Lagaskilyrði um framkvæmd símhlustunar ekki uppfyllt Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. júní 2018 07:00 Lögregla hefur ýmis ráð til þess að sinna hlutverki sínu. Vísir/Stefán Ríkissaksóknari getur ekki sinnt lögbundnu eftirliti sínu með framkvæmd símhlerana hjá lögreglu, vegna þess að kerfi lögreglunnar heldur ekki utan um hverjir hlusta á og fá afrit af upptökum hleraðra símtala. Þetta kemur fram í skýrslu ríkissaksóknara um eftirlit með símhlustunum og sambærilegum úrræðum sem birt var á vef ríkissaksóknara í gær. Með lagabreytingu sem tók gildi 1. janúar 2017 voru kröfur í lögum hertar annars vegar um eyðingu á upptökum hleraðra símtala og sambærilegra gagna sem aflað er við rannsóknir sakamála, og hins vegar um tilkynningar til þeirra sem sætt hafa slíkum íþyngjandi rannsóknaraðgerðum lögreglu. Í Hleranum, gagnagrunni lögreglunnar sem heldur utan um upptökur hleraðra símtala, er ekki hægt að hlusta á upptökur, heldur þarf að afrita upptökur símtala á disk eða USB-lykil og afhenda allt efnið til rannsóknaraðila viðkomandi máls. Rannsakendur geta verið fleiri en einn og engin leið er að rekja hversu mörg afrit eru gerð af upptökum eftir að þær eru teknar út úr gagnagrunninum eða hver hlustar á þær. Þetta gerir að verkum að rannsakendur geta hlustað á upptökur að vild án þess að skilja eftir sig rekjanlega slóð, þar á meðal mögulega samtöl sakborninga við verjendur sína, en slíkum gögnum á lögum samkvæmt að eyða tafarlaust.Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri.Vísir/StefánUnnið er að því hjá ríkislögreglustjóra að aðlaga LÖKE, málaskrá lögreglunnar, þannig að upptökur símtala og önnur gögn sem verða til við slíkar rannsóknaraðgerðir lögreglu verði vistuð í málaskránni og þar verði hægt að stýra aðgangi að gögnunum og logga hverjir hlusta og hvenær. „Við viljum hafa þetta þannig að enginn geti tekið afrit úr LÖKE nema það sé skráð og slík afritagerð megi bara miðast við það sem leggja eigi fram í sakamáli og annað fari aldrei út úr LÖKE. Um leið og eitthvað fer út úr LÖKE höfum við enga leið lengur til að fullyrða hvort og hve mörg afrit eru til af því sem þaðan er tekið,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari en embættinu er meðal annars falið að hafa eftirlit með því að eyðing gagnanna fari fram í samræmi við lög. Gert er ráð fyrir því að eftir breytinguna haldi kerfið einnig utan um eyðingu gagna sem á að fara fram án tafar, svo sem gögn sem innihalda samtöl sakborninga við verjendur sína, en kerfið muni einnig logga mögulega hlustun á slík símtöl áður en þeim er eytt. Helgi tekur dæmi af svokölluðum hrunmálum þar sem menn hafi haldið því fram að hlustað hafi verið á samtöl sakborninga við verjendur sína. „Vandi lögreglunnar þar er sá að við getum eiginlega ekki neitað þessu af því að við höfum engin gögn til að sýna fram á hver hlustaði og hversu mikið.“ Í skýrslu sinni lýsir ríkissaksóknari áhyggjum af því að enn muni líða nokkur tími áður en LÖKE geti uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru í lögum. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að stefnt sé að því að um áramót verði öll gögn komin í hið nýja kerfi og upptökum miðlað til þeirra sem þurfa að vinna með þau í gegnum kerfið þar sem hægt verði að rekja hver hlustaði á hvaða upptöku, hvar og hvenær. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Sjá meira
Ríkissaksóknari getur ekki sinnt lögbundnu eftirliti sínu með framkvæmd símhlerana hjá lögreglu, vegna þess að kerfi lögreglunnar heldur ekki utan um hverjir hlusta á og fá afrit af upptökum hleraðra símtala. Þetta kemur fram í skýrslu ríkissaksóknara um eftirlit með símhlustunum og sambærilegum úrræðum sem birt var á vef ríkissaksóknara í gær. Með lagabreytingu sem tók gildi 1. janúar 2017 voru kröfur í lögum hertar annars vegar um eyðingu á upptökum hleraðra símtala og sambærilegra gagna sem aflað er við rannsóknir sakamála, og hins vegar um tilkynningar til þeirra sem sætt hafa slíkum íþyngjandi rannsóknaraðgerðum lögreglu. Í Hleranum, gagnagrunni lögreglunnar sem heldur utan um upptökur hleraðra símtala, er ekki hægt að hlusta á upptökur, heldur þarf að afrita upptökur símtala á disk eða USB-lykil og afhenda allt efnið til rannsóknaraðila viðkomandi máls. Rannsakendur geta verið fleiri en einn og engin leið er að rekja hversu mörg afrit eru gerð af upptökum eftir að þær eru teknar út úr gagnagrunninum eða hver hlustar á þær. Þetta gerir að verkum að rannsakendur geta hlustað á upptökur að vild án þess að skilja eftir sig rekjanlega slóð, þar á meðal mögulega samtöl sakborninga við verjendur sína, en slíkum gögnum á lögum samkvæmt að eyða tafarlaust.Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri.Vísir/StefánUnnið er að því hjá ríkislögreglustjóra að aðlaga LÖKE, málaskrá lögreglunnar, þannig að upptökur símtala og önnur gögn sem verða til við slíkar rannsóknaraðgerðir lögreglu verði vistuð í málaskránni og þar verði hægt að stýra aðgangi að gögnunum og logga hverjir hlusta og hvenær. „Við viljum hafa þetta þannig að enginn geti tekið afrit úr LÖKE nema það sé skráð og slík afritagerð megi bara miðast við það sem leggja eigi fram í sakamáli og annað fari aldrei út úr LÖKE. Um leið og eitthvað fer út úr LÖKE höfum við enga leið lengur til að fullyrða hvort og hve mörg afrit eru til af því sem þaðan er tekið,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari en embættinu er meðal annars falið að hafa eftirlit með því að eyðing gagnanna fari fram í samræmi við lög. Gert er ráð fyrir því að eftir breytinguna haldi kerfið einnig utan um eyðingu gagna sem á að fara fram án tafar, svo sem gögn sem innihalda samtöl sakborninga við verjendur sína, en kerfið muni einnig logga mögulega hlustun á slík símtöl áður en þeim er eytt. Helgi tekur dæmi af svokölluðum hrunmálum þar sem menn hafi haldið því fram að hlustað hafi verið á samtöl sakborninga við verjendur sína. „Vandi lögreglunnar þar er sá að við getum eiginlega ekki neitað þessu af því að við höfum engin gögn til að sýna fram á hver hlustaði og hversu mikið.“ Í skýrslu sinni lýsir ríkissaksóknari áhyggjum af því að enn muni líða nokkur tími áður en LÖKE geti uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru í lögum. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að stefnt sé að því að um áramót verði öll gögn komin í hið nýja kerfi og upptökum miðlað til þeirra sem þurfa að vinna með þau í gegnum kerfið þar sem hægt verði að rekja hver hlustaði á hvaða upptöku, hvar og hvenær.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Sjá meira