Áratugur breytinga – Áratugur stórmóta Trausti Ágútsson skrifar 13. júní 2018 07:00 Fyrir tíu árum tryggði íslenska kvennalandsliðið sig fyrst íslenskra A-landsliða inn á stórmót í fótbolta, þegar þær komust á EM í Finnlandi 2009. Þær hafa síðan þá endurtekið leikinn tvisvar sinnum, þegar stelpurnar okkar komust á EM 2013 í Svíþjóð og EM 2017 í Hollandi. Bestum árangri náði liðið í Svíþjóð þegar þær komust í fjórðungsúrslit en féllu út gegn sterku liði heimakvenna. Það þarf varla að rifja upp að strákarnir okkar komust fyrst á stórmót þegar liðið komst á EM í Frakklandi 2016. Strákarnir náðu þá þeim frábæra árangri að komast í fjórðungsúrslit þar sem þeir þurftu að lúta í gras fyrir heimamönnum. Fyrir áratug var íslenska karlalandsliðið í 83. sæti heimslista FIFA en kvennalandsliðið í 19. sæti. Kvennaliðið hækkaði sig svo upp í 15. sæti frá árunum 2011 til 2012 en er aftur komið í 19. sæti listans. Frá 2008 til 2010 lækkaði karlaliðið úr 83. sæti niður í það 112. sem er það lægsta sem liðið hefur farið á listanum. Frá 2010 hefur leiðin legið upp á við og er liðið núna í 22. sæti listans. Við hjá Gallup könnuðum áhuga landsmanna 18 ára og eldri á HM í Rússlandi, væntingar til frammistöðu íslenska liðsins og hvaða lið fólk telur líklegast til að vinna mótið. Alls eru 49% sem hafa mikinn áhuga á HM en 34% hafa lítinn áhuga á mótinu, en til samanburðar höfðu 48% mikinn áhuga á EM 2016 og 38% lítinn áhuga. Það kemur líklega ekki á óvart að áhugi er meiri hjá körlum en konum, 58% karla en 40% kvenna hafa mikinn áhuga.Þegar væntingar til árangurs íslenska liðsins á EM voru skoðaðar í aðdraganda mótsins 2016 voru 13% sem höfðu rétt fyrir sér um að Ísland myndi komast í fjórðungsúrslit en ekki lengra. Almennt taldi fólk að íslenska liðið myndi ná lengra á EM en það telur að það muni ná á HM. Nú telja 57% að liðið komist upp úr riðlinum en á EM voru það 71% þátttakenda. Ef skoðað er hve margir telja að Ísland komist í fjórðungsúrslit eða lengra þá eru það 23% nú en voru 29% fyrir EM. Konur hafa meiri trú á strákunum en karlar, en alls eru 29% kvenna sem telja að þeir komist í fjórðungsúrslit eða lengra en 17% karla. Alls eru 12% þátttakenda sem telja að Ísland komist í undanúrslit HM og 6% telja að Ísland fari alla leið í úrslitaleikinn sem er u.þ.b. einu prósentustigi færri en þeir sem töldu að Ísland kæmist í úrslit EM 2016 þegar spurt var hve langt Ísland myndi ná í keppninni. Í könnuninni 2016 voru aðeins 6% þátttakenda sem spáðu rétt fyrir um að Portúgal yrði Evrópumeistari í fyrsta sinn. Fjórir af hverjum tíu Íslendingum töldu að Þjóðverjar yrðu Evrópumeistarar. Næstflestir, eða 17%, höfðu mesta trú á að Frakkar myndu sigra en svo voru 13% sem töldu að Spánverjar yrðu Evrópumeistarar í þriðja sinn í röð. Eins og fyrir EM hefur íslenska þjóðin mesta trú á að Þjóðverjar verði meistarar. Alls eru 34% sem telja að Þjóðverjar verji titilinn og verði þannig heimsmeistarar í fimmta sinn og jafni þar með metin við Brasilíumenn sem hafa oftast orðið meistarar. Þátttakendur hafa næstmesta trú á Argentínu, en 19% telja að Messi og félagar standi uppi sem sigurvegarar í lok móts. Aðeins tveimur prósentustigum færri, eða 15%, telja að Frakkar verði heimsmeistarar núna en töldu að þeir yrðu Evrópumeistarar á heimavelli fyrir tveimur árum síðan. Tiltrú Íslendinga á Spánverjum er mun minni fyrir HM nú en fyrir EM 2016 og fáir eða 4% hafa trú á því að Evrópumeistarar Portúgala lyfti bikarnum eftirsótta þann 15. júlí næstkomandi. Þannig völdu 6% þátttakenda, sem tóku afstöðu þegar spurt var beint hverjir verði heimsmeistarar, Ísland en það voru 8% sem giskuðu á Ísland sem Evrópumeistara fyrir tveimur árum. Næstu vikur og mánuðir verða spennandi fyrir landsliðin okkar í fótbolta. Strákarnir okkar að skrifa nýjan kafla í sögu íslenskrar knattspyrnu með þátttöku á HM og stelpurnar okkar í dauðafæri að tryggja sér þátttöku á HM í Frakklandi 2019. ÁFRAM ÍSLAND!Höfundur er sölustjóri markaðsrannsókna Gallup Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir skrifar Skoðun Raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun