kvenna.Vísir/AP Þegar nokkuð er liðið á kynninguna spyr Thompson: „Tölfræði er heit, er það ekki?“ Weinstein svarar að bragði: „Hún er heit. Þú ert heit.“ Í kjölfarið teygir Weinstein sig undir borðið sem þau sitja við og handleggur hans hverfur úr augsýn. Thompson segir að Weinstein hafi þar verið að strjúka fótlegginn á henni. „Gefðu mér svolítinn bita af þér. Láttu mig fá það. Þetta er í lagi, viltu halda áfram að gera þetta?“ spyr Weinstein. Thompson segir þá við Weinstein að hönd hans sé komin of hátt upp með læri hennar. Segir Weinstein hafa nauðgað sér tveimur tímum síðar „Ég held að hann hafi verið að leika sér að mér eins og köttur að mús alveg frá byrjun,“ segir Thompson við fréttamann Sky News. Í lok myndbandsins biður Weinstein hana um að hitta sig á hóteli tveimur klukkutímum síðar. Thompson tjáir fréttamanni Sky News að hún hafi haldið að um væri að ræða viðskiptafund. Hún segist hafa ímyndað sér að fundurinn færi fram í anddyri hótelsins, umkringd fólki, og að þá hefði hún ekki þurft að vera ein með honum. Weinstein leiddi Thompson hins vegar upp á hótelherbergi er þau hittust. Hún sakar hann um að hafa nauðgað sér inni á herberginu. Weinstein þvertekur fyrir ásakanirnar, líkt og aðrar ásakanir um kynferðisofbeldi sem lagðar hafa verið fram á hendur honum síðan í október í fyrra. Myndbandið má horfa á í heild sinni hér. MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Weinstein ákærður fyrir ofbeldi gegn þriðju konunni Nýjum liðum hefur verið bætt við ákæru gegn kvikmyndaframleiðandanum. 2. júlí 2018 16:34 Sagði Clinton vera „nauðgaralegan“ og óskaði að Weinstein yrði barinn til óbóta Viðtal við sjónvarpskokkinn Anthony Bourdain sem tekið var í febrúar hefur verið birt, rúmum mánuði eftir andlát hans. 16. júlí 2018 16:42 Biðlar til Argento að vera „betri“ en Harvey Weinstein Argento er sökuð um að hafa beitt ungan leikara kynferðisofbeldi er hann var undir lögaldri. 28. ágúst 2018 10:06 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Sky News-fréttastofan birti í dag myndband af fundi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, sem fjölmargar konur hafa sakað um nauðgun og kynferðisofbeldi, og athafnakonunnar Melissu Thompson. Í myndbandinu sést Weinstein faðma, snerta og ræða við Thompson á afar kynferðislegum nótum. Hún sakar hann um að hafa nauðgað sér inni á hótelherbergi tveimur klukkustundum síðar. Fundurinn var haldinn í september árið 2011 á skrifstofu fyrirtækis Weinsteins, The Weinstein Company, í New York-borg. Thompson var mætt á fund Weinstein til að kynna fyrir honum nýtt myndbandakerfi sem hún vonaðist til að hann myndi kaupa. Thompson tók sjálf upp umrætt myndband af fundinum en upptakan var hugsuð sem hluti af kynningunni. „Má ég daðra við þig?“ Í samtali við fréttamann Sky segir Thompson að hún hafi búist við því að funda með markaðsfulltrúum fyrirtækisins en í staðinn mætti Weinstein einn á fundinn og læsti að sér. Í myndbandinu sést hann heilsa Thompson, sem hyggst taka í höndina á honum, en hann faðmar hana að sér. „Má ég daðra við þig?“ spyr Weinstein svo snemma á upptökunni. „Sjáum til, örlítið,“ svarar Thompson. Weinstein hefur verið sakaður um að brjóta gegn fjölda kvenna.Vísir/AP Þegar nokkuð er liðið á kynninguna spyr Thompson: „Tölfræði er heit, er það ekki?“ Weinstein svarar að bragði: „Hún er heit. Þú ert heit.“ Í kjölfarið teygir Weinstein sig undir borðið sem þau sitja við og handleggur hans hverfur úr augsýn. Thompson segir að Weinstein hafi þar verið að strjúka fótlegginn á henni. „Gefðu mér svolítinn bita af þér. Láttu mig fá það. Þetta er í lagi, viltu halda áfram að gera þetta?“ spyr Weinstein. Thompson segir þá við Weinstein að hönd hans sé komin of hátt upp með læri hennar. Segir Weinstein hafa nauðgað sér tveimur tímum síðar „Ég held að hann hafi verið að leika sér að mér eins og köttur að mús alveg frá byrjun,“ segir Thompson við fréttamann Sky News. Í lok myndbandsins biður Weinstein hana um að hitta sig á hóteli tveimur klukkutímum síðar. Thompson tjáir fréttamanni Sky News að hún hafi haldið að um væri að ræða viðskiptafund. Hún segist hafa ímyndað sér að fundurinn færi fram í anddyri hótelsins, umkringd fólki, og að þá hefði hún ekki þurft að vera ein með honum. Weinstein leiddi Thompson hins vegar upp á hótelherbergi er þau hittust. Hún sakar hann um að hafa nauðgað sér inni á herberginu. Weinstein þvertekur fyrir ásakanirnar, líkt og aðrar ásakanir um kynferðisofbeldi sem lagðar hafa verið fram á hendur honum síðan í október í fyrra. Myndbandið má horfa á í heild sinni hér.
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Weinstein ákærður fyrir ofbeldi gegn þriðju konunni Nýjum liðum hefur verið bætt við ákæru gegn kvikmyndaframleiðandanum. 2. júlí 2018 16:34 Sagði Clinton vera „nauðgaralegan“ og óskaði að Weinstein yrði barinn til óbóta Viðtal við sjónvarpskokkinn Anthony Bourdain sem tekið var í febrúar hefur verið birt, rúmum mánuði eftir andlát hans. 16. júlí 2018 16:42 Biðlar til Argento að vera „betri“ en Harvey Weinstein Argento er sökuð um að hafa beitt ungan leikara kynferðisofbeldi er hann var undir lögaldri. 28. ágúst 2018 10:06 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Weinstein ákærður fyrir ofbeldi gegn þriðju konunni Nýjum liðum hefur verið bætt við ákæru gegn kvikmyndaframleiðandanum. 2. júlí 2018 16:34
Sagði Clinton vera „nauðgaralegan“ og óskaði að Weinstein yrði barinn til óbóta Viðtal við sjónvarpskokkinn Anthony Bourdain sem tekið var í febrúar hefur verið birt, rúmum mánuði eftir andlát hans. 16. júlí 2018 16:42
Biðlar til Argento að vera „betri“ en Harvey Weinstein Argento er sökuð um að hafa beitt ungan leikara kynferðisofbeldi er hann var undir lögaldri. 28. ágúst 2018 10:06
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent