Lögregla rannsakar ásakanir unga leikarans á hendur Argento Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. ágúst 2018 08:53 Asia Argento á Cannes-verðlaunahátíðinni í maí síðastliðnum. Vísir/getty Lögregla í Los Angeles hefur ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur ítölsku leikkonunni Asiu Argento til rannsóknar. Argento er ein þeirra sem leitt hefur #MeToo-hreyfinguna frá því að henni var hleypt af stokkunum í fyrra.Sjá einnig: Argento greiddi ungum leikara fyrir að þegja um meint kynferðisbrotGreint var frá því í gær að bandaríski leikarinn Jimmy Bennett hefði sakað Argento um að brjóta á honum kynferðislega á hótelbergi árið 2013. Bennett var 17 ára þegar hin meintu brot eiga að hafa átt sér stað en Argento var 37 ára. Þá á Argento að hafa greitt Bennett nær 41 milljón íslenskra króna fyrir að þegja um brotin. Lögreglustjórinn Darren Harris tjáði fjölmiðlum að rannsakendur muni reyna að ná tali af Bennett eða talsmönnum hans vegna ásakananna.Asia Argento og Jimmy Bennett árið 2003. Með þeim á myndinni eru leikararnir og tvíburarnir Dylan og Cole Sprouse.Vísir/GettyÍ gögnum málsins, sem bandaríska dagblaðið New York Times hefur undir höndum, segir að Bennett haldi því fram að hann hafi stundað kynlíf með Argento í umrætt skipti. Samræðisaldur í Kaliforníu er 18 ára. Þá segir Bennett að atvikið hafi haft neikvæð áhrif á starfsferil hans og valdið honum miklu sálrænu tjóni. Argento hefur enn ekki tjáð sig um málið en erlendir fjölmiðlar sem fjallað hafa um ásakanirnar hafa ítrekað leitað eftir viðbrögðum frá henni. Bennett hyggst hvorki tjá sig frekar um gögn málsins né atvikið sjálft fyrr en í fyrsta lagi í dag, þriðjudag. Argento og Bennett fóru með hlutverk mæðgina í kvikmyndinni The Heart Is Deceitful Above All Things árið 2004. Argento steig fram nýverið og sakaði kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að hafa nauðgað sér á hótelherbergi árið 1997. Hún hefur síðan verið einn helsti forsprakki #MeToo-hreyfingarinnar, sem hlaut gríðarlegan meðbyr eftir að fjölmargar konur stigu fram og sökuðu Weinstein um kynferðisofbeldi. MeToo Tengdar fréttir Argento greiddi ungum leikara fyrir að þegja um meint kynferðisbrot Ítalska leikkonan Asia Argento greiddi ungum manni sem sakaði hana um kynferðisbrot fyrir þagmælsku. Argento er ein af andlitum #MeToo-hreyfingarinnar. 20. ágúst 2018 08:01 „Cannes var veiðilenda fyrir Harvey Weinstein" Leikkonan Asia Argento flutti tilfinningaþrungna ræðu á lokakvöldi kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, þar sem hún sagði frá því að Harvey Weinstein hefði nauðgað henni á hátíðinni fyrir rúmum 20 árum síðan. 20. maí 2018 12:45 Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Þrettán konur stíga fram í umfjöllun bandaríska tímaritsins sem segir frá "verst geymda“ leyndarmáli Hollywood. 10. október 2017 15:53 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Lögregla í Los Angeles hefur ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur ítölsku leikkonunni Asiu Argento til rannsóknar. Argento er ein þeirra sem leitt hefur #MeToo-hreyfinguna frá því að henni var hleypt af stokkunum í fyrra.Sjá einnig: Argento greiddi ungum leikara fyrir að þegja um meint kynferðisbrotGreint var frá því í gær að bandaríski leikarinn Jimmy Bennett hefði sakað Argento um að brjóta á honum kynferðislega á hótelbergi árið 2013. Bennett var 17 ára þegar hin meintu brot eiga að hafa átt sér stað en Argento var 37 ára. Þá á Argento að hafa greitt Bennett nær 41 milljón íslenskra króna fyrir að þegja um brotin. Lögreglustjórinn Darren Harris tjáði fjölmiðlum að rannsakendur muni reyna að ná tali af Bennett eða talsmönnum hans vegna ásakananna.Asia Argento og Jimmy Bennett árið 2003. Með þeim á myndinni eru leikararnir og tvíburarnir Dylan og Cole Sprouse.Vísir/GettyÍ gögnum málsins, sem bandaríska dagblaðið New York Times hefur undir höndum, segir að Bennett haldi því fram að hann hafi stundað kynlíf með Argento í umrætt skipti. Samræðisaldur í Kaliforníu er 18 ára. Þá segir Bennett að atvikið hafi haft neikvæð áhrif á starfsferil hans og valdið honum miklu sálrænu tjóni. Argento hefur enn ekki tjáð sig um málið en erlendir fjölmiðlar sem fjallað hafa um ásakanirnar hafa ítrekað leitað eftir viðbrögðum frá henni. Bennett hyggst hvorki tjá sig frekar um gögn málsins né atvikið sjálft fyrr en í fyrsta lagi í dag, þriðjudag. Argento og Bennett fóru með hlutverk mæðgina í kvikmyndinni The Heart Is Deceitful Above All Things árið 2004. Argento steig fram nýverið og sakaði kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að hafa nauðgað sér á hótelherbergi árið 1997. Hún hefur síðan verið einn helsti forsprakki #MeToo-hreyfingarinnar, sem hlaut gríðarlegan meðbyr eftir að fjölmargar konur stigu fram og sökuðu Weinstein um kynferðisofbeldi.
MeToo Tengdar fréttir Argento greiddi ungum leikara fyrir að þegja um meint kynferðisbrot Ítalska leikkonan Asia Argento greiddi ungum manni sem sakaði hana um kynferðisbrot fyrir þagmælsku. Argento er ein af andlitum #MeToo-hreyfingarinnar. 20. ágúst 2018 08:01 „Cannes var veiðilenda fyrir Harvey Weinstein" Leikkonan Asia Argento flutti tilfinningaþrungna ræðu á lokakvöldi kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, þar sem hún sagði frá því að Harvey Weinstein hefði nauðgað henni á hátíðinni fyrir rúmum 20 árum síðan. 20. maí 2018 12:45 Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Þrettán konur stíga fram í umfjöllun bandaríska tímaritsins sem segir frá "verst geymda“ leyndarmáli Hollywood. 10. október 2017 15:53 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Argento greiddi ungum leikara fyrir að þegja um meint kynferðisbrot Ítalska leikkonan Asia Argento greiddi ungum manni sem sakaði hana um kynferðisbrot fyrir þagmælsku. Argento er ein af andlitum #MeToo-hreyfingarinnar. 20. ágúst 2018 08:01
„Cannes var veiðilenda fyrir Harvey Weinstein" Leikkonan Asia Argento flutti tilfinningaþrungna ræðu á lokakvöldi kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, þar sem hún sagði frá því að Harvey Weinstein hefði nauðgað henni á hátíðinni fyrir rúmum 20 árum síðan. 20. maí 2018 12:45
Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Þrettán konur stíga fram í umfjöllun bandaríska tímaritsins sem segir frá "verst geymda“ leyndarmáli Hollywood. 10. október 2017 15:53