Birti myndband þar sem hún var áreitt og lamin úti á götu Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júlí 2018 16:53 Laguerre sést íklædd rauðum kjól á þessum skjáskotum. Á myndinni til vinstri er maðurinn byrjaður að áreita hana. Á hinni myndinni sést hann slá hana í andlitið. Skjáskot/Youtube Frönsk kona, sem var áreitt og lamin á göngu sinni um París, segir tímabært að stöðva kynferðislega áreitni á götum borgarinnar. Horft hefur verið yfir milljón sinnum á myndband af árásinni sem konan deildi sjálf á YouTube. Konan heitir Marie Laguerre og er 22 ára. Árásin átti sér stað fyrir utan veitingastað í París. Að sögn Laguerre var hún á leið heim úr vinnu á þriðjudag í síðustu viku þegar maðurinn hóf að áreita hana og niðurlægja með kynferðislegum aðdróttunum. Laguerre segist hafa fengið sig fullsadda af hegðun mannsins og skipað honum að þegja. Maðurinn brást þá ókvæða við og kastaði í hana öskubakka en hæfði hana ekki. Laguerre og maðurinn áttu þar á eftir í einhverjum orðaskiptum þangað til maðurinn gekk skyndilega upp að henni og lamdi hana. Atvikið náðist á öryggismyndavél veitingastaðarins en myndbandið má sjá hér að neðan.Laguerre segist fyrst hafa farið rakleiðis heim eftir að maðurinn réðst á hana. Eftir nokkra umhugsun hafi hún þó ákveðið að snúa vörn í sókn, sneri aftur á veitingastaðinn og fékk eigandann til að láta sig hafa myndbandsupptökuna. „Ég get ekki haldið mér saman og við munum ekki þegja lengur,“ skrifaði Laguerre í færslu um málið á Facebook. Málið hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og kalla margir eftir því að frönsk yfirvöld herði eftirlit með kynferðislegri áreitni á götum úti. Gert er ráð fyrir að fyrstu sektir fyrir áreitni af þessu tagi verði gefnar í haust en þeir sem uppvísir verða að brotunum munu þurfa að borga allt að 750 evra sekt, eða um 90 þúsund krónur íslenskar. MeToo Tengdar fréttir Fjögurra ára gömul klippa af kynferðislegri áreitni X Factor-dómara vekur reiði netverja Að endingu stöðvar Mel B viðtalið og spyr Walsh af hverju hann sé að grípa um afturendann á sér. 10. júlí 2018 11:45 Brást hratt við kynferðislegri áreitni Emelia Holden 21 árs þjónustustúlka á veitingastað, hikaði ekki við að taka málin í sínar eigin hendur þegar að maður gekk fram hjá henni og strauk afturenda hennar. 22. júlí 2018 22:41 Greina frá kynferðislegri áreitni á McDonald's Tíu starfsmenn skyndibitakeðjunnar McDonald's í Bandaríkjunum hafa á síðustu dögum kvartað vegna kynferðislegrar áreitni á vinnustaðnum. 23. maí 2018 06:34 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Frönsk kona, sem var áreitt og lamin á göngu sinni um París, segir tímabært að stöðva kynferðislega áreitni á götum borgarinnar. Horft hefur verið yfir milljón sinnum á myndband af árásinni sem konan deildi sjálf á YouTube. Konan heitir Marie Laguerre og er 22 ára. Árásin átti sér stað fyrir utan veitingastað í París. Að sögn Laguerre var hún á leið heim úr vinnu á þriðjudag í síðustu viku þegar maðurinn hóf að áreita hana og niðurlægja með kynferðislegum aðdróttunum. Laguerre segist hafa fengið sig fullsadda af hegðun mannsins og skipað honum að þegja. Maðurinn brást þá ókvæða við og kastaði í hana öskubakka en hæfði hana ekki. Laguerre og maðurinn áttu þar á eftir í einhverjum orðaskiptum þangað til maðurinn gekk skyndilega upp að henni og lamdi hana. Atvikið náðist á öryggismyndavél veitingastaðarins en myndbandið má sjá hér að neðan.Laguerre segist fyrst hafa farið rakleiðis heim eftir að maðurinn réðst á hana. Eftir nokkra umhugsun hafi hún þó ákveðið að snúa vörn í sókn, sneri aftur á veitingastaðinn og fékk eigandann til að láta sig hafa myndbandsupptökuna. „Ég get ekki haldið mér saman og við munum ekki þegja lengur,“ skrifaði Laguerre í færslu um málið á Facebook. Málið hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og kalla margir eftir því að frönsk yfirvöld herði eftirlit með kynferðislegri áreitni á götum úti. Gert er ráð fyrir að fyrstu sektir fyrir áreitni af þessu tagi verði gefnar í haust en þeir sem uppvísir verða að brotunum munu þurfa að borga allt að 750 evra sekt, eða um 90 þúsund krónur íslenskar.
MeToo Tengdar fréttir Fjögurra ára gömul klippa af kynferðislegri áreitni X Factor-dómara vekur reiði netverja Að endingu stöðvar Mel B viðtalið og spyr Walsh af hverju hann sé að grípa um afturendann á sér. 10. júlí 2018 11:45 Brást hratt við kynferðislegri áreitni Emelia Holden 21 árs þjónustustúlka á veitingastað, hikaði ekki við að taka málin í sínar eigin hendur þegar að maður gekk fram hjá henni og strauk afturenda hennar. 22. júlí 2018 22:41 Greina frá kynferðislegri áreitni á McDonald's Tíu starfsmenn skyndibitakeðjunnar McDonald's í Bandaríkjunum hafa á síðustu dögum kvartað vegna kynferðislegrar áreitni á vinnustaðnum. 23. maí 2018 06:34 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Fjögurra ára gömul klippa af kynferðislegri áreitni X Factor-dómara vekur reiði netverja Að endingu stöðvar Mel B viðtalið og spyr Walsh af hverju hann sé að grípa um afturendann á sér. 10. júlí 2018 11:45
Brást hratt við kynferðislegri áreitni Emelia Holden 21 árs þjónustustúlka á veitingastað, hikaði ekki við að taka málin í sínar eigin hendur þegar að maður gekk fram hjá henni og strauk afturenda hennar. 22. júlí 2018 22:41
Greina frá kynferðislegri áreitni á McDonald's Tíu starfsmenn skyndibitakeðjunnar McDonald's í Bandaríkjunum hafa á síðustu dögum kvartað vegna kynferðislegrar áreitni á vinnustaðnum. 23. maí 2018 06:34