Hundruð mótmælenda handteknir í Washington Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júní 2018 06:36 Leikkonan Susan Sarandon var meðal mótmælendanna. Vísir/AP Næstum því sex hundruð mótmælendur, flestir þeirra konur, voru handteknir í Washington í gær. Hópurinn hafði safnast saman í skrifstofum öldungadeildar Bandaríkjaþings til að mótmæla aðskilnaði barna frá foreldrum sínum við komuna til landsins. Mótmælin eru sögð vera forsmekkurinn að því sem koma skal. Fyrirhugaðar eru kröfugöngur í mörgum af stærstu borgum Bandaríkjanna á morgun þar sem þess verður krafist að aðskilnaðinum verði hætt. Þá er talið að ákvörðun hæstaréttadómarans Anthony Kennedy, sem tilkynnti á miðvikudag að hann myndi setjast í helgan stein, verði sem olía á eld mótmælendanna. Þeir óttast að Bandaríkjaforseti kunni að fylla skarð hans með íhaldsamari hæstaréttadómara og þannig torvelda innreið frjálslyndra laga í Bandaríkjunum. Meira um það í fréttaskýringu Vísis: Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan TrumpsMótmælendurnir sem söfnuðust saman í öldungardeildarskrifstofunum í gær voru þar í friðsælum tilgangi. Þeir settust á gólfið og réttu hnefa upp í loft til marks um andstöðu sína við innflytjendastefnuna. Þá höfðu margir þeirra vafið um sig álpappír sem sagður er vera vísun í yfirbreiðslur sem börnin, sem skilin eru frá foreldrum sínum, fá í flóttamannabúðunum. Þá hrópuðu mótmælendur slagorð þar sem farið var fram á að flóttamannastofnun Bandaríkjanna yrði lögð niður. Þá kölluðu þeir einnig að þeim væri ekki sama og svöruðu þar með umdeildum jakka forsetafrúar Bandaríkjanna, Melaniu Trump. Meðal þeirra handteknu var öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins, Pramila Jayapal, sem tekið hafði þátt í mótmælunum. Hún segir að flóttamannastefnan sé ómannúðleg og að sem þingmaður vilji hún ekki að nafn hennar sé bendlað við stefnuna. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að alls hafi um 575 verið handteknir og kærðir fyrir að ólöglegar mótmælaaðgerðir. Mótmælendurnir hafi allir fengið að halda til síns heima eftir að mál þeirra voru komin í formlegt ferli. Nánar má fræðast um mótmælin á vef Guardian. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Nokkur slæm pólitísk tískuslys Melania Trump segist ekki hafa meint neitt illt með því að klæðast jakka með áletruninni „Mér er í raun alveg sama, hvað með þig?“ þegar hún heimsótti flóttamannabúðir fyrir börn sem hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem klæðaval hefur pólitískar afleiðingar. 22. júní 2018 13:15 Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00 Landamæraverðir hætta tímabundið að senda fjölskyldur í hendur saksóknara Stöðvunin er tímabundni á meðan landamæraeftirlitið og dómsmálaráðuneytið finna út úr því hvernig stofnanirnar geta haldið áfram að ákæra fólk sem kemur ólöglega til landsins án þess að taka börn þess af því. 25. júní 2018 21:35 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Næstum því sex hundruð mótmælendur, flestir þeirra konur, voru handteknir í Washington í gær. Hópurinn hafði safnast saman í skrifstofum öldungadeildar Bandaríkjaþings til að mótmæla aðskilnaði barna frá foreldrum sínum við komuna til landsins. Mótmælin eru sögð vera forsmekkurinn að því sem koma skal. Fyrirhugaðar eru kröfugöngur í mörgum af stærstu borgum Bandaríkjanna á morgun þar sem þess verður krafist að aðskilnaðinum verði hætt. Þá er talið að ákvörðun hæstaréttadómarans Anthony Kennedy, sem tilkynnti á miðvikudag að hann myndi setjast í helgan stein, verði sem olía á eld mótmælendanna. Þeir óttast að Bandaríkjaforseti kunni að fylla skarð hans með íhaldsamari hæstaréttadómara og þannig torvelda innreið frjálslyndra laga í Bandaríkjunum. Meira um það í fréttaskýringu Vísis: Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan TrumpsMótmælendurnir sem söfnuðust saman í öldungardeildarskrifstofunum í gær voru þar í friðsælum tilgangi. Þeir settust á gólfið og réttu hnefa upp í loft til marks um andstöðu sína við innflytjendastefnuna. Þá höfðu margir þeirra vafið um sig álpappír sem sagður er vera vísun í yfirbreiðslur sem börnin, sem skilin eru frá foreldrum sínum, fá í flóttamannabúðunum. Þá hrópuðu mótmælendur slagorð þar sem farið var fram á að flóttamannastofnun Bandaríkjanna yrði lögð niður. Þá kölluðu þeir einnig að þeim væri ekki sama og svöruðu þar með umdeildum jakka forsetafrúar Bandaríkjanna, Melaniu Trump. Meðal þeirra handteknu var öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins, Pramila Jayapal, sem tekið hafði þátt í mótmælunum. Hún segir að flóttamannastefnan sé ómannúðleg og að sem þingmaður vilji hún ekki að nafn hennar sé bendlað við stefnuna. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að alls hafi um 575 verið handteknir og kærðir fyrir að ólöglegar mótmælaaðgerðir. Mótmælendurnir hafi allir fengið að halda til síns heima eftir að mál þeirra voru komin í formlegt ferli. Nánar má fræðast um mótmælin á vef Guardian.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Nokkur slæm pólitísk tískuslys Melania Trump segist ekki hafa meint neitt illt með því að klæðast jakka með áletruninni „Mér er í raun alveg sama, hvað með þig?“ þegar hún heimsótti flóttamannabúðir fyrir börn sem hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem klæðaval hefur pólitískar afleiðingar. 22. júní 2018 13:15 Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00 Landamæraverðir hætta tímabundið að senda fjölskyldur í hendur saksóknara Stöðvunin er tímabundni á meðan landamæraeftirlitið og dómsmálaráðuneytið finna út úr því hvernig stofnanirnar geta haldið áfram að ákæra fólk sem kemur ólöglega til landsins án þess að taka börn þess af því. 25. júní 2018 21:35 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Nokkur slæm pólitísk tískuslys Melania Trump segist ekki hafa meint neitt illt með því að klæðast jakka með áletruninni „Mér er í raun alveg sama, hvað með þig?“ þegar hún heimsótti flóttamannabúðir fyrir börn sem hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem klæðaval hefur pólitískar afleiðingar. 22. júní 2018 13:15
Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00
Landamæraverðir hætta tímabundið að senda fjölskyldur í hendur saksóknara Stöðvunin er tímabundni á meðan landamæraeftirlitið og dómsmálaráðuneytið finna út úr því hvernig stofnanirnar geta haldið áfram að ákæra fólk sem kemur ólöglega til landsins án þess að taka börn þess af því. 25. júní 2018 21:35