Magnús Gehringer skrifar Skoðun Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir skrifar Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tíu árum tryggði íslenska kvennalandsliðið sig fyrst íslenskra A-landsliða inn á stórmót í fótbolta, þegar þær komust á EM í Finnlandi 2009. Þær hafa síðan þá endurtekið leikinn tvisvar sinnum, þegar stelpurnar okkar komust á EM 2013 í Svíþjóð og EM 2017 í Hollandi. Bestum árangri náði liðið í Svíþjóð þegar þær komust í fjórðungsúrslit en féllu út gegn sterku liði heimakvenna. Það þarf varla að rifja upp að strákarnir okkar komust fyrst á stórmót þegar liðið komst á EM í Frakklandi 2016. Strákarnir náðu þá þeim frábæra árangri að komast í fjórðungsúrslit þar sem þeir þurftu að lúta í gras fyrir heimamönnum. Fyrir áratug var íslenska karlalandsliðið í 83. sæti heimslista FIFA en kvennalandsliðið í 19. sæti. Kvennaliðið hækkaði sig svo upp í 15. sæti frá árunum 2011 til 2012 en er aftur komið í 19. sæti listans. Frá 2008 til 2010 lækkaði karlaliðið úr 83. sæti niður í það 112. sem er það lægsta sem liðið hefur farið á listanum. Frá 2010 hefur leiðin legið upp á við og er liðið núna í 22. sæti listans. Við hjá Gallup könnuðum áhuga landsmanna 18 ára og eldri á HM í Rússlandi, væntingar til frammistöðu íslenska liðsins og hvaða lið fólk telur líklegast til að vinna mótið. Alls eru 49% sem hafa mikinn áhuga á HM en 34% hafa lítinn áhuga á mótinu, en til samanburðar höfðu 48% mikinn áhuga á EM 2016 og 38% lítinn áhuga. Það kemur líklega ekki á óvart að áhugi er meiri hjá körlum en konum, 58% karla en 40% kvenna hafa mikinn áhuga.Þegar væntingar til árangurs íslenska liðsins á EM voru skoðaðar í aðdraganda mótsins 2016 voru 13% sem höfðu rétt fyrir sér um að Ísland myndi komast í fjórðungsúrslit en ekki lengra. Almennt taldi fólk að íslenska liðið myndi ná lengra á EM en það telur að það muni ná á HM. Nú telja 57% að liðið komist upp úr riðlinum en á EM voru það 71% þátttakenda. Ef skoðað er hve margir telja að Ísland komist í fjórðungsúrslit eða lengra þá eru það 23% nú en voru 29% fyrir EM. Konur hafa meiri trú á strákunum en karlar, en alls eru 29% kvenna sem telja að þeir komist í fjórðungsúrslit eða lengra en 17% karla. Alls eru 12% þátttakenda sem telja að Ísland komist í undanúrslit HM og 6% telja að Ísland fari alla leið í úrslitaleikinn sem er u.þ.b. einu prósentustigi færri en þeir sem töldu að Ísland kæmist í úrslit EM 2016 þegar spurt var hve langt Ísland myndi ná í keppninni. Í könnuninni 2016 voru aðeins 6% þátttakenda sem spáðu rétt fyrir um að Portúgal yrði Evrópumeistari í fyrsta sinn. Fjórir af hverjum tíu Íslendingum töldu að Þjóðverjar yrðu Evrópumeistarar. Næstflestir, eða 17%, höfðu mesta trú á að Frakkar myndu sigra en svo voru 13% sem töldu að Spánverjar yrðu Evrópumeistarar í þriðja sinn í röð. Eins og fyrir EM hefur íslenska þjóðin mesta trú á að Þjóðverjar verði meistarar. Alls eru 34% sem telja að Þjóðverjar verji titilinn og verði þannig heimsmeistarar í fimmta sinn og jafni þar með metin við Brasilíumenn sem hafa oftast orðið meistarar. Þátttakendur hafa næstmesta trú á Argentínu, en 19% telja að Messi og félagar standi uppi sem sigurvegarar í lok móts. Aðeins tveimur prósentustigum færri, eða 15%, telja að Frakkar verði heimsmeistarar núna en töldu að þeir yrðu Evrópumeistarar á heimavelli fyrir tveimur árum síðan. Tiltrú Íslendinga á Spánverjum er mun minni fyrir HM nú en fyrir EM 2016 og fáir eða 4% hafa trú á því að Evrópumeistarar Portúgala lyfti bikarnum eftirsótta þann 15. júlí næstkomandi. Þannig völdu 6% þátttakenda, sem tóku afstöðu þegar spurt var beint hverjir verði heimsmeistarar, Ísland en það voru 8% sem giskuðu á Ísland sem Evrópumeistara fyrir tveimur árum. Næstu vikur og mánuðir verða spennandi fyrir landsliðin okkar í fótbolta. Strákarnir okkar að skrifa nýjan kafla í sögu íslenskrar knattspyrnu með þátttöku á HM og stelpurnar okkar í dauðafæri að tryggja sér þátttöku á HM í Frakklandi 2019. ÁFRAM ÍSLAND!Höfundur er sölustjóri markaðsrannsókna Gallup
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar