Erfitt geti reynst að koma með barnið til landsins Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2018 19:21 Ísraelskt fyrirtæki sem hyggst bjóða Íslendingum upp á milligöngu um staðgöngumæðrun er ekki að fara í kringum íslensk lög á meðan eingöngu er boðið upp á starfsemina erlendis. Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands segir foreldra geta lent í ákveðnum vandræðum við að koma með barnið hingað til lands. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að ísraelska staðgöngumæðrunarfyrirtækið Tammuz nordic hyggst bjóða upp á milligöngu um staðgöngumæðrun hér á landi.Hrefna Friðriksdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.Skjáskot/Stöð 2En innan Íslands er hún ólögeg. Forsvarsmaður fyrirtækisins fullyrðir að þjónustan stangist ekki á við Íslenska löggjöf. Hrefna Friðriksdóttir, prófessor við lagadeild háskóla Íslands, segist í fljótu bragði ekki sjá neitt í íslenskum lögum sem banni þetta. „Íslensku lögin fjalla fyrst og fremst um tæknifrjóvgun sem framkvæmd er hér á landi. Það er bannað að framkvæma frjóvgunina hér í samhenginu staðgöngumæðrun, það er að segja tæknifrjóvgun á konu sem hyggst ganga með barn fyrir einhvern annan,” segir hún. Flækjustigin mismunandi Hún segir að fólk sem nýtir sér þjónustu staðgöngumæðra erlendis geti lent í erfiðleikum með að koma með barnið hingað til lands. Nokkur mál hafi komið upp með mismunandi flækjustigum og í kjölfarið hafi vaknað flóknar spurningar um réttarstöðu barnsins hér á landi. „Flækjustigin eru líka mismunandi. Geta farið eftir því hverjir eiga í hlut, hverjir eru hinir væntanlegu foreldrar, hvert ferðast þau, hvaða reglur gilda í því landi til dæmis um staðgöngumæðrunina sem slíka og hvaða reglur gilda um ríkisborgararétt og þá líka sérstaklega hvaðan kynfrumurnar koma,” bendir hún á. Aðspurð hvort það vanti skýrari reglur um staðgöngumæðrun hér á landi segir hún að óhætt sé að segja það. „Það var hvati að samið var frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Þar var lagt upp með aðleyfa ákveðna tegund staðgöngumæðrunar. Jafnvel þó að menn væru ekki á því þá tel ég að það væri kostur að setja okkur skýrari reglur um hvað það er sem við bönnum eða viljum ekki, og líka tækjum afstöðu til hvernig við ætluðum að framfylgja slíku banni,” segir hún. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telur staðgöngumæðrunarþjónustu ekki brjóta íslensk lög Þrátt fyrir að staðgöngumæðrun sé ólögleg á Íslandi ætlar ísraelskt fyrirtæki að bjóða upp á milligöngu um hana hér á landi í haust. 11. ágúst 2018 10:37 Verða ekki skráðar foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóður Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra þess efnis að tvær íslenskar konur sem eignuðust barn með aðstoð erlendrar staðgöngumóður fái ekki að vera skráðar foreldrar barnsins. 31. mars 2017 08:41 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Sjá meira
Ísraelskt fyrirtæki sem hyggst bjóða Íslendingum upp á milligöngu um staðgöngumæðrun er ekki að fara í kringum íslensk lög á meðan eingöngu er boðið upp á starfsemina erlendis. Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands segir foreldra geta lent í ákveðnum vandræðum við að koma með barnið hingað til lands. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að ísraelska staðgöngumæðrunarfyrirtækið Tammuz nordic hyggst bjóða upp á milligöngu um staðgöngumæðrun hér á landi.Hrefna Friðriksdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.Skjáskot/Stöð 2En innan Íslands er hún ólögeg. Forsvarsmaður fyrirtækisins fullyrðir að þjónustan stangist ekki á við Íslenska löggjöf. Hrefna Friðriksdóttir, prófessor við lagadeild háskóla Íslands, segist í fljótu bragði ekki sjá neitt í íslenskum lögum sem banni þetta. „Íslensku lögin fjalla fyrst og fremst um tæknifrjóvgun sem framkvæmd er hér á landi. Það er bannað að framkvæma frjóvgunina hér í samhenginu staðgöngumæðrun, það er að segja tæknifrjóvgun á konu sem hyggst ganga með barn fyrir einhvern annan,” segir hún. Flækjustigin mismunandi Hún segir að fólk sem nýtir sér þjónustu staðgöngumæðra erlendis geti lent í erfiðleikum með að koma með barnið hingað til lands. Nokkur mál hafi komið upp með mismunandi flækjustigum og í kjölfarið hafi vaknað flóknar spurningar um réttarstöðu barnsins hér á landi. „Flækjustigin eru líka mismunandi. Geta farið eftir því hverjir eiga í hlut, hverjir eru hinir væntanlegu foreldrar, hvert ferðast þau, hvaða reglur gilda í því landi til dæmis um staðgöngumæðrunina sem slíka og hvaða reglur gilda um ríkisborgararétt og þá líka sérstaklega hvaðan kynfrumurnar koma,” bendir hún á. Aðspurð hvort það vanti skýrari reglur um staðgöngumæðrun hér á landi segir hún að óhætt sé að segja það. „Það var hvati að samið var frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Þar var lagt upp með aðleyfa ákveðna tegund staðgöngumæðrunar. Jafnvel þó að menn væru ekki á því þá tel ég að það væri kostur að setja okkur skýrari reglur um hvað það er sem við bönnum eða viljum ekki, og líka tækjum afstöðu til hvernig við ætluðum að framfylgja slíku banni,” segir hún.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telur staðgöngumæðrunarþjónustu ekki brjóta íslensk lög Þrátt fyrir að staðgöngumæðrun sé ólögleg á Íslandi ætlar ísraelskt fyrirtæki að bjóða upp á milligöngu um hana hér á landi í haust. 11. ágúst 2018 10:37 Verða ekki skráðar foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóður Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra þess efnis að tvær íslenskar konur sem eignuðust barn með aðstoð erlendrar staðgöngumóður fái ekki að vera skráðar foreldrar barnsins. 31. mars 2017 08:41 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Sjá meira
Telur staðgöngumæðrunarþjónustu ekki brjóta íslensk lög Þrátt fyrir að staðgöngumæðrun sé ólögleg á Íslandi ætlar ísraelskt fyrirtæki að bjóða upp á milligöngu um hana hér á landi í haust. 11. ágúst 2018 10:37
Verða ekki skráðar foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóður Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra þess efnis að tvær íslenskar konur sem eignuðust barn með aðstoð erlendrar staðgöngumóður fái ekki að vera skráðar foreldrar barnsins. 31. mars 2017 08:41