

Þróunarsamvinna – við getum betur
Stefnur og straumar í þróunarsamvinnu hafa breyst og þróast síðan eftir stríð. Í dag er rík krafa um að þróunarlönd sem þiggja aðstoð hafi hlutdeild í aðstoðinni og beri ábyrgð á framkvæmd hennar en ríkin sem veita þróunaraðstoð séu aðeins til aðstoðar. Það er heimafólk sem veit best hvað þarf til að ástandið batni, hvar aðstoðar er helst þörf og hvernig sé best að innleiða hana í samfélagið. Þar hafa frjáls félagsamtök afar mikilvægu hlutverki að gegna vegna tengingar við grasrótina og þekkingu á innviðum þeirra samfélaga sem í hlut eiga hverju sinni.
Ísland er smáríki í hefðbundnum skilningi. En með alþjóðlegu samstarfi hefur Ísland rödd á alþjóðavettvangi, við erum aðilar að Sameinuðu þjóðunum auk fleiri alþjóðasamtaka og á þeim vettvangi höfum við oft sama atkvæðavægi og stórþjóðir. Við getum verið boðberar breytinga til hins betra og í því sambandi má nefna áherslu Íslands á kynja- og jafnréttismál sem svo sannarlega hefur haft áhrif víðs vegar um heiminn og verið öðrum þjóðum hvatning til að taka skref í átt að meira jafnrétti.
Í dag gengur margt eða flest vel á Íslandi. Það hefur þó ekki alltaf verið þannig. Á Íslandi var barnadauði lengi vel með hæsta móti, forfeður okkar og mæður upplifðu sárafátækt, dóu úr læknanlegum sjúkdómum, flýðu hér sult og seyru til annarra landa og byggðu sér og afkomendum sínum betra líf. Kannski ekkert ósvipað og fjöldamörg önnur ríki eru að upplifa í samtímanum.
Með auknum samgöngum, samvinnu við önnur ríki og alþjóðakerfi, sem smáríki á borð við Ísland byggja hagsæld sína á að verulegu leyti, hefur hagur okkar vænkast. Alþjóðakerfi sem gerir fámennum ríkjum á borð við Ísland kleift að hafa rödd og tækifæri til að tala fyrir bættum og breyttum heimi. Þá orðræðu getur Ísland byggt á þeim gildum sem við viljum kenna okkur við og ekki síst samhjálp sem stuðlar að öruggari heimi og dregur úr fátækt og óstöðugleika.
Þurfum að ná markmiðinu
Um nokkurra áratuga skeið hafa íslensk stjórnvöld stutt markmið Sameinuðu þjóðanna þess efnis að efnameiri þjóðir láti 0,7% af vergum þjóðartekjum til aðstoðar fátækari ríkja með það að markmiði að byggja þar upp stöðugleika og sjálfbærni. Stöðugleika og sjálfbærni sem myndi stuðla að því að koma í veg fyrir styrjaldir, sárafátækt og draga stórlega úr fjölda flóttafólks sem á það flest sameiginlegt að vilja vera heima hjá sér en geta það ekki vegna ofbeldis, átaka og sárafátæktar. Þótt Ísland sé smáríki og að framlag okkar þjóðar muni ekki eitt og sér koma á stöðugleika og friði um gjörvalla veröld þá getur Ísland, sem fyrr segir, verið öðrum ríkjum fyrirmynd og til eftirbreytni.
Eitt skref var nýlega tekið fram á við þegar íslensk stjórnvöld lögðu til hækkun á framlögum Íslands til þróunarmála úr áætluðum 0,25% af vergum þjóðartekjum á næstu árum upp í 0,35%. Þrátt fyrir þetta framfaraskref er enn mjög langur vegur frá því að við náum 0,7% markmiði SÞ. Þangað viljum við komast og því þurfum við sem þjóð að sameinast um áætlanir sem miða að því að ná þessu markmiði.
Höfum hátt og tölum fyrir friði, mannréttindum, aukinni samvinnu og þróunarsamvinnu og fáum stærri ríki í lið með okkur. Tölum gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi heima og að heiman. Ísland hefur rödd á alþjóðavettvangi. Nýtum hana og sýnum að smáríkið Ísland getur verið öðrum ríkjum fyrirmynd þegar kemur að alþjóðlegri þróunarsamvinnu sem stuðlar að friði, öryggi, velsæld og þar með færra fólki sem neyðist til að flýja heimkynni sín vegna fátæktar eða stríðsátaka.
Höfundar eru:
Bjarni Gíslason
framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar
Erna Reynisdóttir
framkvæmdastjóri Barnaheilla, Save the Children á Íslandi
Kristín S. Hjálmtýsdóttir
framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi
Laufey Birgisdóttir
framkvæmdastjóri ABC barnahjálpar
Ragnar Gunnarsson
framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga
Ragnar Schram
framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna
Stella Samúelsdóttir
framkvæmdastýra UN Women á Íslandi
Skoðun

Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns?
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands?
Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar

Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk?
Saga Helgason skrifar

Börn í skjóli Kvennaathvarfsins
Auður Magnúsdóttir skrifar

Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið?
Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar

Nýr vettvangur samskipta?
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan
Hjalti Þórðarson skrifar

Vilja Ísland í sambandsríki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Blikkandi viðvörunarljós
Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar

„Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi
Linda Jónsdóttir skrifar

Metnaðarfull markmið og stórir sigrar
Halla Helgadóttir skrifar

Hvers virði er vara ef hún er ekki seld?
Jón Jósafat Björnsson skrifar

Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ
Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar

Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði
Ólafur Ingólfsson skrifar

Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni
Helga Kristín Kolbeins skrifar

Fé án hirðis
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Myllan sem mala átti gull
Andrés Kristjánsson skrifar

Sjö mýtur um loftslagsbreytingar
Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Pírati pissar í skóinn sinn
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu
Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar

Fáum presta aftur inn í skólana
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina
Hópur Röskvuliða skrifar