„Við getum ekki ráðið við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. september 2018 19:45 Erfitt er að koma í veg fyrir banaslys eins og það sem varð í Steinsholtsá í gær ef ökumenn taka ekki mið af varúðarskiltum, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Þar að auki sé erfitt að bæta akstursleiðina yfir straumþunga jökulána enda sé botn hennar síbreytilegur. Bandarísk hjón voru á leið inn í Þórsmörk í brúðkaupsferð í gær þegar þau festu jeppling sinn á vaði í Steinsholtsá. Að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, er búið að taka skýrslu af eiginmanninum og öðrum sem urðu vitni að slysinu. Það teljist upplýst að konan hafi látist þegar henni skrikaði fótur þegar hún hugðist yfirgefa bílinn og varð það til þess að hún flaut um 650 metra niður eftir ánni áður en björgunarmenn náðu henni á land. Nákvæm dánarorsök liggur þó ekki fyrir en talið er að hún kunni að hafa drukknað. Sjá einnig: Skrikaði fótur og flaut langt niður með ánni Reglulega berast fréttir af bílum sem festast á þessum slóðum en G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að aðstæður í Steinsholtsá geri stofnuninni erfitt fyrir að bæta akstursleiðina yfir ána. Ómögulegt sé að merkja hvar vaðið liggur í Steinsholtsá, enda sé um straumþunga jökulá að ræða. Botn Steinsholtsár eigi því til að breytast hratt og staðsetning vaðsins sömuleiðis. Vegagerðin hafi þess vegna lagt áherslu á að koma upplýsingum um hættulegar akstursleiðir inn í Þórsmörk á framfæri með skiltum. „Það er bent á það af okkur með skiltum, að þessir vegir eru ekki góðir fyrir hvaða bíl sem er. Þeir þurfa að vera fjórhjóladrifnir, og af ákveðinni stærðargráðu - við erum með ákveðna flokkun á því. Þetta er allt skilmerkilega skiltað. Síðan er náttúrulega vandamálið að við getum ekki ráðið við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum,“ segir Pétur. Aðspurður um hvort komi því til skoðunar að hindra akstur yfir ár í einhverjum tilfellum, segir Pétur að það væri illframkvæmanlegt. „Hvernig ættum við að gera það? Það yrði þá að koma til lögregla eða eitthvað slíkt, það þyrfti að vera vörður við hverja á og það held ég að sé ekki raunhæft.“ Andlát Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Skrikaði fótur og flaut langt niður með ánni Líðan eiginmanns konunnar, sem einnig lenti í slysinu, er góð eftir atvikum. Tekin verður skýrsla af honum síðar í dag. 1. september 2018 10:08 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Erfitt er að koma í veg fyrir banaslys eins og það sem varð í Steinsholtsá í gær ef ökumenn taka ekki mið af varúðarskiltum, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Þar að auki sé erfitt að bæta akstursleiðina yfir straumþunga jökulána enda sé botn hennar síbreytilegur. Bandarísk hjón voru á leið inn í Þórsmörk í brúðkaupsferð í gær þegar þau festu jeppling sinn á vaði í Steinsholtsá. Að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, er búið að taka skýrslu af eiginmanninum og öðrum sem urðu vitni að slysinu. Það teljist upplýst að konan hafi látist þegar henni skrikaði fótur þegar hún hugðist yfirgefa bílinn og varð það til þess að hún flaut um 650 metra niður eftir ánni áður en björgunarmenn náðu henni á land. Nákvæm dánarorsök liggur þó ekki fyrir en talið er að hún kunni að hafa drukknað. Sjá einnig: Skrikaði fótur og flaut langt niður með ánni Reglulega berast fréttir af bílum sem festast á þessum slóðum en G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að aðstæður í Steinsholtsá geri stofnuninni erfitt fyrir að bæta akstursleiðina yfir ána. Ómögulegt sé að merkja hvar vaðið liggur í Steinsholtsá, enda sé um straumþunga jökulá að ræða. Botn Steinsholtsár eigi því til að breytast hratt og staðsetning vaðsins sömuleiðis. Vegagerðin hafi þess vegna lagt áherslu á að koma upplýsingum um hættulegar akstursleiðir inn í Þórsmörk á framfæri með skiltum. „Það er bent á það af okkur með skiltum, að þessir vegir eru ekki góðir fyrir hvaða bíl sem er. Þeir þurfa að vera fjórhjóladrifnir, og af ákveðinni stærðargráðu - við erum með ákveðna flokkun á því. Þetta er allt skilmerkilega skiltað. Síðan er náttúrulega vandamálið að við getum ekki ráðið við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum,“ segir Pétur. Aðspurður um hvort komi því til skoðunar að hindra akstur yfir ár í einhverjum tilfellum, segir Pétur að það væri illframkvæmanlegt. „Hvernig ættum við að gera það? Það yrði þá að koma til lögregla eða eitthvað slíkt, það þyrfti að vera vörður við hverja á og það held ég að sé ekki raunhæft.“
Andlát Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Skrikaði fótur og flaut langt niður með ánni Líðan eiginmanns konunnar, sem einnig lenti í slysinu, er góð eftir atvikum. Tekin verður skýrsla af honum síðar í dag. 1. september 2018 10:08 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Skrikaði fótur og flaut langt niður með ánni Líðan eiginmanns konunnar, sem einnig lenti í slysinu, er góð eftir atvikum. Tekin verður skýrsla af honum síðar í dag. 1. september 2018 10:08