Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. júlí 2018 06:26 Michael Cohen hljóðritaði fundi sína með Donald Trump. VÍSIR/AFP CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. Um er að ræða upptökur sem þáverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, Michael Cohen, gerði meðan hann starfaði fyrir Donald Trump. Í upptökunni sem opinberuð var í gær má heyra Trump og Cohen ræða um að kaupa réttinn að frásögn Playboy-fyrirsætunnar Karen McDougal. Hún heldur því fram að hún og Trump hafi átt í sambandi fyrir um áratug. Hljóðbrotið má heyra hér að neðan. Núverandi lögmaður Cohen lét CNN upptökuna í té enda segir hann upptökuna sanna að skjólstæðingur sinn hafi ekkert sér til saka unnið. Cohen hafi viljað ganga frá greiðslunni eftir löglegum leiðum á meðan Trump krafðist þess að greiðslan yrði innt af hendi með reiðufé. Samtalið átti sér stað í september árið 2016, um tveimur mánuðum fyrir forsetakosningarnar.Sjá einnig: Segir það „mögulega ólöglegt“ að taka upp skjólstæðing sinnAð endingu var það tímaritið National Enquirer sem keypti réttinn að frásögn McDougal fyrir 150 þúsund dali. Tímaritið keypti réttinn til þess eins að birta ekki frásögnina - aðferð sem reglulega er notuð til að þagga niður í óþægilegum málum. Stjórnandi móðurfyrirtækis tímaritsins er David Pecker, náinn vinur og bandamaður Bandaríkjaforseta. Fyrst var greint frá tilvist Cohen-upptakanna í liðinni viku. Lögmaðurinn var einn nánasti samstarfsmaður Trump en sætir nú lögreglurannsókn vegna grunsamlegra fjármálagjörninga. Talið er að Cohen hafi lofað lögreglunni samstarfsvilja sínum með það fyrir augum að hljóta vægari refsingu. Samstarfsvilji Cohen myndi koma Trump sér illa, í ljósi náins sambands þeirra í gegnum árin. Upptökuna sem birtist á CNN má nálgast hér að neðan. Á henni má heyra brot úr samtali Trump og Cohen. Upptakan er þó nokkuð slitrótt og því erfitt að heyra fullkomlega hvert samhengi samtalsins er. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir það „mögulega ólöglegt“ að taka upp skjólstæðing sinn Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um upptöku sem alríkislögreglan lagði hald á. 21. júlí 2018 13:42 Playboy-fyrirsæta fær loks að segja sannleikann um Trump Fyrrum Playboy-fyrirsætan Karen McDougal hefur gert dómssátt sem gerir henni kleift að tjá sig um kynni sín við Donald Trump fyrir rúmum áratug síðan. 18. apríl 2018 23:50 Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. 20. júlí 2018 16:34 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Sjá meira
CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. Um er að ræða upptökur sem þáverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, Michael Cohen, gerði meðan hann starfaði fyrir Donald Trump. Í upptökunni sem opinberuð var í gær má heyra Trump og Cohen ræða um að kaupa réttinn að frásögn Playboy-fyrirsætunnar Karen McDougal. Hún heldur því fram að hún og Trump hafi átt í sambandi fyrir um áratug. Hljóðbrotið má heyra hér að neðan. Núverandi lögmaður Cohen lét CNN upptökuna í té enda segir hann upptökuna sanna að skjólstæðingur sinn hafi ekkert sér til saka unnið. Cohen hafi viljað ganga frá greiðslunni eftir löglegum leiðum á meðan Trump krafðist þess að greiðslan yrði innt af hendi með reiðufé. Samtalið átti sér stað í september árið 2016, um tveimur mánuðum fyrir forsetakosningarnar.Sjá einnig: Segir það „mögulega ólöglegt“ að taka upp skjólstæðing sinnAð endingu var það tímaritið National Enquirer sem keypti réttinn að frásögn McDougal fyrir 150 þúsund dali. Tímaritið keypti réttinn til þess eins að birta ekki frásögnina - aðferð sem reglulega er notuð til að þagga niður í óþægilegum málum. Stjórnandi móðurfyrirtækis tímaritsins er David Pecker, náinn vinur og bandamaður Bandaríkjaforseta. Fyrst var greint frá tilvist Cohen-upptakanna í liðinni viku. Lögmaðurinn var einn nánasti samstarfsmaður Trump en sætir nú lögreglurannsókn vegna grunsamlegra fjármálagjörninga. Talið er að Cohen hafi lofað lögreglunni samstarfsvilja sínum með það fyrir augum að hljóta vægari refsingu. Samstarfsvilji Cohen myndi koma Trump sér illa, í ljósi náins sambands þeirra í gegnum árin. Upptökuna sem birtist á CNN má nálgast hér að neðan. Á henni má heyra brot úr samtali Trump og Cohen. Upptakan er þó nokkuð slitrótt og því erfitt að heyra fullkomlega hvert samhengi samtalsins er.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir það „mögulega ólöglegt“ að taka upp skjólstæðing sinn Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um upptöku sem alríkislögreglan lagði hald á. 21. júlí 2018 13:42 Playboy-fyrirsæta fær loks að segja sannleikann um Trump Fyrrum Playboy-fyrirsætan Karen McDougal hefur gert dómssátt sem gerir henni kleift að tjá sig um kynni sín við Donald Trump fyrir rúmum áratug síðan. 18. apríl 2018 23:50 Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. 20. júlí 2018 16:34 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Sjá meira
Segir það „mögulega ólöglegt“ að taka upp skjólstæðing sinn Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um upptöku sem alríkislögreglan lagði hald á. 21. júlí 2018 13:42
Playboy-fyrirsæta fær loks að segja sannleikann um Trump Fyrrum Playboy-fyrirsætan Karen McDougal hefur gert dómssátt sem gerir henni kleift að tjá sig um kynni sín við Donald Trump fyrir rúmum áratug síðan. 18. apríl 2018 23:50
Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. 20. júlí 2018 16:34