Verslun virkar Davíð Þorláksson skrifar 18. júlí 2018 07:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hafið tollastríð með því að leggja tolla á stál, ál, kínverskar vörur auk þess sem boðaðir hafa verið tollar á bíla og bílahluti. Það er gert undir því yfirskyni að verið sé að standa vörð um störf heima fyrir með því að leggja tolla á erlend ríki. Þetta hefur vakið lukku hjá sumum kjósendum hans, en atvinnulífið er ekki sátt. Tollar Trumps eru nefnilega ekkert annað en skattahækkun á bandaríska neytendur og fyrirtæki. Þar á meðal eru framleiðendur, bændur og tæknifyrirtæki sem munu öll borga meira fyrir algengar vörur og efni. Kína, Evrópusambandið, Mexíkó og Kanada hafa svarað fyrir sig með því að leggja á, eða tilkynna um, tolla fyrir milljarða dollara. Þau viðbrögð voru vel fyrirsjáanleg. Þeir tollar munu gera bandarískar vörur dýrari sem mun leiða til minni sölu og tapaðra starfa. Helmingur allra starfa í framleiðslu í Bandaríkjunum reiða sig á útflutning og í eina af hverjum þremur ekrum af ræktarlandi er plantað fyrir útflutning. Aðgerðir Trumps ógna allt að 2,6 milljónum starfa og gætu haft mjög slæm áhrif á hagkerfið. Sömu sögu er að segja af hinum löndunum. Í tollastríði, eins og stríði almennt, eru engir sigurvegarar. Verslun og viðskipti eru nefnilega ekki bara einkamál fyrirtækja. Frjáls viðskipti fjölga störfum og auka svigrúm til launahækkana. Þau skila gjaldeyri og sköttum sem standa undir velferðarkerfinu. Trump hefur breytt flaggskipi kapítalismans að þessu leyti í gamaldags land sem leggur stein í götu verslunar og viðskipta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Donald Trump Viðskipti Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hafið tollastríð með því að leggja tolla á stál, ál, kínverskar vörur auk þess sem boðaðir hafa verið tollar á bíla og bílahluti. Það er gert undir því yfirskyni að verið sé að standa vörð um störf heima fyrir með því að leggja tolla á erlend ríki. Þetta hefur vakið lukku hjá sumum kjósendum hans, en atvinnulífið er ekki sátt. Tollar Trumps eru nefnilega ekkert annað en skattahækkun á bandaríska neytendur og fyrirtæki. Þar á meðal eru framleiðendur, bændur og tæknifyrirtæki sem munu öll borga meira fyrir algengar vörur og efni. Kína, Evrópusambandið, Mexíkó og Kanada hafa svarað fyrir sig með því að leggja á, eða tilkynna um, tolla fyrir milljarða dollara. Þau viðbrögð voru vel fyrirsjáanleg. Þeir tollar munu gera bandarískar vörur dýrari sem mun leiða til minni sölu og tapaðra starfa. Helmingur allra starfa í framleiðslu í Bandaríkjunum reiða sig á útflutning og í eina af hverjum þremur ekrum af ræktarlandi er plantað fyrir útflutning. Aðgerðir Trumps ógna allt að 2,6 milljónum starfa og gætu haft mjög slæm áhrif á hagkerfið. Sömu sögu er að segja af hinum löndunum. Í tollastríði, eins og stríði almennt, eru engir sigurvegarar. Verslun og viðskipti eru nefnilega ekki bara einkamál fyrirtækja. Frjáls viðskipti fjölga störfum og auka svigrúm til launahækkana. Þau skila gjaldeyri og sköttum sem standa undir velferðarkerfinu. Trump hefur breytt flaggskipi kapítalismans að þessu leyti í gamaldags land sem leggur stein í götu verslunar og viðskipta.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar