Árangur Englands á HM orðinn óvæntur höfuðverkur fyrir forsætisráðherrann Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júlí 2018 20:44 Charles Michel, forsætisráðherra Belga, afhentu Theresu May belgísku landsliðstreyjuna á dögunum. Svo gæti farið að England og Belgía mætist í úrslitum HM. Vísir/Getty Ákvörðun Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að sniðganga heimsmeistaramótið er orðin að pólítísku sjálfsmarki fyrir ráðherrann vegna árangur Englands á mótinu, að mati blaðamanns Bloomberg. England komst sem kunnugt er áfram í átta-liða úrslit mótsins með sigri gegn Kólombíu í vítaspyrnukeppni í gær. Í frétt Bloomberg um málið segir að undir venjulegum kringumstæðum myndi hvaða breski leiðtogi sem er stökkva til og baða sig í sviðsljósinu í kjölfar sigursins. En fyrir May er það ekki möguleiki, ekki nóg með það að hún hafi takmarkaðan áhuga á knattspyrnu, þá ákvað hún að enginn breskur ráðherra né meðlimur konungsfjölskyldunnar yrði viðstaddur mótið vegna taugaeitursárásarinnar í Salisbury fyrr á árinu. Bretar hafa sakað Rússa um að hafa skipulagt árásina. Þrýstingur á May er mikill heimafyrir, ekki síst vegna Brexit en einnig er von á Donald Trump í heimsókn til Bretlands auk þess sem að framundan er leiðtogafundur NATO-ríkjanna þar sem búist er við átakafundi vegna krafa Trump um að önnur ríki Nato greiði meira til bandalagsins. Því hafi það verið kjörið tækifæri fyrir May að skella sér til Rússlands á HM til þess að baða sig í árangri landsliðsins sem mætir Svíþjóð í átta-liða úrslitum og eygir von á fyrsta heimsmeistaratitli Englands frá árinu 1966. Ráðuneyti May hefur staðfest að forsætisráðherrann muni halda sig heima þrátt fyrir árangur Englands. Í frétt Bloomberg kemur hins vegar fram að það sé óvæntur höfuðverkur fyrir hana að á sama tíma og hún muni ekki fara til Rússlands hafi Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, gefið það út að hann sé óbundinn af ákvörðun May um að ráðherrar heimsæki ekki Rússland, og því frjáls til þess að næla sér í pólitísk stig á kostnað May. HM 2018 í Rússlandi NATO Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Ákvörðun Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að sniðganga heimsmeistaramótið er orðin að pólítísku sjálfsmarki fyrir ráðherrann vegna árangur Englands á mótinu, að mati blaðamanns Bloomberg. England komst sem kunnugt er áfram í átta-liða úrslit mótsins með sigri gegn Kólombíu í vítaspyrnukeppni í gær. Í frétt Bloomberg um málið segir að undir venjulegum kringumstæðum myndi hvaða breski leiðtogi sem er stökkva til og baða sig í sviðsljósinu í kjölfar sigursins. En fyrir May er það ekki möguleiki, ekki nóg með það að hún hafi takmarkaðan áhuga á knattspyrnu, þá ákvað hún að enginn breskur ráðherra né meðlimur konungsfjölskyldunnar yrði viðstaddur mótið vegna taugaeitursárásarinnar í Salisbury fyrr á árinu. Bretar hafa sakað Rússa um að hafa skipulagt árásina. Þrýstingur á May er mikill heimafyrir, ekki síst vegna Brexit en einnig er von á Donald Trump í heimsókn til Bretlands auk þess sem að framundan er leiðtogafundur NATO-ríkjanna þar sem búist er við átakafundi vegna krafa Trump um að önnur ríki Nato greiði meira til bandalagsins. Því hafi það verið kjörið tækifæri fyrir May að skella sér til Rússlands á HM til þess að baða sig í árangri landsliðsins sem mætir Svíþjóð í átta-liða úrslitum og eygir von á fyrsta heimsmeistaratitli Englands frá árinu 1966. Ráðuneyti May hefur staðfest að forsætisráðherrann muni halda sig heima þrátt fyrir árangur Englands. Í frétt Bloomberg kemur hins vegar fram að það sé óvæntur höfuðverkur fyrir hana að á sama tíma og hún muni ekki fara til Rússlands hafi Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, gefið það út að hann sé óbundinn af ákvörðun May um að ráðherrar heimsæki ekki Rússland, og því frjáls til þess að næla sér í pólitísk stig á kostnað May.
HM 2018 í Rússlandi NATO Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira