Sjá enga möguleika á því að koma til móts við kröfur ljósmæðra Elín Margrét Böðvarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 11. júlí 2018 20:17 Fundurinn í dag bar ekki árangur. Að óbreyttu verður ekki boðað til nýs fundar. Vísir/Stöð 2 Fundi milli samninganefnda ljósmæðra og ríkisins lauk laust eftir klukkan fjögur í dag. Fundurinn bar ekki árangur og að óbreyttu verður ekki boðað til nýs fundar að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara. Fulltrúar samninganefndanna segja enga lausn vera í sjónmáli að svo stöddu. „Því miður höfnuðu ljósmæður því tilboði sem við lögðum fyrir þær þannig að þetta var án árangurs,“ segir Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins. „Í þessu tilboði fólst tvennt. Annars vegar vorum við að koma til móts við, að við töldum, meginkröfu þeirra um að minnka vinnuálag hjá þeim sem vinna vaktavinnu og hitt sem við vorum að reyna að koma til móts við var að þær launahækkanir, launabreytingar sem þær fengju, yrðu í takt við og í samræmi við BHM,“ bætir Gunnar við. Það boð dugar ekki til að sögn ljósmæðra.Guðlaug María Sigurðsdóttir, sem situr í samninganefnd ljósmæðra segir að ríkisvaldið beri ábyrgðina.Vísir/Stöð 2„Það vantar svo mikið upp á vegna þess að þessi tillaga, hún gengur aðallega út á það að ljósmæður sem eru í vaktavinnu fá breytingu á vinnutíma en í rauninni ekki beina launahækkun heldur frítökurétt á móti því að lækka vaktaálag,“ segir Guðlaug María Sigurðardóttir sem situr í samninganefnd ljósmæðra. Aðspurð segir hún að ljósmæður fari fram á milli 17-18% launahækkun en í því felist meðal annars 170 milljónir á ári sem myndu deilast niður á níu stofnanir, á allar ljósmæður sem starfa eftir kjarasamningi Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins. Í ályktun sem Kjaranefnd Ljósmæðrafélags Íslands sendi frá sér eftir fundinn segir að þær fari þannig fram á 110 milljónir króna frá velferðarráðuneytinu, [til viðbótar við þær 60 milljónir sem ráðuneytið hafði þegar lagt til í viðræðunum] sem myndu þá nýtast við gerð stofnsamninga í þeim tilgangi að leiðrétta launasetningu ljósmæðra. „Miðað við það hvernig þær hafa sett fram sínar kröfur og hversu háar þær eru, þá sjáum við enga möguleika á að koma til móts við þær,“ ítrekar Gunnar. Aðspurður hvort tilboð ríkisins hefði hlotið hljómgrunn, svarar Gunnar því til að ljósmæður hefðu haldið fast í þær kröfur sem þær settu fram á síðasta fundi sem hann segir að séu með öllu óaðgengilegar. Þegar hefur fjöldi uppsagna ljósmæðra tekið gildi og yfirvinnubann hefst að óbreyttu þann 18.júlí. „Ríkisvaldið ber ábyrgðina. Við getum ekki borið ábyrgð á því,“ segir Guðlaug María.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður og ríkið funda í dag Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins fer fram í dag klukkan tvö. 11. júlí 2018 06:00 Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins í „algjörum hnút“ Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú rétt fyrir klukkan 16 án niðurstöðu. 11. júlí 2018 15:57 Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Sjá meira
Fundi milli samninganefnda ljósmæðra og ríkisins lauk laust eftir klukkan fjögur í dag. Fundurinn bar ekki árangur og að óbreyttu verður ekki boðað til nýs fundar að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara. Fulltrúar samninganefndanna segja enga lausn vera í sjónmáli að svo stöddu. „Því miður höfnuðu ljósmæður því tilboði sem við lögðum fyrir þær þannig að þetta var án árangurs,“ segir Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins. „Í þessu tilboði fólst tvennt. Annars vegar vorum við að koma til móts við, að við töldum, meginkröfu þeirra um að minnka vinnuálag hjá þeim sem vinna vaktavinnu og hitt sem við vorum að reyna að koma til móts við var að þær launahækkanir, launabreytingar sem þær fengju, yrðu í takt við og í samræmi við BHM,“ bætir Gunnar við. Það boð dugar ekki til að sögn ljósmæðra.Guðlaug María Sigurðsdóttir, sem situr í samninganefnd ljósmæðra segir að ríkisvaldið beri ábyrgðina.Vísir/Stöð 2„Það vantar svo mikið upp á vegna þess að þessi tillaga, hún gengur aðallega út á það að ljósmæður sem eru í vaktavinnu fá breytingu á vinnutíma en í rauninni ekki beina launahækkun heldur frítökurétt á móti því að lækka vaktaálag,“ segir Guðlaug María Sigurðardóttir sem situr í samninganefnd ljósmæðra. Aðspurð segir hún að ljósmæður fari fram á milli 17-18% launahækkun en í því felist meðal annars 170 milljónir á ári sem myndu deilast niður á níu stofnanir, á allar ljósmæður sem starfa eftir kjarasamningi Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins. Í ályktun sem Kjaranefnd Ljósmæðrafélags Íslands sendi frá sér eftir fundinn segir að þær fari þannig fram á 110 milljónir króna frá velferðarráðuneytinu, [til viðbótar við þær 60 milljónir sem ráðuneytið hafði þegar lagt til í viðræðunum] sem myndu þá nýtast við gerð stofnsamninga í þeim tilgangi að leiðrétta launasetningu ljósmæðra. „Miðað við það hvernig þær hafa sett fram sínar kröfur og hversu háar þær eru, þá sjáum við enga möguleika á að koma til móts við þær,“ ítrekar Gunnar. Aðspurður hvort tilboð ríkisins hefði hlotið hljómgrunn, svarar Gunnar því til að ljósmæður hefðu haldið fast í þær kröfur sem þær settu fram á síðasta fundi sem hann segir að séu með öllu óaðgengilegar. Þegar hefur fjöldi uppsagna ljósmæðra tekið gildi og yfirvinnubann hefst að óbreyttu þann 18.júlí. „Ríkisvaldið ber ábyrgðina. Við getum ekki borið ábyrgð á því,“ segir Guðlaug María.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður og ríkið funda í dag Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins fer fram í dag klukkan tvö. 11. júlí 2018 06:00 Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins í „algjörum hnút“ Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú rétt fyrir klukkan 16 án niðurstöðu. 11. júlí 2018 15:57 Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Sjá meira
Ljósmæður og ríkið funda í dag Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins fer fram í dag klukkan tvö. 11. júlí 2018 06:00
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins í „algjörum hnút“ Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú rétt fyrir klukkan 16 án niðurstöðu. 11. júlí 2018 15:57
Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45