Þróunarsamvinna – við getum betur Hópur starfsmanna hjálparsamtaka skrifar skrifar 14. júní 2018 07:00 Upphaf þróunarsamvinnu má rekja aftur til eftirstríðsára seinni heimsstyrjaldar þegar byggja þurfti Evrópu upp að nýju. Alþjóðabankinn var stofnaður auk þess sem Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar árið 1945. Marshall-aðstoðin frá Bandaríkjunum skipti uppbyggingu Evrópu gríðarlega miklu máli og Ísland fann svo sannarlega fyrir því. Ísland þáði Marshall-aðstoðina, þróunaraðstoð, í kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar og skaust í raun þar með inn í nútímann. Um miðjan 8. áratug síðustu aldar hóf Ísland síðan að gefa til baka og fór að veita öðrum ríkjum efnahags- og þróunaraðstoð í stað þess að vera þiggjandi. Stefnur og straumar í þróunarsamvinnu hafa breyst og þróast síðan eftir stríð. Í dag er rík krafa um að þróunarlönd sem þiggja aðstoð hafi hlutdeild í aðstoðinni og beri ábyrgð á framkvæmd hennar en ríkin sem veita þróunaraðstoð séu aðeins til aðstoðar. Það er heimafólk sem veit best hvað þarf til að ástandið batni, hvar aðstoðar er helst þörf og hvernig sé best að innleiða hana í samfélagið. Þar hafa frjáls félagsamtök afar mikilvægu hlutverki að gegna vegna tengingar við grasrótina og þekkingu á innviðum þeirra samfélaga sem í hlut eiga hverju sinni. Ísland er smáríki í hefðbundnum skilningi. En með alþjóðlegu samstarfi hefur Ísland rödd á alþjóðavettvangi, við erum aðilar að Sameinuðu þjóðunum auk fleiri alþjóðasamtaka og á þeim vettvangi höfum við oft sama atkvæðavægi og stórþjóðir. Við getum verið boðberar breytinga til hins betra og í því sambandi má nefna áherslu Íslands á kynja- og jafnréttismál sem svo sannarlega hefur haft áhrif víðs vegar um heiminn og verið öðrum þjóðum hvatning til að taka skref í átt að meira jafnrétti. Í dag gengur margt eða flest vel á Íslandi. Það hefur þó ekki alltaf verið þannig. Á Íslandi var barnadauði lengi vel með hæsta móti, forfeður okkar og mæður upplifðu sárafátækt, dóu úr læknanlegum sjúkdómum, flýðu hér sult og seyru til annarra landa og byggðu sér og afkomendum sínum betra líf. Kannski ekkert ósvipað og fjöldamörg önnur ríki eru að upplifa í samtímanum. Með auknum samgöngum, samvinnu við önnur ríki og alþjóðakerfi, sem smáríki á borð við Ísland byggja hagsæld sína á að verulegu leyti, hefur hagur okkar vænkast. Alþjóðakerfi sem gerir fámennum ríkjum á borð við Ísland kleift að hafa rödd og tækifæri til að tala fyrir bættum og breyttum heimi. Þá orðræðu getur Ísland byggt á þeim gildum sem við viljum kenna okkur við og ekki síst samhjálp sem stuðlar að öruggari heimi og dregur úr fátækt og óstöðugleika. Þurfum að ná markmiðinu Um nokkurra áratuga skeið hafa íslensk stjórnvöld stutt markmið Sameinuðu þjóðanna þess efnis að efnameiri þjóðir láti 0,7% af vergum þjóðartekjum til aðstoðar fátækari ríkja með það að markmiði að byggja þar upp stöðugleika og sjálfbærni. Stöðugleika og sjálfbærni sem myndi stuðla að því að koma í veg fyrir styrjaldir, sárafátækt og draga stórlega úr fjölda flóttafólks sem á það flest sameiginlegt að vilja vera heima hjá sér en geta það ekki vegna ofbeldis, átaka og sárafátæktar. Þótt Ísland sé smáríki og að framlag okkar þjóðar muni ekki eitt og sér koma á stöðugleika og friði um gjörvalla veröld þá getur Ísland, sem fyrr segir, verið öðrum ríkjum fyrirmynd og til eftirbreytni. Eitt skref var nýlega tekið fram á við þegar íslensk stjórnvöld lögðu til hækkun á framlögum Íslands til þróunarmála úr áætluðum 0,25% af vergum þjóðartekjum á næstu árum upp í 0,35%. Þrátt fyrir þetta framfaraskref er enn mjög langur vegur frá því að við náum 0,7% markmiði SÞ. Þangað viljum við komast og því þurfum við sem þjóð að sameinast um áætlanir sem miða að því að ná þessu markmiði. Höfum hátt og tölum fyrir friði, mannréttindum, aukinni samvinnu og þróunarsamvinnu og fáum stærri ríki í lið með okkur. Tölum gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi heima og að heiman. Ísland hefur rödd á alþjóðavettvangi. Nýtum hana og sýnum að smáríkið Ísland getur verið öðrum ríkjum fyrirmynd þegar kemur að alþjóðlegri þróunarsamvinnu sem stuðlar að friði, öryggi, velsæld og þar með færra fólki sem neyðist til að flýja heimkynni sín vegna fátæktar eða stríðsátaka.Höfundar eru: Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar Erna Reynisdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla, Save the Children á Íslandi Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi Laufey Birgisdóttir framkvæmdastjóri ABC barnahjálpar Ragnar Gunnarssonframkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélagaRagnar Schramframkvæmdastjóri SOS BarnaþorpannaStella Samúelsdóttirframkvæmdastýra UN Women á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Kristín S. Hjálmtýsdóttir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Upphaf þróunarsamvinnu má rekja aftur til eftirstríðsára seinni heimsstyrjaldar þegar byggja þurfti Evrópu upp að nýju. Alþjóðabankinn var stofnaður auk þess sem Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar árið 1945. Marshall-aðstoðin frá Bandaríkjunum skipti uppbyggingu Evrópu gríðarlega miklu máli og Ísland fann svo sannarlega fyrir því. Ísland þáði Marshall-aðstoðina, þróunaraðstoð, í kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar og skaust í raun þar með inn í nútímann. Um miðjan 8. áratug síðustu aldar hóf Ísland síðan að gefa til baka og fór að veita öðrum ríkjum efnahags- og þróunaraðstoð í stað þess að vera þiggjandi. Stefnur og straumar í þróunarsamvinnu hafa breyst og þróast síðan eftir stríð. Í dag er rík krafa um að þróunarlönd sem þiggja aðstoð hafi hlutdeild í aðstoðinni og beri ábyrgð á framkvæmd hennar en ríkin sem veita þróunaraðstoð séu aðeins til aðstoðar. Það er heimafólk sem veit best hvað þarf til að ástandið batni, hvar aðstoðar er helst þörf og hvernig sé best að innleiða hana í samfélagið. Þar hafa frjáls félagsamtök afar mikilvægu hlutverki að gegna vegna tengingar við grasrótina og þekkingu á innviðum þeirra samfélaga sem í hlut eiga hverju sinni. Ísland er smáríki í hefðbundnum skilningi. En með alþjóðlegu samstarfi hefur Ísland rödd á alþjóðavettvangi, við erum aðilar að Sameinuðu þjóðunum auk fleiri alþjóðasamtaka og á þeim vettvangi höfum við oft sama atkvæðavægi og stórþjóðir. Við getum verið boðberar breytinga til hins betra og í því sambandi má nefna áherslu Íslands á kynja- og jafnréttismál sem svo sannarlega hefur haft áhrif víðs vegar um heiminn og verið öðrum þjóðum hvatning til að taka skref í átt að meira jafnrétti. Í dag gengur margt eða flest vel á Íslandi. Það hefur þó ekki alltaf verið þannig. Á Íslandi var barnadauði lengi vel með hæsta móti, forfeður okkar og mæður upplifðu sárafátækt, dóu úr læknanlegum sjúkdómum, flýðu hér sult og seyru til annarra landa og byggðu sér og afkomendum sínum betra líf. Kannski ekkert ósvipað og fjöldamörg önnur ríki eru að upplifa í samtímanum. Með auknum samgöngum, samvinnu við önnur ríki og alþjóðakerfi, sem smáríki á borð við Ísland byggja hagsæld sína á að verulegu leyti, hefur hagur okkar vænkast. Alþjóðakerfi sem gerir fámennum ríkjum á borð við Ísland kleift að hafa rödd og tækifæri til að tala fyrir bættum og breyttum heimi. Þá orðræðu getur Ísland byggt á þeim gildum sem við viljum kenna okkur við og ekki síst samhjálp sem stuðlar að öruggari heimi og dregur úr fátækt og óstöðugleika. Þurfum að ná markmiðinu Um nokkurra áratuga skeið hafa íslensk stjórnvöld stutt markmið Sameinuðu þjóðanna þess efnis að efnameiri þjóðir láti 0,7% af vergum þjóðartekjum til aðstoðar fátækari ríkja með það að markmiði að byggja þar upp stöðugleika og sjálfbærni. Stöðugleika og sjálfbærni sem myndi stuðla að því að koma í veg fyrir styrjaldir, sárafátækt og draga stórlega úr fjölda flóttafólks sem á það flest sameiginlegt að vilja vera heima hjá sér en geta það ekki vegna ofbeldis, átaka og sárafátæktar. Þótt Ísland sé smáríki og að framlag okkar þjóðar muni ekki eitt og sér koma á stöðugleika og friði um gjörvalla veröld þá getur Ísland, sem fyrr segir, verið öðrum ríkjum fyrirmynd og til eftirbreytni. Eitt skref var nýlega tekið fram á við þegar íslensk stjórnvöld lögðu til hækkun á framlögum Íslands til þróunarmála úr áætluðum 0,25% af vergum þjóðartekjum á næstu árum upp í 0,35%. Þrátt fyrir þetta framfaraskref er enn mjög langur vegur frá því að við náum 0,7% markmiði SÞ. Þangað viljum við komast og því þurfum við sem þjóð að sameinast um áætlanir sem miða að því að ná þessu markmiði. Höfum hátt og tölum fyrir friði, mannréttindum, aukinni samvinnu og þróunarsamvinnu og fáum stærri ríki í lið með okkur. Tölum gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi heima og að heiman. Ísland hefur rödd á alþjóðavettvangi. Nýtum hana og sýnum að smáríkið Ísland getur verið öðrum ríkjum fyrirmynd þegar kemur að alþjóðlegri þróunarsamvinnu sem stuðlar að friði, öryggi, velsæld og þar með færra fólki sem neyðist til að flýja heimkynni sín vegna fátæktar eða stríðsátaka.Höfundar eru: Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar Erna Reynisdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla, Save the Children á Íslandi Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi Laufey Birgisdóttir framkvæmdastjóri ABC barnahjálpar Ragnar Gunnarssonframkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélagaRagnar Schramframkvæmdastjóri SOS BarnaþorpannaStella Samúelsdóttirframkvæmdastýra UN Women á Íslandi
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun