Í fílabeinsturni Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 27. ágúst 2018 07:00 Það er mikilvægur eiginleiki að geta sett sig í spor annarra, ekki síst þeirra sem þurfa að hafa mikið fyrir lífsbaráttunni. Það skiptir ekki síst máli að stjórnmálamenn séu færir um þetta en lokist ekki inni í fílabeinsturni þar sem þeir lifa og starfa í þeirri vissu að allir hafi það ágætt, þótt sjálfir hafi þeir það mun betra en flestir. Það ætti að vera forgangsverkefni hverrar ríkisstjórnar á hvaða tíma sem er að leitast við að rétta kjör þeir sem lakast standa hverju sinni. Þá þarf vitanlega að forgangsraða. Ríkisstjórnir virðast þó af einhverjum ástæðum alls ekki áhugasamar um þetta. Ræða ráðamanna um góðæri í landinu er alkunn, en um leið er það svo að fjölmargir einstaklingar verða aldrei varir við það. Þeir eiga nóg með að safna fyrir okurleigunni sem þeim er gert að borga í hverjum mánuði og ekki er langt liðið á mánuðinn þegar kaupið dugar ekki lengur fyrir matarinnkaupum. Það er engan veginn hægt að segja að þetta fólk geti sjálfu sér um kennt. Það er fast í gildru þar sem hver mánuður snýst um að láta lág laun duga eins lengi og hægt er. Alltof oft er eins og stjórnmálamönnunum standi nákvæmlega á sama um kjör þeirra sem þurfa að hafa mikið fyrir því að sjá fyrir sér og sínum. Á hægri væng stjórnmála er viðvarandi skilningsleysi á kjörum þessa hóps og lítill vilji til að leiðrétta þau. Þegar pólitíkusarnir á vinstri væng eru í stjórnarandstöðu þá hrópa þeir slagorð um að bæta þurfi kjör láglaunafólks en þegar þeir komast í ríkisstjórn eru þeir furðu fljótir að gleyma þeim orðum. Þeir eru komnir á þægilegan stað í lífinu og um leið er umhyggja fyrir þeim sem eiga í harðri lífsbaráttu ekki ofarlega í huga þeirra. Það er illa komið fyrir ráðamönnum þegar þeir lokast inni í einkaveröld sinni og eru hættir að geta lesið í umhverfi sitt. Dæmi um þetta er hvernig hið alræmda kjararáð fékk að starfa óáreitt í lengri tíma og taka dæmalausar ákvarðanir um gríðarlegar launahækkanir til fólks sem þegar var með eftirsóknarverð laun. Sljóleiki og viðbragðsleysi stjórnmálamanna gagnvart þessum ákvörðunum kjararáðs sætir furðu. Jafnt og þétt óx gremja almennings sem spurði: Hvað með hækkanir til okkar? Þá varð vitanlega fátt um svör, en loks var kjararáði gert að deyja drottni sínum. Það gerðist hins vegar of seint. Afleiðingarnar eru þær að verkalýðsforingjar boða hörð átök í komandi kjarasamningum. Það er erfitt að hafa samúð með ríkisstjórn, sem með sleni og aðgerðaleysi kallaði yfir sig óróa á vinnumarkaði. Það blasir við, eins og svo oft áður, að rík ástæða er til að rétta hag þeirra sem lægstu launin hafa. Það þarf að gera á þann hátt að kjarabótin verði varanleg. Einmitt þar á áherslan að vera. Um leið þurfa þeir hópar sem þegar eru með góð laun að sýna samfélagslega ábyrgð og gefa eftir í kröfum sínum. Vonandi verður það þeim ekki um megn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Það er mikilvægur eiginleiki að geta sett sig í spor annarra, ekki síst þeirra sem þurfa að hafa mikið fyrir lífsbaráttunni. Það skiptir ekki síst máli að stjórnmálamenn séu færir um þetta en lokist ekki inni í fílabeinsturni þar sem þeir lifa og starfa í þeirri vissu að allir hafi það ágætt, þótt sjálfir hafi þeir það mun betra en flestir. Það ætti að vera forgangsverkefni hverrar ríkisstjórnar á hvaða tíma sem er að leitast við að rétta kjör þeir sem lakast standa hverju sinni. Þá þarf vitanlega að forgangsraða. Ríkisstjórnir virðast þó af einhverjum ástæðum alls ekki áhugasamar um þetta. Ræða ráðamanna um góðæri í landinu er alkunn, en um leið er það svo að fjölmargir einstaklingar verða aldrei varir við það. Þeir eiga nóg með að safna fyrir okurleigunni sem þeim er gert að borga í hverjum mánuði og ekki er langt liðið á mánuðinn þegar kaupið dugar ekki lengur fyrir matarinnkaupum. Það er engan veginn hægt að segja að þetta fólk geti sjálfu sér um kennt. Það er fast í gildru þar sem hver mánuður snýst um að láta lág laun duga eins lengi og hægt er. Alltof oft er eins og stjórnmálamönnunum standi nákvæmlega á sama um kjör þeirra sem þurfa að hafa mikið fyrir því að sjá fyrir sér og sínum. Á hægri væng stjórnmála er viðvarandi skilningsleysi á kjörum þessa hóps og lítill vilji til að leiðrétta þau. Þegar pólitíkusarnir á vinstri væng eru í stjórnarandstöðu þá hrópa þeir slagorð um að bæta þurfi kjör láglaunafólks en þegar þeir komast í ríkisstjórn eru þeir furðu fljótir að gleyma þeim orðum. Þeir eru komnir á þægilegan stað í lífinu og um leið er umhyggja fyrir þeim sem eiga í harðri lífsbaráttu ekki ofarlega í huga þeirra. Það er illa komið fyrir ráðamönnum þegar þeir lokast inni í einkaveröld sinni og eru hættir að geta lesið í umhverfi sitt. Dæmi um þetta er hvernig hið alræmda kjararáð fékk að starfa óáreitt í lengri tíma og taka dæmalausar ákvarðanir um gríðarlegar launahækkanir til fólks sem þegar var með eftirsóknarverð laun. Sljóleiki og viðbragðsleysi stjórnmálamanna gagnvart þessum ákvörðunum kjararáðs sætir furðu. Jafnt og þétt óx gremja almennings sem spurði: Hvað með hækkanir til okkar? Þá varð vitanlega fátt um svör, en loks var kjararáði gert að deyja drottni sínum. Það gerðist hins vegar of seint. Afleiðingarnar eru þær að verkalýðsforingjar boða hörð átök í komandi kjarasamningum. Það er erfitt að hafa samúð með ríkisstjórn, sem með sleni og aðgerðaleysi kallaði yfir sig óróa á vinnumarkaði. Það blasir við, eins og svo oft áður, að rík ástæða er til að rétta hag þeirra sem lægstu launin hafa. Það þarf að gera á þann hátt að kjarabótin verði varanleg. Einmitt þar á áherslan að vera. Um leið þurfa þeir hópar sem þegar eru með góð laun að sýna samfélagslega ábyrgð og gefa eftir í kröfum sínum. Vonandi verður það þeim ekki um megn.
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar