Sjá enga möguleika á því að koma til móts við kröfur ljósmæðra Elín Margrét Böðvarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 11. júlí 2018 20:17 Fundurinn í dag bar ekki árangur. Að óbreyttu verður ekki boðað til nýs fundar. Vísir/Stöð 2 Fundi milli samninganefnda ljósmæðra og ríkisins lauk laust eftir klukkan fjögur í dag. Fundurinn bar ekki árangur og að óbreyttu verður ekki boðað til nýs fundar að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara. Fulltrúar samninganefndanna segja enga lausn vera í sjónmáli að svo stöddu. „Því miður höfnuðu ljósmæður því tilboði sem við lögðum fyrir þær þannig að þetta var án árangurs,“ segir Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins. „Í þessu tilboði fólst tvennt. Annars vegar vorum við að koma til móts við, að við töldum, meginkröfu þeirra um að minnka vinnuálag hjá þeim sem vinna vaktavinnu og hitt sem við vorum að reyna að koma til móts við var að þær launahækkanir, launabreytingar sem þær fengju, yrðu í takt við og í samræmi við BHM,“ bætir Gunnar við. Það boð dugar ekki til að sögn ljósmæðra.Guðlaug María Sigurðsdóttir, sem situr í samninganefnd ljósmæðra segir að ríkisvaldið beri ábyrgðina.Vísir/Stöð 2„Það vantar svo mikið upp á vegna þess að þessi tillaga, hún gengur aðallega út á það að ljósmæður sem eru í vaktavinnu fá breytingu á vinnutíma en í rauninni ekki beina launahækkun heldur frítökurétt á móti því að lækka vaktaálag,“ segir Guðlaug María Sigurðardóttir sem situr í samninganefnd ljósmæðra. Aðspurð segir hún að ljósmæður fari fram á milli 17-18% launahækkun en í því felist meðal annars 170 milljónir á ári sem myndu deilast niður á níu stofnanir, á allar ljósmæður sem starfa eftir kjarasamningi Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins. Í ályktun sem Kjaranefnd Ljósmæðrafélags Íslands sendi frá sér eftir fundinn segir að þær fari þannig fram á 110 milljónir króna frá velferðarráðuneytinu, [til viðbótar við þær 60 milljónir sem ráðuneytið hafði þegar lagt til í viðræðunum] sem myndu þá nýtast við gerð stofnsamninga í þeim tilgangi að leiðrétta launasetningu ljósmæðra. „Miðað við það hvernig þær hafa sett fram sínar kröfur og hversu háar þær eru, þá sjáum við enga möguleika á að koma til móts við þær,“ ítrekar Gunnar. Aðspurður hvort tilboð ríkisins hefði hlotið hljómgrunn, svarar Gunnar því til að ljósmæður hefðu haldið fast í þær kröfur sem þær settu fram á síðasta fundi sem hann segir að séu með öllu óaðgengilegar. Þegar hefur fjöldi uppsagna ljósmæðra tekið gildi og yfirvinnubann hefst að óbreyttu þann 18.júlí. „Ríkisvaldið ber ábyrgðina. Við getum ekki borið ábyrgð á því,“ segir Guðlaug María.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður og ríkið funda í dag Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins fer fram í dag klukkan tvö. 11. júlí 2018 06:00 Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins í „algjörum hnút“ Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú rétt fyrir klukkan 16 án niðurstöðu. 11. júlí 2018 15:57 Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Fleiri fréttir Brúðkaupsferðin til Íslands reyndist sú síðasta Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Sjá meira
Fundi milli samninganefnda ljósmæðra og ríkisins lauk laust eftir klukkan fjögur í dag. Fundurinn bar ekki árangur og að óbreyttu verður ekki boðað til nýs fundar að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara. Fulltrúar samninganefndanna segja enga lausn vera í sjónmáli að svo stöddu. „Því miður höfnuðu ljósmæður því tilboði sem við lögðum fyrir þær þannig að þetta var án árangurs,“ segir Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins. „Í þessu tilboði fólst tvennt. Annars vegar vorum við að koma til móts við, að við töldum, meginkröfu þeirra um að minnka vinnuálag hjá þeim sem vinna vaktavinnu og hitt sem við vorum að reyna að koma til móts við var að þær launahækkanir, launabreytingar sem þær fengju, yrðu í takt við og í samræmi við BHM,“ bætir Gunnar við. Það boð dugar ekki til að sögn ljósmæðra.Guðlaug María Sigurðsdóttir, sem situr í samninganefnd ljósmæðra segir að ríkisvaldið beri ábyrgðina.Vísir/Stöð 2„Það vantar svo mikið upp á vegna þess að þessi tillaga, hún gengur aðallega út á það að ljósmæður sem eru í vaktavinnu fá breytingu á vinnutíma en í rauninni ekki beina launahækkun heldur frítökurétt á móti því að lækka vaktaálag,“ segir Guðlaug María Sigurðardóttir sem situr í samninganefnd ljósmæðra. Aðspurð segir hún að ljósmæður fari fram á milli 17-18% launahækkun en í því felist meðal annars 170 milljónir á ári sem myndu deilast niður á níu stofnanir, á allar ljósmæður sem starfa eftir kjarasamningi Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins. Í ályktun sem Kjaranefnd Ljósmæðrafélags Íslands sendi frá sér eftir fundinn segir að þær fari þannig fram á 110 milljónir króna frá velferðarráðuneytinu, [til viðbótar við þær 60 milljónir sem ráðuneytið hafði þegar lagt til í viðræðunum] sem myndu þá nýtast við gerð stofnsamninga í þeim tilgangi að leiðrétta launasetningu ljósmæðra. „Miðað við það hvernig þær hafa sett fram sínar kröfur og hversu háar þær eru, þá sjáum við enga möguleika á að koma til móts við þær,“ ítrekar Gunnar. Aðspurður hvort tilboð ríkisins hefði hlotið hljómgrunn, svarar Gunnar því til að ljósmæður hefðu haldið fast í þær kröfur sem þær settu fram á síðasta fundi sem hann segir að séu með öllu óaðgengilegar. Þegar hefur fjöldi uppsagna ljósmæðra tekið gildi og yfirvinnubann hefst að óbreyttu þann 18.júlí. „Ríkisvaldið ber ábyrgðina. Við getum ekki borið ábyrgð á því,“ segir Guðlaug María.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður og ríkið funda í dag Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins fer fram í dag klukkan tvö. 11. júlí 2018 06:00 Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins í „algjörum hnút“ Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú rétt fyrir klukkan 16 án niðurstöðu. 11. júlí 2018 15:57 Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Fleiri fréttir Brúðkaupsferðin til Íslands reyndist sú síðasta Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Sjá meira
Ljósmæður og ríkið funda í dag Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins fer fram í dag klukkan tvö. 11. júlí 2018 06:00
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins í „algjörum hnút“ Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú rétt fyrir klukkan 16 án niðurstöðu. 11. júlí 2018 15:57
Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45