
Stóra myndin
Ólíkt nágrönnum okkar á hinum Norðurlöndunum, þar sem engum dettur í hug að hækka laun án tillits til samkeppnisstöðu útflutningsgreina landsins hverju sinni, þá hafa Íslendingar af einhverjum ástæðum kosið að fara þá leið að eftirláta opinberum starfsmönnum að leiða launaþróun á vinnumarkaði. Þetta er fráleit staða sem getur ekki gengið upp til lengdar. Vanhugsað útspil kjararáðs, sem ákvarðaði tugprósenta launahækkanir til þingmanna og æðstu embættismanna ríkisins, er nú notað sem réttlæting – kannski skiljanlega að einhverju marki – fyrir því að rjúfa þá launastefnu sem var mörkuð með kjarasamningum á almennum vinnumarkaði fyrir þremur árum. Það væri glapræði sem myndi hitta venjulegt launafólk, sem hefur upplifað fordæmalausa kaupmáttaraukningu á síðustu árum, hvað verst fyrir.
Mikilvægi starfs ljósmæðra fyrir samfélagið verður seint ofmetið. Um það snýst ekki sú kjaradeila sem nú er uppi. Það er einfalt – en í senn ábyrgðarlaust – að gagnrýna stjórnvöld fyrir að semja ekki umsvifalaust við ljósmæður. Það er rangnefni að tala um kröfur þeirra sem „leiðréttingu“, hvað svo sem það þýðir, heldur fela þær einfaldlega í sér launahækkun langt umfram það sem aðrar opinberar stéttir hafa fengið. Engin rök standa því til þess að samþykkja þær kröfur. Fyrir liggur að ljósmæður verða seint taldar láglaunastétt heldur eru meðalheildarlaun þeirra þvert á móti ein þau hæstu innan Bandalags háskólamanna. Samningar við ljósmæður verða aldrei gerðir í einhverju tómarúmi við almenna þróun á vinnumarkaði. Það er veðmál sem íslenska ríkið getur ekki tekið – og má alls ekki taka – enda má öllum vera ljóst að slík niðurstaða yrði stefnumarkandi fyrir komandi kjarasamningalotu í vetur.
Staðan í íslensku efnahagslífi er um margt sérstök um þessar mundir. Á sama tíma og hagkerfið fer hratt kólnandi, sem endurspeglast í versnandi afkomu flestra fyrirtækja, þá hafa stærstu verkalýðshreyfingar landsins, sem stýrt er af fólki með enga jarðtengingu, boðað til kjarastríðs. Í stað þess að verja þann gríðarlega efnahagslega ávinning sem náðst hefur, sem hefur meðal annars skilað sér í því að kaupmáttur hefur aukist um meira en 20 prósent frá 2015, þá telja sumir að nú sé rétti tíminn til að fara fram á stórfelldar nafnlaunahækkanir. Minna en engin innstæða er hins vegar fyrir slíkum kröfum.
Það er stundum sagt að geðveiki sé að gera sama hlutinn aftur og aftur en búast við mismunandi niðurstöðu. Íslenskt þjóðarbú hefur líklega sjaldan staðið betur – lítil verðbólga, viðskiptaafgangur og jákvæð eignastaða við útlönd – og eftir efnahagsuppsveiflu síðustu ára eru væntingar um sjaldséða mjúka lendingu. Hvort það verður reyndin mun einkum velta á því hvernig samið verður á vinnumarkaði. Verði skynsemin þar ekki ofan á er ástæða til að ætla að við taki enn ein efnahagslega rússíbanareiðin. Það yrði sorgleg en í senn afskaplega fyrirsjáanleg niðurstaða.
Skoðun

Smánin tilheyrir geranda en of oft klínt á þolanda
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Jarðhiti jafnar leikinn
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Skipbrot Reykjavíkurborgar
Davíð J. Arngrímsson skrifar

Stóra klúður Íslands í raforkumálum
Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar

Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina?
Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar

Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar
Karl Arnar Arnarson skrifar

Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist
Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar

Græðgin, vísindin og spilakassarnir
Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Kjöt og krabbamein
Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar

Rektorskjör HÍ
Soffía Auður Birgisdóttir skrifar

Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri
Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar

Evrópusambandið og upplýsingalæsi
Ægir Örn Arnarson skrifar

Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun
Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar

Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála
Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar

Af hverju veljum við Silju Báru?
Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar

Við erum ekki Rússland
Sigmar Guðmundsson skrifar

Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands
Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar

Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi
Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar

Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun
Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Hver reif kjaft við hvern?
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra
Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar

Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ
Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar

Kjósum opnara grunnnám
Toby Erik Wikström skrifar

Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda
Ástráður Eysteinsson skrifar

Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli
Silja Bára Ómarsdóttir skrifar

Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands?
Ingileif Jónsdóttir skrifar

Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Vopnakaup íslenska ráðamanna
Friðrik Erlingsson skrifar