Óþolandi staða fyrir ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar 8. ágúst 2018 07:00 Fyrirtæki í ferðaþjónustu búa við ósanngjarna samkeppni og undirboð sem ýmist njóta afskiptaleysis eða verndar stjórnvalda. Umsvifamiklir seljendur gistingar á borð við Airbnb komast upp með að innheimta ekki né skila virðisaukaskatti og gistináttaskatti af þeirri sölu. Íbúðareigendur sem leigja út húsnæði til viðskiptavina Airbnb borga mjög víða 90% lægri fasteignagjöld en hótel og gistihús með sambærilega þjónustu. Sérstaklega á það við í Reykjavík, sem virðist lítið hafa sinnt því að leggja á rétt fasteignagjöld. Um allt land starfa svo erlend fyrirtæki í ferðaþjónustu sem skila engum sköttum hér á landi og eru þekkt fyrir að borga starfsfólki langt undir íslenskum töxtum.Allir tapa Ekki vantar opinberar stofnanir til að hafa eftirlit. Vinnumálastofnun, sýslumenn, lögregla, vegaeftirlit, tollstjóri, ríkisskattstjóri og fleiri. En þær vinna illa saman og einbeita sér einkum að löglega skráðu íslensku fyrirtækjunum, þeim sem eru með allt uppi á yfirborðinu og er miskunnarlaust lokað ef út af bregður. Fyrirtæki í ferðaþjónustu tapa. Ríki og sveitarfélög tapa. Samt gengur afar hægt hjá stjórnvöldum að hysja upp um sig brækurnar. Það þarf að berja í borðið Þessi staða er óþolandi fyrir alla sem starfa í ferðaþjónustu. Það er ekki nóg að ráða eftirlitsmenn til að senda bréf. Stofnanir verða að hætta að vísa ábyrgð hver á aðra. Þær verða að láta hendur standa fram úr ermum, krefja söluaðila gistingar um réttmætar skattgreiðslur, leggja rétt fasteignagjöld á íbúðir sem eru leigðar út til ferðamanna og stöðva ólöglegu starfsemina og undirboðin. Samtök ferðaþjónustunnar þurfa að fylgja þessu fast eftir, berja í borðið og sparka mönnum af stað. Samtökin eiga ekki að gefa stjórnvöldum nein grið. Það er gjörsamlega óviðunandi að þessi skakka samkeppnisstaða sé látin viðgangast ár eftir ár.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Þórir Garðarsson Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirtæki í ferðaþjónustu búa við ósanngjarna samkeppni og undirboð sem ýmist njóta afskiptaleysis eða verndar stjórnvalda. Umsvifamiklir seljendur gistingar á borð við Airbnb komast upp með að innheimta ekki né skila virðisaukaskatti og gistináttaskatti af þeirri sölu. Íbúðareigendur sem leigja út húsnæði til viðskiptavina Airbnb borga mjög víða 90% lægri fasteignagjöld en hótel og gistihús með sambærilega þjónustu. Sérstaklega á það við í Reykjavík, sem virðist lítið hafa sinnt því að leggja á rétt fasteignagjöld. Um allt land starfa svo erlend fyrirtæki í ferðaþjónustu sem skila engum sköttum hér á landi og eru þekkt fyrir að borga starfsfólki langt undir íslenskum töxtum.Allir tapa Ekki vantar opinberar stofnanir til að hafa eftirlit. Vinnumálastofnun, sýslumenn, lögregla, vegaeftirlit, tollstjóri, ríkisskattstjóri og fleiri. En þær vinna illa saman og einbeita sér einkum að löglega skráðu íslensku fyrirtækjunum, þeim sem eru með allt uppi á yfirborðinu og er miskunnarlaust lokað ef út af bregður. Fyrirtæki í ferðaþjónustu tapa. Ríki og sveitarfélög tapa. Samt gengur afar hægt hjá stjórnvöldum að hysja upp um sig brækurnar. Það þarf að berja í borðið Þessi staða er óþolandi fyrir alla sem starfa í ferðaþjónustu. Það er ekki nóg að ráða eftirlitsmenn til að senda bréf. Stofnanir verða að hætta að vísa ábyrgð hver á aðra. Þær verða að láta hendur standa fram úr ermum, krefja söluaðila gistingar um réttmætar skattgreiðslur, leggja rétt fasteignagjöld á íbúðir sem eru leigðar út til ferðamanna og stöðva ólöglegu starfsemina og undirboðin. Samtök ferðaþjónustunnar þurfa að fylgja þessu fast eftir, berja í borðið og sparka mönnum af stað. Samtökin eiga ekki að gefa stjórnvöldum nein grið. Það er gjörsamlega óviðunandi að þessi skakka samkeppnisstaða sé látin viðgangast ár eftir ár.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun