Í fílabeinsturni Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 27. ágúst 2018 07:00 Það er mikilvægur eiginleiki að geta sett sig í spor annarra, ekki síst þeirra sem þurfa að hafa mikið fyrir lífsbaráttunni. Það skiptir ekki síst máli að stjórnmálamenn séu færir um þetta en lokist ekki inni í fílabeinsturni þar sem þeir lifa og starfa í þeirri vissu að allir hafi það ágætt, þótt sjálfir hafi þeir það mun betra en flestir. Það ætti að vera forgangsverkefni hverrar ríkisstjórnar á hvaða tíma sem er að leitast við að rétta kjör þeir sem lakast standa hverju sinni. Þá þarf vitanlega að forgangsraða. Ríkisstjórnir virðast þó af einhverjum ástæðum alls ekki áhugasamar um þetta. Ræða ráðamanna um góðæri í landinu er alkunn, en um leið er það svo að fjölmargir einstaklingar verða aldrei varir við það. Þeir eiga nóg með að safna fyrir okurleigunni sem þeim er gert að borga í hverjum mánuði og ekki er langt liðið á mánuðinn þegar kaupið dugar ekki lengur fyrir matarinnkaupum. Það er engan veginn hægt að segja að þetta fólk geti sjálfu sér um kennt. Það er fast í gildru þar sem hver mánuður snýst um að láta lág laun duga eins lengi og hægt er. Alltof oft er eins og stjórnmálamönnunum standi nákvæmlega á sama um kjör þeirra sem þurfa að hafa mikið fyrir því að sjá fyrir sér og sínum. Á hægri væng stjórnmála er viðvarandi skilningsleysi á kjörum þessa hóps og lítill vilji til að leiðrétta þau. Þegar pólitíkusarnir á vinstri væng eru í stjórnarandstöðu þá hrópa þeir slagorð um að bæta þurfi kjör láglaunafólks en þegar þeir komast í ríkisstjórn eru þeir furðu fljótir að gleyma þeim orðum. Þeir eru komnir á þægilegan stað í lífinu og um leið er umhyggja fyrir þeim sem eiga í harðri lífsbaráttu ekki ofarlega í huga þeirra. Það er illa komið fyrir ráðamönnum þegar þeir lokast inni í einkaveröld sinni og eru hættir að geta lesið í umhverfi sitt. Dæmi um þetta er hvernig hið alræmda kjararáð fékk að starfa óáreitt í lengri tíma og taka dæmalausar ákvarðanir um gríðarlegar launahækkanir til fólks sem þegar var með eftirsóknarverð laun. Sljóleiki og viðbragðsleysi stjórnmálamanna gagnvart þessum ákvörðunum kjararáðs sætir furðu. Jafnt og þétt óx gremja almennings sem spurði: Hvað með hækkanir til okkar? Þá varð vitanlega fátt um svör, en loks var kjararáði gert að deyja drottni sínum. Það gerðist hins vegar of seint. Afleiðingarnar eru þær að verkalýðsforingjar boða hörð átök í komandi kjarasamningum. Það er erfitt að hafa samúð með ríkisstjórn, sem með sleni og aðgerðaleysi kallaði yfir sig óróa á vinnumarkaði. Það blasir við, eins og svo oft áður, að rík ástæða er til að rétta hag þeirra sem lægstu launin hafa. Það þarf að gera á þann hátt að kjarabótin verði varanleg. Einmitt þar á áherslan að vera. Um leið þurfa þeir hópar sem þegar eru með góð laun að sýna samfélagslega ábyrgð og gefa eftir í kröfum sínum. Vonandi verður það þeim ekki um megn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikilvægur eiginleiki að geta sett sig í spor annarra, ekki síst þeirra sem þurfa að hafa mikið fyrir lífsbaráttunni. Það skiptir ekki síst máli að stjórnmálamenn séu færir um þetta en lokist ekki inni í fílabeinsturni þar sem þeir lifa og starfa í þeirri vissu að allir hafi það ágætt, þótt sjálfir hafi þeir það mun betra en flestir. Það ætti að vera forgangsverkefni hverrar ríkisstjórnar á hvaða tíma sem er að leitast við að rétta kjör þeir sem lakast standa hverju sinni. Þá þarf vitanlega að forgangsraða. Ríkisstjórnir virðast þó af einhverjum ástæðum alls ekki áhugasamar um þetta. Ræða ráðamanna um góðæri í landinu er alkunn, en um leið er það svo að fjölmargir einstaklingar verða aldrei varir við það. Þeir eiga nóg með að safna fyrir okurleigunni sem þeim er gert að borga í hverjum mánuði og ekki er langt liðið á mánuðinn þegar kaupið dugar ekki lengur fyrir matarinnkaupum. Það er engan veginn hægt að segja að þetta fólk geti sjálfu sér um kennt. Það er fast í gildru þar sem hver mánuður snýst um að láta lág laun duga eins lengi og hægt er. Alltof oft er eins og stjórnmálamönnunum standi nákvæmlega á sama um kjör þeirra sem þurfa að hafa mikið fyrir því að sjá fyrir sér og sínum. Á hægri væng stjórnmála er viðvarandi skilningsleysi á kjörum þessa hóps og lítill vilji til að leiðrétta þau. Þegar pólitíkusarnir á vinstri væng eru í stjórnarandstöðu þá hrópa þeir slagorð um að bæta þurfi kjör láglaunafólks en þegar þeir komast í ríkisstjórn eru þeir furðu fljótir að gleyma þeim orðum. Þeir eru komnir á þægilegan stað í lífinu og um leið er umhyggja fyrir þeim sem eiga í harðri lífsbaráttu ekki ofarlega í huga þeirra. Það er illa komið fyrir ráðamönnum þegar þeir lokast inni í einkaveröld sinni og eru hættir að geta lesið í umhverfi sitt. Dæmi um þetta er hvernig hið alræmda kjararáð fékk að starfa óáreitt í lengri tíma og taka dæmalausar ákvarðanir um gríðarlegar launahækkanir til fólks sem þegar var með eftirsóknarverð laun. Sljóleiki og viðbragðsleysi stjórnmálamanna gagnvart þessum ákvörðunum kjararáðs sætir furðu. Jafnt og þétt óx gremja almennings sem spurði: Hvað með hækkanir til okkar? Þá varð vitanlega fátt um svör, en loks var kjararáði gert að deyja drottni sínum. Það gerðist hins vegar of seint. Afleiðingarnar eru þær að verkalýðsforingjar boða hörð átök í komandi kjarasamningum. Það er erfitt að hafa samúð með ríkisstjórn, sem með sleni og aðgerðaleysi kallaði yfir sig óróa á vinnumarkaði. Það blasir við, eins og svo oft áður, að rík ástæða er til að rétta hag þeirra sem lægstu launin hafa. Það þarf að gera á þann hátt að kjarabótin verði varanleg. Einmitt þar á áherslan að vera. Um leið þurfa þeir hópar sem þegar eru með góð laun að sýna samfélagslega ábyrgð og gefa eftir í kröfum sínum. Vonandi verður það þeim ekki um megn.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar