Vandinn færður á 1.482 barnafjölskyldur Valgerður Sigurðardóttir skrifar 24. ágúst 2018 07:00 Við vitum að það er að koma haust þegar við byrjum að heyra fréttir af sviknum loforðum meirihlutans í Reykjavík vegna innritunar í leikskóla og frístundaheimili. Á fundi skóla- og frístundaráðs voru kynntar sláandi tölur varðandi þann stóra vanda sem við er að etja í Reykjavíkurborg vegna manneklu.Svikin loforð Alls komast 128 börn ekki inn í leikskóla í haust. Það vantar 62 stöðugildi í leikskóla borgarinnar miðað við grunnstöðugildi í leikskólum og um 23 stöðugildi sem vantar í afleysingu. Það vantar um 34 stöðugildi í grunnskólana. Það vantar um 104 stöðugildi á frístundaheimilum. Þá fá 1.354 börn ekki pláss í frístund í upphafi skólaárs. Þrátt fyrir fögur fyrirheit meirihlutans um að koma til móts við foreldra og dagvistun barna þeirra í kosningabaráttunni sl. vor hefur fátt gerst. Vandinn er raunverulegur og tugir foreldra í Reykjavík standa nú frammi fyrir því að geta ekki sinnt vinnu sinni vegna aðgerðarleysis meirihlutans. Vandi borgarinnar er því færður á fjölskyldur ungra barna. Ástandið sem skapast hefur í leikskólum borgarinnar bitnar þó verst á börnunum. Það vantar um 104 stöðugildi á frístundaheimilum eða 211 starfsmenn. Því fá ekki 1.354 börn pláss í frístund í upphafi skólaárs. Einnig vantar um 34 stöðugildi í grunnskólum. Það lendir því meira álag á því fólki sem vinnur í þessum skólum. Því er ekki furða að kulnun í starfi sé stór vandi hjá þeim sem starfa í grunnskólum. Snúum vörn í sókn Stjórnmálamenn í borginni verða að átta sig á því að borgin þarf að fara að spila sókn svo að þeir fagmenntuðu starfsmenn sem eftir starfa hjá borginni í leik- og grunnskólum hverfi ekki til nágrannasveitarfélaganna. Þeir verða að standa við þau stóru loforð sem hafa verið gefin og hætta að velta vandanum á undan sér. Snúum vörn í sókn fyrir börnin okkar.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Börn og uppeldi Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Við vitum að það er að koma haust þegar við byrjum að heyra fréttir af sviknum loforðum meirihlutans í Reykjavík vegna innritunar í leikskóla og frístundaheimili. Á fundi skóla- og frístundaráðs voru kynntar sláandi tölur varðandi þann stóra vanda sem við er að etja í Reykjavíkurborg vegna manneklu.Svikin loforð Alls komast 128 börn ekki inn í leikskóla í haust. Það vantar 62 stöðugildi í leikskóla borgarinnar miðað við grunnstöðugildi í leikskólum og um 23 stöðugildi sem vantar í afleysingu. Það vantar um 34 stöðugildi í grunnskólana. Það vantar um 104 stöðugildi á frístundaheimilum. Þá fá 1.354 börn ekki pláss í frístund í upphafi skólaárs. Þrátt fyrir fögur fyrirheit meirihlutans um að koma til móts við foreldra og dagvistun barna þeirra í kosningabaráttunni sl. vor hefur fátt gerst. Vandinn er raunverulegur og tugir foreldra í Reykjavík standa nú frammi fyrir því að geta ekki sinnt vinnu sinni vegna aðgerðarleysis meirihlutans. Vandi borgarinnar er því færður á fjölskyldur ungra barna. Ástandið sem skapast hefur í leikskólum borgarinnar bitnar þó verst á börnunum. Það vantar um 104 stöðugildi á frístundaheimilum eða 211 starfsmenn. Því fá ekki 1.354 börn pláss í frístund í upphafi skólaárs. Einnig vantar um 34 stöðugildi í grunnskólum. Það lendir því meira álag á því fólki sem vinnur í þessum skólum. Því er ekki furða að kulnun í starfi sé stór vandi hjá þeim sem starfa í grunnskólum. Snúum vörn í sókn Stjórnmálamenn í borginni verða að átta sig á því að borgin þarf að fara að spila sókn svo að þeir fagmenntuðu starfsmenn sem eftir starfa hjá borginni í leik- og grunnskólum hverfi ekki til nágrannasveitarfélaganna. Þeir verða að standa við þau stóru loforð sem hafa verið gefin og hætta að velta vandanum á undan sér. Snúum vörn í sókn fyrir börnin okkar.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar