Glöggt er gests augað Björn Berg Gunnarsson skrifar 13. júní 2018 07:00 Við Íslendingar erum sem betur fer nokkuð duglegir að hlusta á erlenda sérfræðinga. Í síðustu viku var ritið Framtíð íslenskrar peningastefnu kynnt, en þar fékk stjörnulið íslenskra hagfræðinga góða aðstoð frá útlöndum og í leiðinni önnur sjónarmið inn í okkar litla heim. Útkoman var afar áhugavert rit og tillögur að úrbótum sem meðal annars byggjast á reynslu annarra landa. Sérfræðingar eru þó ekki þeir einu sem hægt er að læra af. Undanfarna mánuði hef ég verið svo lánsamur að fá tækifæri til að ræða fjármál við hópa flóttafólks. Hingað kemur fólk með ólíkan bakgrunn en oft frá löndum þar sem fjármálakerfið er talsvert frábrugðið því sem við þekkjum. Réttur launafólks er víða mjög lítill, lífeyriskerfi vart til staðar og gjaldmiðlar ákaflega óstöðugir. Eðlilega kemur Ísland þeim á óvart. Ég hef tekið eftir mikilli ánægju með formfestuna og öryggið sem tengist réttindum og skyldum, sem og lífeyriskerfið okkar, en það tekur eðlilega sinn tíma að útskýra verðtrygginguna. Ánægjulegast hefur mér þó þótt að kynnast hvernig margir hverjir haga sínum persónulegu fjármálum. Þrátt fyrir að vera meðvituð um möguleika til lántöku er mun meiri áhugi fyrir að spara og eiga fyrir öllum útgjöldum. Lán eru bara fyrir fasteignakaup. Einn á þrítugsaldri ætlaði að kaupa sér bíl og planið var einfalt. Hann nældi sér í aukavinnu, reyndi að eyða engu í óþarfa og staðgreiddi að lokum ódýran og hagkvæman bíl. Svona hefur mér sýnst meirihluti flóttafólksins hugsa. Best sé að eiga fyrir hlutunum, sparnaður sé gríðarlega mikilvægur og það sé vel þess virði að fórna tímabundnum gæðum fyrir langtímaávinning. Fjármálalæsi snýst um að þekkja hvernig kerfið virkar en ekki síður hvernig borgar sig að umgangast peninga. Við gætum lært mikið af þeim sem hugsa svona.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum sem betur fer nokkuð duglegir að hlusta á erlenda sérfræðinga. Í síðustu viku var ritið Framtíð íslenskrar peningastefnu kynnt, en þar fékk stjörnulið íslenskra hagfræðinga góða aðstoð frá útlöndum og í leiðinni önnur sjónarmið inn í okkar litla heim. Útkoman var afar áhugavert rit og tillögur að úrbótum sem meðal annars byggjast á reynslu annarra landa. Sérfræðingar eru þó ekki þeir einu sem hægt er að læra af. Undanfarna mánuði hef ég verið svo lánsamur að fá tækifæri til að ræða fjármál við hópa flóttafólks. Hingað kemur fólk með ólíkan bakgrunn en oft frá löndum þar sem fjármálakerfið er talsvert frábrugðið því sem við þekkjum. Réttur launafólks er víða mjög lítill, lífeyriskerfi vart til staðar og gjaldmiðlar ákaflega óstöðugir. Eðlilega kemur Ísland þeim á óvart. Ég hef tekið eftir mikilli ánægju með formfestuna og öryggið sem tengist réttindum og skyldum, sem og lífeyriskerfið okkar, en það tekur eðlilega sinn tíma að útskýra verðtrygginguna. Ánægjulegast hefur mér þó þótt að kynnast hvernig margir hverjir haga sínum persónulegu fjármálum. Þrátt fyrir að vera meðvituð um möguleika til lántöku er mun meiri áhugi fyrir að spara og eiga fyrir öllum útgjöldum. Lán eru bara fyrir fasteignakaup. Einn á þrítugsaldri ætlaði að kaupa sér bíl og planið var einfalt. Hann nældi sér í aukavinnu, reyndi að eyða engu í óþarfa og staðgreiddi að lokum ódýran og hagkvæman bíl. Svona hefur mér sýnst meirihluti flóttafólksins hugsa. Best sé að eiga fyrir hlutunum, sparnaður sé gríðarlega mikilvægur og það sé vel þess virði að fórna tímabundnum gæðum fyrir langtímaávinning. Fjármálalæsi snýst um að þekkja hvernig kerfið virkar en ekki síður hvernig borgar sig að umgangast peninga. Við gætum lært mikið af þeim sem hugsa svona.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun