Trump segir May hafa gert út um fríverslunarsamning með „mjúka“ Brexit Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júlí 2018 23:40 Donald Trump, Bandaríkjanna, er ekki hrifin af þeim áherslum sem May undirstrikað með núverandi Brexit-samningum. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði það ólíklegt að Bretar fengju þann viðskiptasamning við Bandaríkin sem þeir væntu ef Brexit-samningar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, verða ofan á. Um þá áætlun hefur verið viðhaft hugtakið „mjúkt“ Brexit. Þetta sagði forsetinn í samtali við breska götublaðið The Sun og bætti við að áætlun May myndi gera út um verslunarsamninginn. Trump sagðist hafa ráðlagt May hvernig hún ætti að haga Brexit-samningum en hann hafi greinilega talað fyrir daufum eyrum. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur reynt að nota tækifærið á meðan á dvöl forsetans stendur til að mæla fyrir fríverslunarsamningum landanna á milli.Vísir/apTrump er þessa dagana staddur á Bretlandseyjum í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem forseti Bandaríkjanna. Á fundi þjóðarleiðtoganna hefur May unnið að því að ná fríverslunarsamningi við Bandaríkin. Hún hélt því fram að úrsögn Breta úr Evrópusambandinu væri tækifæri til að auka hagvöxt bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Trump sagði að uppkastið að núverandi Brexit-samningum væri ekki það sem kjósendur kölluðu eftir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit árið 2016. Áður hefur Trump sagt að Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, yrði frábær forsætisráðherra en að May væri indælis manneskja.Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ekki ánægður með að May hafi ekki farið eftir ráðleggingum hans um hvernig hún ætti að haga Brexit-samningum.Vísir/APÓreiðuástand hefur verið uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og ráðherra útgöngumála sögðu af sér í vikunni. Fyrir helgi fullyrti May að ríkisstjórnin hefði komist að langþráðu samkomulagi um hvernig ætti að haga útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Ráðherrarnir sem sögðu af sér, David Davis og Boris Johnson, vildu að May tæki harðari afstöðu í málefnum Brexit en þrátt fyrir það hyggst May ætla haga Brexit-samningum samkvæmt sinni sannfæringu. Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05 Jeremy Hunt nýr utanríkisráðherra Bretlands Mitt í óreiðuástandinu sem er uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag var Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbriðisráðherra í ríkisstjórn Thereseu May, skipaður nýr utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 22:17 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði það ólíklegt að Bretar fengju þann viðskiptasamning við Bandaríkin sem þeir væntu ef Brexit-samningar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, verða ofan á. Um þá áætlun hefur verið viðhaft hugtakið „mjúkt“ Brexit. Þetta sagði forsetinn í samtali við breska götublaðið The Sun og bætti við að áætlun May myndi gera út um verslunarsamninginn. Trump sagðist hafa ráðlagt May hvernig hún ætti að haga Brexit-samningum en hann hafi greinilega talað fyrir daufum eyrum. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur reynt að nota tækifærið á meðan á dvöl forsetans stendur til að mæla fyrir fríverslunarsamningum landanna á milli.Vísir/apTrump er þessa dagana staddur á Bretlandseyjum í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem forseti Bandaríkjanna. Á fundi þjóðarleiðtoganna hefur May unnið að því að ná fríverslunarsamningi við Bandaríkin. Hún hélt því fram að úrsögn Breta úr Evrópusambandinu væri tækifæri til að auka hagvöxt bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Trump sagði að uppkastið að núverandi Brexit-samningum væri ekki það sem kjósendur kölluðu eftir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit árið 2016. Áður hefur Trump sagt að Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, yrði frábær forsætisráðherra en að May væri indælis manneskja.Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ekki ánægður með að May hafi ekki farið eftir ráðleggingum hans um hvernig hún ætti að haga Brexit-samningum.Vísir/APÓreiðuástand hefur verið uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og ráðherra útgöngumála sögðu af sér í vikunni. Fyrir helgi fullyrti May að ríkisstjórnin hefði komist að langþráðu samkomulagi um hvernig ætti að haga útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Ráðherrarnir sem sögðu af sér, David Davis og Boris Johnson, vildu að May tæki harðari afstöðu í málefnum Brexit en þrátt fyrir það hyggst May ætla haga Brexit-samningum samkvæmt sinni sannfæringu.
Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05 Jeremy Hunt nýr utanríkisráðherra Bretlands Mitt í óreiðuástandinu sem er uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag var Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbriðisráðherra í ríkisstjórn Thereseu May, skipaður nýr utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 22:17 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Sjá meira
Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05
Jeremy Hunt nýr utanríkisráðherra Bretlands Mitt í óreiðuástandinu sem er uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag var Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbriðisráðherra í ríkisstjórn Thereseu May, skipaður nýr utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 22:17