Segir mjög erfiða helgi að baki á Landspítalanum vegna uppsagna ljósmæðra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júlí 2018 15:44 Linda Kristmundsdóttir er framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. MYND/LANDSPÍTALI Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans, segir að nýliðin helgi hafi verið mjög erfið á spítalanum vegna uppsagna tólf ljósmæðra á meðgöngu- og sængurlegudeild sem tóku gildi þann 1. júlí síðastliðinn. Álagstoppur er nú að skella á deildinni. „Nýliðin helgi var okkur mjög erfið og það var barningur með mönnun. Við höfum verið að fá til liðs við okkur ljósmæður alls staðar að af spítalanum og svo hafa stjórnendur deildarinnar staðið tvöfaldar vaktir. Það stefnir svo í erfitt kvöld í kvöld,“ segir Linda í samtali við Vísi en yfirljósmóðir og aðstoðaryfirljósmóðir á meðgöngu-og sængurlegudeild voru til skiptis á sextán tíma vöktum um helgina. Aðspurð til hvaða úrræða gripið hefur verið segir Linda að í raun hafi öll úrræði aðgerðaáætlunar spítalans verið nýtt. „Við höfum útskrifað á aðrar heilbrigðisstofnanir, það er bæði Keflavík, Akranes, Akureyri og Selfoss. Við höfum útskrifað hraustar konur og hrausta nýbura fyrr og þá höfum við flutt sjúklinga inn á aðrar deildir sviðsins svo við höfum fengið aðstoð frá öðrum deildum, til dæmis vökudeild. Þannig að við erum eiginlega búin að nota öll atriðin í aðgerðaáætluninni,“ segir Linda.„Það er alveg klárt að við endumst ekki lengi“En hvað heldur starfsfólk meðgöngu-og sængurlegudeild lengi út eins og ástandið er núna, þannig að það skapist hreinlega ekki neyðarástand? „Það er rosalega erfitt að segja til um það því það er svo erfitt að sjá langt fram í tímann í okkar bransa. Það sem við höfum hreinlega gert er að meta þetta bara frá vakt til vaktar. Til dæmis vitum við það að kvöldvaktin og næturvaktin verður okkur erfið þannig að þá erum við bara að vinna með það með öllum tiltækum ráðum. En þetta hefur verið okkur erfitt og það er alveg klárt að við endumst ekki lengi, ég get alveg sagt það upphátt. Það er alveg ljóst að fólk getur ekki unnið sextán tíma dag eftir dag eftir dag en hvenær er svolítið erfitt að segja,“ segir Linda. Spurð hvernig viðmóti starfsfólk deildarinnar hefur mætt segir Linda að fólk sýni þessum skilning. „En eðlilega er fólk áhyggjufullt og kvíðið og okkur finnst erfitt að finna fyrir því.“ Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Fundi lokið í kjaradeilu ljósmæðra Enn er ósamið í deilunni en aðeins þokaðist í viðræðum í dag. 5. júlí 2018 17:21 Íbúar í Vík sýndu ljósmæðrum stuðning í kjarabaráttunni Ólöf Lilja Steinþórsdóttir, 25 ára gömul móðir í bænum, sem stóð fyrir viðburðinum og boðaði til hans með stuttum fyrirvara. 6. júlí 2018 19:54 Örvæntingarfullir foreldrar komast ekki að hjá Björkinni Starfmenn Bjarkarinnar fæðingarþjónustu hafa fundið fyrir auknum áhuga verðandi foreldra á þjónustunni síðustu daga eftir að uppsagnir ljósmæðra á Landspítalanum tóku gildi. 6. júlí 2018 16:30 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Fleiri fréttir Brúðkaupsferðin til Íslands reyndist sú síðasta Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Sjá meira
Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans, segir að nýliðin helgi hafi verið mjög erfið á spítalanum vegna uppsagna tólf ljósmæðra á meðgöngu- og sængurlegudeild sem tóku gildi þann 1. júlí síðastliðinn. Álagstoppur er nú að skella á deildinni. „Nýliðin helgi var okkur mjög erfið og það var barningur með mönnun. Við höfum verið að fá til liðs við okkur ljósmæður alls staðar að af spítalanum og svo hafa stjórnendur deildarinnar staðið tvöfaldar vaktir. Það stefnir svo í erfitt kvöld í kvöld,“ segir Linda í samtali við Vísi en yfirljósmóðir og aðstoðaryfirljósmóðir á meðgöngu-og sængurlegudeild voru til skiptis á sextán tíma vöktum um helgina. Aðspurð til hvaða úrræða gripið hefur verið segir Linda að í raun hafi öll úrræði aðgerðaáætlunar spítalans verið nýtt. „Við höfum útskrifað á aðrar heilbrigðisstofnanir, það er bæði Keflavík, Akranes, Akureyri og Selfoss. Við höfum útskrifað hraustar konur og hrausta nýbura fyrr og þá höfum við flutt sjúklinga inn á aðrar deildir sviðsins svo við höfum fengið aðstoð frá öðrum deildum, til dæmis vökudeild. Þannig að við erum eiginlega búin að nota öll atriðin í aðgerðaáætluninni,“ segir Linda.„Það er alveg klárt að við endumst ekki lengi“En hvað heldur starfsfólk meðgöngu-og sængurlegudeild lengi út eins og ástandið er núna, þannig að það skapist hreinlega ekki neyðarástand? „Það er rosalega erfitt að segja til um það því það er svo erfitt að sjá langt fram í tímann í okkar bransa. Það sem við höfum hreinlega gert er að meta þetta bara frá vakt til vaktar. Til dæmis vitum við það að kvöldvaktin og næturvaktin verður okkur erfið þannig að þá erum við bara að vinna með það með öllum tiltækum ráðum. En þetta hefur verið okkur erfitt og það er alveg klárt að við endumst ekki lengi, ég get alveg sagt það upphátt. Það er alveg ljóst að fólk getur ekki unnið sextán tíma dag eftir dag eftir dag en hvenær er svolítið erfitt að segja,“ segir Linda. Spurð hvernig viðmóti starfsfólk deildarinnar hefur mætt segir Linda að fólk sýni þessum skilning. „En eðlilega er fólk áhyggjufullt og kvíðið og okkur finnst erfitt að finna fyrir því.“
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Fundi lokið í kjaradeilu ljósmæðra Enn er ósamið í deilunni en aðeins þokaðist í viðræðum í dag. 5. júlí 2018 17:21 Íbúar í Vík sýndu ljósmæðrum stuðning í kjarabaráttunni Ólöf Lilja Steinþórsdóttir, 25 ára gömul móðir í bænum, sem stóð fyrir viðburðinum og boðaði til hans með stuttum fyrirvara. 6. júlí 2018 19:54 Örvæntingarfullir foreldrar komast ekki að hjá Björkinni Starfmenn Bjarkarinnar fæðingarþjónustu hafa fundið fyrir auknum áhuga verðandi foreldra á þjónustunni síðustu daga eftir að uppsagnir ljósmæðra á Landspítalanum tóku gildi. 6. júlí 2018 16:30 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Fleiri fréttir Brúðkaupsferðin til Íslands reyndist sú síðasta Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Sjá meira
Fundi lokið í kjaradeilu ljósmæðra Enn er ósamið í deilunni en aðeins þokaðist í viðræðum í dag. 5. júlí 2018 17:21
Íbúar í Vík sýndu ljósmæðrum stuðning í kjarabaráttunni Ólöf Lilja Steinþórsdóttir, 25 ára gömul móðir í bænum, sem stóð fyrir viðburðinum og boðaði til hans með stuttum fyrirvara. 6. júlí 2018 19:54
Örvæntingarfullir foreldrar komast ekki að hjá Björkinni Starfmenn Bjarkarinnar fæðingarþjónustu hafa fundið fyrir auknum áhuga verðandi foreldra á þjónustunni síðustu daga eftir að uppsagnir ljósmæðra á Landspítalanum tóku gildi. 6. júlí 2018 16:30