Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Tómas Arnar Þorláksson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 14. október 2025 21:04 Katrín Sif Einarsdóttir er sennilega einn víðförlasti Íslendingurinn. aðsend Íslensk kona sem hefur ferðast til nær allra landa heims segist þó nokkru sinnum hafa orðið fyrir áreiti fyrir það að vera einsömul kona á faraldsfæti. Hún hvetur þó konur til að láta ekkert stöðva sig og upplifa heiminn. Hún vinnur í um þrjá mánuði á ári og ferðast restina og hyggst klára að heimsækja síðustu ríki heims sem hún hefur ekki heimsótt þegar á næstu mánuðum. Ferðalangurinn Katrín Sif Einarsdóttir hefur varið síðustu tuttugu árum á faraldsfæti og heimsótt öll ríki heims fyrir utan ellefu í Mið-Afríku sem hún hyggst strika af lista sínum í vetur. Hún gerir ferðalögum sínum góð skil á Instagram síðu sinni. Stefnir á síðasta landið á afmælisdaginn Fréttastofa ræddi við Katrínu þar sem hún beið á flugvelli en hún reiknar ekki með að snúa aftur heim fyrr en næsta sumar. „Ég hef stundum orðið þreytt. Ég hugsaði einu sinni um að hætta en svo er ég kannski kjurr í tvær vikur eða ekkert að gerast. Þá verð ég mjög óróleg og er strax búin að undirbúa næstu ferð,“ segir Katrín Sif. Hún hyggst ljúka markmiðið sínu í eyríkinu Saó Tóme og Prinsípe á 39 ára afmælsidegi sínum. Fjársjóður í fjörunni.aðsend „Þar verður strönd og aðeins minna stríð og vesen. Ég ætla kannski að reyna lenda þar á afmælisdaginn minn. Fagna svolítið og bjóða vinum með.“ Flogin eins og farfuglarnir eftir sumarvinnu á Íslandi Katrín starfar sem jógakennari og leiðsögumaður hér á landi þrjá til fjóra mánuði á ári en ferðast það sem eftir er árs. Katrín hefur einnig fengið styrki frá fólki á vefsíðu hennar á Patreon. „Ég hef eiginlega alltaf eytt öllum mínum pening í að ferðast. Þá getur maður reiknað út svona tvær þrjár milljónir á ári í tuttgu ár. Ég er alltaf á Íslandi á sumrin að vinna. Síðan er ég eins og grágæs eða farfugl sem fer bara suður eftir sumarið og kem kannski aftur heim um vorin. Ég ólst upp í Kanada líka og var þar í háskóla. Ég hef ekki alltaf verið á Íslandi. Ég hef alltaf ná að ferðast sex til átta mánuði á ári,“ segir Katrín sem er með þrjár háskólagráður, en kveðst hafa lært langmest af því að ferðast um heiminn. Alls konar ævintýri einkenni síðustu ár en einnig hremmingar. Það geti verið erfitt að ferðast ein. „Fararstjóri“ í Kongó reyndi að eignast hana „Ég var með fararstjóra sem reyndi að ræna mér í rauninni, ég veit ekki hvað er besta orðið fyrir þetta. Það var í Kongó,“ rifjar Katrín til dæmis upp. Katrín segist aldrei örugglega aldrei munu hætta að ferðast.aðsend „Hann átti að vera fararstjórinn minn. Við áttum að vera að fara að skoða stóra apa, silfurbaksgórillur. Ég var í Uganda á ráðstefnu að segja frá eco-tourism sem ég skrifaði meistararitgerðina mína um og mér var bent á gæja í Kongó til að fara að skoða górillur. En það voru örugglega einhverjar frekari upplýsingar sem fylgdu um að ég væri ung, ógift og falleg eða eitthvað. Og þegar hann tók á móti mér þá tók hann vegabréfið mitt, stimplaði ekki rétt, var ekki kominn með gönguleyfi til að skoða apana og hann labbaði með mig yfir frá Úganda til Kongó og ég var ólöglega í Kongó en var búin að stimpla mig út í Úganda,“ Hún hafi hvergi getað farið, en maðurinn hafi sagt henni að hún yrði bara að bíða hjá honum. Hún gæti verið móðir barnanna hans og haldið lífi sínu áfram með honum. „Þetta var pínu óþægilegt,“ segir Katrín. „Einn fararstjóri í Tansaníu reyndi að brjótast inn til mín um miðja nótt,“ nefnir hún einnig sem dæmi, en bendir á að fyrir hverja slæma eða erfiða reynslu séu hundrað góðar og skemmtilegar minningar og reynslusögur á móti. Katrín Sif slök á ströndinni.aðsend Tók gamlárskvöld tvisvar á sama árinu Verstu sögurnar snúast alltaf um karlmenn að vera kynferðislegir og óþægilegir. Mitt ferðalag hefur gert mig að þeirri konu sem ég er í dag og ég er mjög stolt af því og ég hef lært svo mikið. Ég mæli hundrað prósent með því fyrir konur að ferðast einar. Þetta skapar sjálfstæði. Þá sér maður um sjálfa sig og hugsar um sig og maður setur sjálfa sig í fyrsta sæti alltaf. Ég dáist af konum sem ég er að hitta á leiðinni og hugsa eins og ég. Við getum þetta. Við erum að gera þetta og þetta reddast skilurðu,“ segir Katrín. Hún segir einnig gamlárskvöldin 2016, í fleirtölu, hafa verið eftirminnileg. „Ég hélt upp á gamlársdag árið 2016 tvisvar. Þegar ég var í Nýja Sjálandi 31. desember og næsta morgun flaug ég til Samóa og þá var ég komin yfir dagalínuna og þá var aftur 31. desember.“ Hvernig er að vera klára þetta? eru þetta blendnar tilfinningar? „Ég er aldrei búin að ferðast. Þetta er ekki lokakaflinn þetta eru bara síðustu löndin. Ég hef oft farið tvisvar til fjórum sinnum til sama landsins. Ég held að ég muni ferðast áfram að eilífu,“ segir Katrín. Ferðalög Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Ferðalangurinn Katrín Sif Einarsdóttir hefur varið síðustu tuttugu árum á faraldsfæti og heimsótt öll ríki heims fyrir utan ellefu í Mið-Afríku sem hún hyggst strika af lista sínum í vetur. Hún gerir ferðalögum sínum góð skil á Instagram síðu sinni. Stefnir á síðasta landið á afmælisdaginn Fréttastofa ræddi við Katrínu þar sem hún beið á flugvelli en hún reiknar ekki með að snúa aftur heim fyrr en næsta sumar. „Ég hef stundum orðið þreytt. Ég hugsaði einu sinni um að hætta en svo er ég kannski kjurr í tvær vikur eða ekkert að gerast. Þá verð ég mjög óróleg og er strax búin að undirbúa næstu ferð,“ segir Katrín Sif. Hún hyggst ljúka markmiðið sínu í eyríkinu Saó Tóme og Prinsípe á 39 ára afmælsidegi sínum. Fjársjóður í fjörunni.aðsend „Þar verður strönd og aðeins minna stríð og vesen. Ég ætla kannski að reyna lenda þar á afmælisdaginn minn. Fagna svolítið og bjóða vinum með.“ Flogin eins og farfuglarnir eftir sumarvinnu á Íslandi Katrín starfar sem jógakennari og leiðsögumaður hér á landi þrjá til fjóra mánuði á ári en ferðast það sem eftir er árs. Katrín hefur einnig fengið styrki frá fólki á vefsíðu hennar á Patreon. „Ég hef eiginlega alltaf eytt öllum mínum pening í að ferðast. Þá getur maður reiknað út svona tvær þrjár milljónir á ári í tuttgu ár. Ég er alltaf á Íslandi á sumrin að vinna. Síðan er ég eins og grágæs eða farfugl sem fer bara suður eftir sumarið og kem kannski aftur heim um vorin. Ég ólst upp í Kanada líka og var þar í háskóla. Ég hef ekki alltaf verið á Íslandi. Ég hef alltaf ná að ferðast sex til átta mánuði á ári,“ segir Katrín sem er með þrjár háskólagráður, en kveðst hafa lært langmest af því að ferðast um heiminn. Alls konar ævintýri einkenni síðustu ár en einnig hremmingar. Það geti verið erfitt að ferðast ein. „Fararstjóri“ í Kongó reyndi að eignast hana „Ég var með fararstjóra sem reyndi að ræna mér í rauninni, ég veit ekki hvað er besta orðið fyrir þetta. Það var í Kongó,“ rifjar Katrín til dæmis upp. Katrín segist aldrei örugglega aldrei munu hætta að ferðast.aðsend „Hann átti að vera fararstjórinn minn. Við áttum að vera að fara að skoða stóra apa, silfurbaksgórillur. Ég var í Uganda á ráðstefnu að segja frá eco-tourism sem ég skrifaði meistararitgerðina mína um og mér var bent á gæja í Kongó til að fara að skoða górillur. En það voru örugglega einhverjar frekari upplýsingar sem fylgdu um að ég væri ung, ógift og falleg eða eitthvað. Og þegar hann tók á móti mér þá tók hann vegabréfið mitt, stimplaði ekki rétt, var ekki kominn með gönguleyfi til að skoða apana og hann labbaði með mig yfir frá Úganda til Kongó og ég var ólöglega í Kongó en var búin að stimpla mig út í Úganda,“ Hún hafi hvergi getað farið, en maðurinn hafi sagt henni að hún yrði bara að bíða hjá honum. Hún gæti verið móðir barnanna hans og haldið lífi sínu áfram með honum. „Þetta var pínu óþægilegt,“ segir Katrín. „Einn fararstjóri í Tansaníu reyndi að brjótast inn til mín um miðja nótt,“ nefnir hún einnig sem dæmi, en bendir á að fyrir hverja slæma eða erfiða reynslu séu hundrað góðar og skemmtilegar minningar og reynslusögur á móti. Katrín Sif slök á ströndinni.aðsend Tók gamlárskvöld tvisvar á sama árinu Verstu sögurnar snúast alltaf um karlmenn að vera kynferðislegir og óþægilegir. Mitt ferðalag hefur gert mig að þeirri konu sem ég er í dag og ég er mjög stolt af því og ég hef lært svo mikið. Ég mæli hundrað prósent með því fyrir konur að ferðast einar. Þetta skapar sjálfstæði. Þá sér maður um sjálfa sig og hugsar um sig og maður setur sjálfa sig í fyrsta sæti alltaf. Ég dáist af konum sem ég er að hitta á leiðinni og hugsa eins og ég. Við getum þetta. Við erum að gera þetta og þetta reddast skilurðu,“ segir Katrín. Hún segir einnig gamlárskvöldin 2016, í fleirtölu, hafa verið eftirminnileg. „Ég hélt upp á gamlársdag árið 2016 tvisvar. Þegar ég var í Nýja Sjálandi 31. desember og næsta morgun flaug ég til Samóa og þá var ég komin yfir dagalínuna og þá var aftur 31. desember.“ Hvernig er að vera klára þetta? eru þetta blendnar tilfinningar? „Ég er aldrei búin að ferðast. Þetta er ekki lokakaflinn þetta eru bara síðustu löndin. Ég hef oft farið tvisvar til fjórum sinnum til sama landsins. Ég held að ég muni ferðast áfram að eilífu,“ segir Katrín.
Ferðalög Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira