„Við getum ekki ráðið við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. september 2018 19:45 Erfitt er að koma í veg fyrir banaslys eins og það sem varð í Steinsholtsá í gær ef ökumenn taka ekki mið af varúðarskiltum, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Þar að auki sé erfitt að bæta akstursleiðina yfir straumþunga jökulána enda sé botn hennar síbreytilegur. Bandarísk hjón voru á leið inn í Þórsmörk í brúðkaupsferð í gær þegar þau festu jeppling sinn á vaði í Steinsholtsá. Að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, er búið að taka skýrslu af eiginmanninum og öðrum sem urðu vitni að slysinu. Það teljist upplýst að konan hafi látist þegar henni skrikaði fótur þegar hún hugðist yfirgefa bílinn og varð það til þess að hún flaut um 650 metra niður eftir ánni áður en björgunarmenn náðu henni á land. Nákvæm dánarorsök liggur þó ekki fyrir en talið er að hún kunni að hafa drukknað. Sjá einnig: Skrikaði fótur og flaut langt niður með ánni Reglulega berast fréttir af bílum sem festast á þessum slóðum en G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að aðstæður í Steinsholtsá geri stofnuninni erfitt fyrir að bæta akstursleiðina yfir ána. Ómögulegt sé að merkja hvar vaðið liggur í Steinsholtsá, enda sé um straumþunga jökulá að ræða. Botn Steinsholtsár eigi því til að breytast hratt og staðsetning vaðsins sömuleiðis. Vegagerðin hafi þess vegna lagt áherslu á að koma upplýsingum um hættulegar akstursleiðir inn í Þórsmörk á framfæri með skiltum. „Það er bent á það af okkur með skiltum, að þessir vegir eru ekki góðir fyrir hvaða bíl sem er. Þeir þurfa að vera fjórhjóladrifnir, og af ákveðinni stærðargráðu - við erum með ákveðna flokkun á því. Þetta er allt skilmerkilega skiltað. Síðan er náttúrulega vandamálið að við getum ekki ráðið við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum,“ segir Pétur. Aðspurður um hvort komi því til skoðunar að hindra akstur yfir ár í einhverjum tilfellum, segir Pétur að það væri illframkvæmanlegt. „Hvernig ættum við að gera það? Það yrði þá að koma til lögregla eða eitthvað slíkt, það þyrfti að vera vörður við hverja á og það held ég að sé ekki raunhæft.“ Andlát Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Skrikaði fótur og flaut langt niður með ánni Líðan eiginmanns konunnar, sem einnig lenti í slysinu, er góð eftir atvikum. Tekin verður skýrsla af honum síðar í dag. 1. september 2018 10:08 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Sjá meira
Erfitt er að koma í veg fyrir banaslys eins og það sem varð í Steinsholtsá í gær ef ökumenn taka ekki mið af varúðarskiltum, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Þar að auki sé erfitt að bæta akstursleiðina yfir straumþunga jökulána enda sé botn hennar síbreytilegur. Bandarísk hjón voru á leið inn í Þórsmörk í brúðkaupsferð í gær þegar þau festu jeppling sinn á vaði í Steinsholtsá. Að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, er búið að taka skýrslu af eiginmanninum og öðrum sem urðu vitni að slysinu. Það teljist upplýst að konan hafi látist þegar henni skrikaði fótur þegar hún hugðist yfirgefa bílinn og varð það til þess að hún flaut um 650 metra niður eftir ánni áður en björgunarmenn náðu henni á land. Nákvæm dánarorsök liggur þó ekki fyrir en talið er að hún kunni að hafa drukknað. Sjá einnig: Skrikaði fótur og flaut langt niður með ánni Reglulega berast fréttir af bílum sem festast á þessum slóðum en G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að aðstæður í Steinsholtsá geri stofnuninni erfitt fyrir að bæta akstursleiðina yfir ána. Ómögulegt sé að merkja hvar vaðið liggur í Steinsholtsá, enda sé um straumþunga jökulá að ræða. Botn Steinsholtsár eigi því til að breytast hratt og staðsetning vaðsins sömuleiðis. Vegagerðin hafi þess vegna lagt áherslu á að koma upplýsingum um hættulegar akstursleiðir inn í Þórsmörk á framfæri með skiltum. „Það er bent á það af okkur með skiltum, að þessir vegir eru ekki góðir fyrir hvaða bíl sem er. Þeir þurfa að vera fjórhjóladrifnir, og af ákveðinni stærðargráðu - við erum með ákveðna flokkun á því. Þetta er allt skilmerkilega skiltað. Síðan er náttúrulega vandamálið að við getum ekki ráðið við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum,“ segir Pétur. Aðspurður um hvort komi því til skoðunar að hindra akstur yfir ár í einhverjum tilfellum, segir Pétur að það væri illframkvæmanlegt. „Hvernig ættum við að gera það? Það yrði þá að koma til lögregla eða eitthvað slíkt, það þyrfti að vera vörður við hverja á og það held ég að sé ekki raunhæft.“
Andlát Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Skrikaði fótur og flaut langt niður með ánni Líðan eiginmanns konunnar, sem einnig lenti í slysinu, er góð eftir atvikum. Tekin verður skýrsla af honum síðar í dag. 1. september 2018 10:08 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Sjá meira
Skrikaði fótur og flaut langt niður með ánni Líðan eiginmanns konunnar, sem einnig lenti í slysinu, er góð eftir atvikum. Tekin verður skýrsla af honum síðar í dag. 1. september 2018 10:08