Segir mjög erfiða helgi að baki á Landspítalanum vegna uppsagna ljósmæðra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júlí 2018 15:44 Linda Kristmundsdóttir er framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. MYND/LANDSPÍTALI Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans, segir að nýliðin helgi hafi verið mjög erfið á spítalanum vegna uppsagna tólf ljósmæðra á meðgöngu- og sængurlegudeild sem tóku gildi þann 1. júlí síðastliðinn. Álagstoppur er nú að skella á deildinni. „Nýliðin helgi var okkur mjög erfið og það var barningur með mönnun. Við höfum verið að fá til liðs við okkur ljósmæður alls staðar að af spítalanum og svo hafa stjórnendur deildarinnar staðið tvöfaldar vaktir. Það stefnir svo í erfitt kvöld í kvöld,“ segir Linda í samtali við Vísi en yfirljósmóðir og aðstoðaryfirljósmóðir á meðgöngu-og sængurlegudeild voru til skiptis á sextán tíma vöktum um helgina. Aðspurð til hvaða úrræða gripið hefur verið segir Linda að í raun hafi öll úrræði aðgerðaáætlunar spítalans verið nýtt. „Við höfum útskrifað á aðrar heilbrigðisstofnanir, það er bæði Keflavík, Akranes, Akureyri og Selfoss. Við höfum útskrifað hraustar konur og hrausta nýbura fyrr og þá höfum við flutt sjúklinga inn á aðrar deildir sviðsins svo við höfum fengið aðstoð frá öðrum deildum, til dæmis vökudeild. Þannig að við erum eiginlega búin að nota öll atriðin í aðgerðaáætluninni,“ segir Linda.„Það er alveg klárt að við endumst ekki lengi“En hvað heldur starfsfólk meðgöngu-og sængurlegudeild lengi út eins og ástandið er núna, þannig að það skapist hreinlega ekki neyðarástand? „Það er rosalega erfitt að segja til um það því það er svo erfitt að sjá langt fram í tímann í okkar bransa. Það sem við höfum hreinlega gert er að meta þetta bara frá vakt til vaktar. Til dæmis vitum við það að kvöldvaktin og næturvaktin verður okkur erfið þannig að þá erum við bara að vinna með það með öllum tiltækum ráðum. En þetta hefur verið okkur erfitt og það er alveg klárt að við endumst ekki lengi, ég get alveg sagt það upphátt. Það er alveg ljóst að fólk getur ekki unnið sextán tíma dag eftir dag eftir dag en hvenær er svolítið erfitt að segja,“ segir Linda. Spurð hvernig viðmóti starfsfólk deildarinnar hefur mætt segir Linda að fólk sýni þessum skilning. „En eðlilega er fólk áhyggjufullt og kvíðið og okkur finnst erfitt að finna fyrir því.“ Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Fundi lokið í kjaradeilu ljósmæðra Enn er ósamið í deilunni en aðeins þokaðist í viðræðum í dag. 5. júlí 2018 17:21 Íbúar í Vík sýndu ljósmæðrum stuðning í kjarabaráttunni Ólöf Lilja Steinþórsdóttir, 25 ára gömul móðir í bænum, sem stóð fyrir viðburðinum og boðaði til hans með stuttum fyrirvara. 6. júlí 2018 19:54 Örvæntingarfullir foreldrar komast ekki að hjá Björkinni Starfmenn Bjarkarinnar fæðingarþjónustu hafa fundið fyrir auknum áhuga verðandi foreldra á þjónustunni síðustu daga eftir að uppsagnir ljósmæðra á Landspítalanum tóku gildi. 6. júlí 2018 16:30 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira
Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans, segir að nýliðin helgi hafi verið mjög erfið á spítalanum vegna uppsagna tólf ljósmæðra á meðgöngu- og sængurlegudeild sem tóku gildi þann 1. júlí síðastliðinn. Álagstoppur er nú að skella á deildinni. „Nýliðin helgi var okkur mjög erfið og það var barningur með mönnun. Við höfum verið að fá til liðs við okkur ljósmæður alls staðar að af spítalanum og svo hafa stjórnendur deildarinnar staðið tvöfaldar vaktir. Það stefnir svo í erfitt kvöld í kvöld,“ segir Linda í samtali við Vísi en yfirljósmóðir og aðstoðaryfirljósmóðir á meðgöngu-og sængurlegudeild voru til skiptis á sextán tíma vöktum um helgina. Aðspurð til hvaða úrræða gripið hefur verið segir Linda að í raun hafi öll úrræði aðgerðaáætlunar spítalans verið nýtt. „Við höfum útskrifað á aðrar heilbrigðisstofnanir, það er bæði Keflavík, Akranes, Akureyri og Selfoss. Við höfum útskrifað hraustar konur og hrausta nýbura fyrr og þá höfum við flutt sjúklinga inn á aðrar deildir sviðsins svo við höfum fengið aðstoð frá öðrum deildum, til dæmis vökudeild. Þannig að við erum eiginlega búin að nota öll atriðin í aðgerðaáætluninni,“ segir Linda.„Það er alveg klárt að við endumst ekki lengi“En hvað heldur starfsfólk meðgöngu-og sængurlegudeild lengi út eins og ástandið er núna, þannig að það skapist hreinlega ekki neyðarástand? „Það er rosalega erfitt að segja til um það því það er svo erfitt að sjá langt fram í tímann í okkar bransa. Það sem við höfum hreinlega gert er að meta þetta bara frá vakt til vaktar. Til dæmis vitum við það að kvöldvaktin og næturvaktin verður okkur erfið þannig að þá erum við bara að vinna með það með öllum tiltækum ráðum. En þetta hefur verið okkur erfitt og það er alveg klárt að við endumst ekki lengi, ég get alveg sagt það upphátt. Það er alveg ljóst að fólk getur ekki unnið sextán tíma dag eftir dag eftir dag en hvenær er svolítið erfitt að segja,“ segir Linda. Spurð hvernig viðmóti starfsfólk deildarinnar hefur mætt segir Linda að fólk sýni þessum skilning. „En eðlilega er fólk áhyggjufullt og kvíðið og okkur finnst erfitt að finna fyrir því.“
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Fundi lokið í kjaradeilu ljósmæðra Enn er ósamið í deilunni en aðeins þokaðist í viðræðum í dag. 5. júlí 2018 17:21 Íbúar í Vík sýndu ljósmæðrum stuðning í kjarabaráttunni Ólöf Lilja Steinþórsdóttir, 25 ára gömul móðir í bænum, sem stóð fyrir viðburðinum og boðaði til hans með stuttum fyrirvara. 6. júlí 2018 19:54 Örvæntingarfullir foreldrar komast ekki að hjá Björkinni Starfmenn Bjarkarinnar fæðingarþjónustu hafa fundið fyrir auknum áhuga verðandi foreldra á þjónustunni síðustu daga eftir að uppsagnir ljósmæðra á Landspítalanum tóku gildi. 6. júlí 2018 16:30 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira
Fundi lokið í kjaradeilu ljósmæðra Enn er ósamið í deilunni en aðeins þokaðist í viðræðum í dag. 5. júlí 2018 17:21
Íbúar í Vík sýndu ljósmæðrum stuðning í kjarabaráttunni Ólöf Lilja Steinþórsdóttir, 25 ára gömul móðir í bænum, sem stóð fyrir viðburðinum og boðaði til hans með stuttum fyrirvara. 6. júlí 2018 19:54
Örvæntingarfullir foreldrar komast ekki að hjá Björkinni Starfmenn Bjarkarinnar fæðingarþjónustu hafa fundið fyrir auknum áhuga verðandi foreldra á þjónustunni síðustu daga eftir að uppsagnir ljósmæðra á Landspítalanum tóku gildi. 6. júlí 2018 16:30