Hæstiréttur hafnar Alex Jones Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2025 10:21 Alex Jones þegar hann bar vitni í dómsal árið 2022. AP/Tyler Sizemore Dómarar hæstaréttar Bandaríkjanna höfnuðu í gær kröfu Alex Jones, samsæriskenningasmiðs, vegna 1,4 milljarða dala skaðabótagreiðslu til foreldra barna sem myrt voru í Sandy Hook á árum áður. Hann vildi að dómararnir felldu niður kröfu foreldranna í garð hans og tækju áfrýjun hans á fyrri úrskurði til málsmeðferðar. Jones sagði samkvæmt frétt Washington Post það einu leiðina til að koma í veg fyrir að Infowars, miðill sem hann hefur rekið um árabil, yrði seldur til ádeilumiðilsins Onion. Sú sala var þó stöðvuð af gjaldþrotadómstól í Texas. Jones var fyrir nokkrum árum dæmdur til að greiða foreldrum barna sem dóu í árásinni skaðabætur fyrir að hafa um árabil dreift samsæriskenningum um foreldrana og börn þeirra. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana í Sandy Hook auk sex starfsmanna skólans. Jones notaði InfoWars til að dreifa sögum um að börnin sem voru myrt hefðu ekki verið raunveruleg og að foreldrar þeirra væru leikarar. Foreldrarnir stóðu lengi frammi fyrir áreiti og ógnunum frá áhorfendum Jones. Eftir langvarandi málaferli foreldranna gegn Jones komust dómarar árið 2022 að þeirri niðurstöðu að hann ætti að greiða þeim um 1,5 milljarða dala. Jones dró fæturna í að greiða foreldrunum þessar upphæðir og sagðist ekki hafa efni á því, á sama tíma og hann lifði í vellystingum. Í september í fyrra var svo ákveðið að InfoWars og tengdar eignir Jones yrðu seldar á uppboði. Það uppboð unnu eigendur Onion, með stuðningi foreldranna. Eins og áður segir var sú sala stöðvuð og er gjaldþrotamál Jones nú fyrir dómstól í Texas. Í kröfu til hæstaréttar sögðu lögmenn Jones að sala Infowars til Onion myndi „rugla hlustendur“ hans og gera út af við boðskap hans. Það væri vegna þess að stjórnendur Onion hafa sagst ætla að nota Infowars til að birta ádeilu gegn Jones og öðrum sambærilegum samsæringum. Þeir segja einnig að Jones sé ekki borgunarmaður fyrir skuldum sínum. Foreldrarnir hafa þó um árabil sakað Jones um að lifa í vellystingum og eyða umtalsverðum peningum, án þess að greiða þeim. AP fréttaveitan hefur eftir lögmanni fjölskyldanna að Jones eigi nú enga aðra kosti en að gjalda fyrir þann skaða sem hann hafi valdið fjölskyldum barnanna sem dóu í árásinni í Sandy Hook. Sjálfur sagði Jones í þætti sínum í gær að dómararnir myndu ekki taka upp áfrýjun hans, ekki vegna þess að málstaður hans væri ekki réttur og góður, heldur vegna pólitíkur. Þá sagðist hann ekki eiga séns á að greiða skaðabæturnar til fjölskyldanna og hélt því fram að eigur hans væru rétt rúmlega þrjú hundruð þúsund dala virði. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Hæstiréttur Bandaríkjanna Erlend sakamál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Jones sagði samkvæmt frétt Washington Post það einu leiðina til að koma í veg fyrir að Infowars, miðill sem hann hefur rekið um árabil, yrði seldur til ádeilumiðilsins Onion. Sú sala var þó stöðvuð af gjaldþrotadómstól í Texas. Jones var fyrir nokkrum árum dæmdur til að greiða foreldrum barna sem dóu í árásinni skaðabætur fyrir að hafa um árabil dreift samsæriskenningum um foreldrana og börn þeirra. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana í Sandy Hook auk sex starfsmanna skólans. Jones notaði InfoWars til að dreifa sögum um að börnin sem voru myrt hefðu ekki verið raunveruleg og að foreldrar þeirra væru leikarar. Foreldrarnir stóðu lengi frammi fyrir áreiti og ógnunum frá áhorfendum Jones. Eftir langvarandi málaferli foreldranna gegn Jones komust dómarar árið 2022 að þeirri niðurstöðu að hann ætti að greiða þeim um 1,5 milljarða dala. Jones dró fæturna í að greiða foreldrunum þessar upphæðir og sagðist ekki hafa efni á því, á sama tíma og hann lifði í vellystingum. Í september í fyrra var svo ákveðið að InfoWars og tengdar eignir Jones yrðu seldar á uppboði. Það uppboð unnu eigendur Onion, með stuðningi foreldranna. Eins og áður segir var sú sala stöðvuð og er gjaldþrotamál Jones nú fyrir dómstól í Texas. Í kröfu til hæstaréttar sögðu lögmenn Jones að sala Infowars til Onion myndi „rugla hlustendur“ hans og gera út af við boðskap hans. Það væri vegna þess að stjórnendur Onion hafa sagst ætla að nota Infowars til að birta ádeilu gegn Jones og öðrum sambærilegum samsæringum. Þeir segja einnig að Jones sé ekki borgunarmaður fyrir skuldum sínum. Foreldrarnir hafa þó um árabil sakað Jones um að lifa í vellystingum og eyða umtalsverðum peningum, án þess að greiða þeim. AP fréttaveitan hefur eftir lögmanni fjölskyldanna að Jones eigi nú enga aðra kosti en að gjalda fyrir þann skaða sem hann hafi valdið fjölskyldum barnanna sem dóu í árásinni í Sandy Hook. Sjálfur sagði Jones í þætti sínum í gær að dómararnir myndu ekki taka upp áfrýjun hans, ekki vegna þess að málstaður hans væri ekki réttur og góður, heldur vegna pólitíkur. Þá sagðist hann ekki eiga séns á að greiða skaðabæturnar til fjölskyldanna og hélt því fram að eigur hans væru rétt rúmlega þrjú hundruð þúsund dala virði.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Hæstiréttur Bandaríkjanna Erlend sakamál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira