Uppdópað gengi Seðlabanka veldur vaxandi usla og tjóni Ole Anton Bieltvedt skrifar 1. júní 2018 07:00 Ein elzta prentsmiðja og kassagerð landsins, Oddi, neyddist fyrir nokkru til að hætta framleiðslu á bylgju- og plastumbúðum, og þurfti að segja upp helmingi starfsmanna sinna, 86 manns. Á okkar mælikvarða var þetta gífurlega stór og alvarleg hópuppsögn. Er við því að búast, að önnur iðnfyrirtæki, sem selja mest á innlendum markaði, líka auðvitað ferðaþjónustan, séu komin í svipaðan vanda, en uppdópað gengi krónunnar lækkar verð á innfluttri vöru, meðan það torveldar innlendum iðnfyrirtækjum, sem hafa líka sinn háa launakostnað, yfirkeyrðan fjármagnskostnað og lítinn markað, að keppa við innflutta, erlenda framleiðslu. Innlend iðnfyrirtæki hafa í raun ekki átt þess kost, vegna okurvaxta og uppdópaðs gengis, að keppa á jafnréttisgrundvelli við erlend iðnfyrirtæki í mörg misseri, þó að þau hafi að nokkru haldið velli vegna nálægðar og tengsla við heimamarkaðinn. Alþjóðleg samkeppnisstaða byggist á fjórum meginþáttum:LaunakostnaðiFjármagnskostnaðiGengi gjaldmiðlaTollum Auðvitað kemur fleira til, eins og menntun, reynsla og hæfni stjórnenda, agi, gæðavitund og verklag iðnverkafólks o.s.frv. Mikilvægt er líka, um hverskyns iðnvarning er að ræða. Einfaldan varning má að verulegu leyti framleiða án þess að mannshöndin komi þar mikið nærri. Gallinn er samt sá, að slík tækni kallar á meira framleiðslumagn en íslenzkur markaður oft leyfir. Annars vegar þarf því fjármagnskostnaður að vera hóflegur, svo að unnt sé að fjárfesta í kostnaðarsamri sjálfvirkri framleiðslutækni, og hins vegar þarf gengi krónunnar að vera „rétt“ svo líka sé hægt að flytja út, ef þörf krefur. Væntanlega var „rétt gengi“, eða öllu heldur skortur á því, afgerandi þáttur í vanda Odda, en „rétt gengi“ myndi hækka kostnað innfluttrar samkeppnisvöru og jafnframt lækka verð útfluttrar vöru í erlendri mynt. Fyrsta forsenda fyrir „réttu gengi“ milli tveggja gjaldmiðla, er, að ávöxtunin, sem aftur byggist á verðbólgu, sé svipuð. Spurningin er sem sagt, annars vegar, hversu mikla ávöxtun fær fjárfestir af fjárfestingu í tilteknum gjaldmiðli og hins vegar, með hversu stöðugu verðgildi gjaldmiðilsins getur fjárfestirinn reiknað. Síðustu árin hefur verðbólga í hinum vestræna heimi verið frá núlli upp í um tvö prósent. Um þessar mundir er verðbólga í Bandaríkjunum 2,1%, í Bretlandi 2,9%, í Þýzkalandi 1,65% og í Evrópu 1,35%. Á sama tíma eru stýrivextir í Bandaríkjunum 1,25-1,5%, í Bretlandi 0,5% og í Þýkalandi og Evrópu 0,00%. M.ö.o. er verðbólgan í öllum okkar helztu viðskiptalöndum verulega miklu meiri en stýrivextir. Til að við getum flutt inn og út frá þessum helztu viðskiptalöndum okkar á jafnræðisgrundvelli, þyrfti hlutfall milli verðbólgu og vaxta auðvitað að vera svipað hér. Því er þó kolöfugt farið. Stýrivextir hér hafa verið margfalt hærri en verðbólgan, en, í raun, ef hún er reiknuð á sama hátt og í nefndum viðskiptalöndum (án fasteignakostnaðar), hefur hún verið í allt að MÍNUS 2,6% síðustu misseri; hjá okkur hefur verið langvarandi og stöðug verðhjöðnun, á sama tíma og stýrivextir hér eru nú 4,25%. Með þessum óskiljanlega hætti, sem brýtur í bága við síðustu og beztu aðferðafræði allra annarra vestrænna seðlabanka, dópar Seðlabankinn hér upp krónuna, langt upp fyrir sann- eða raunverði, og afskræmir gjöld og tekjur helztu atvinnuvega landsins. Miðað við fjármálavísindi seðlabanka helztu viðskiptalanda okkar, ættu stýrivextir á Íslandi í hæsta falli að vera við núllið, en í raun eru þeir, sem sagt, plús 4,25%, sem er yfirkeyrt og óskiljanlegt og dópar sennilega upp krónuna um 10-20%. Frá mínum bæjardyrum séð, ber Seðlabankinn meginsökina og -ábyrgðina á fjöldauppsögnunum bæði hjá Granda á Akranesi í fyrra og hjá Odda hér í Reykjavík nú, með sinni glórulausu vaxtastefnu, og er þá ótalinn uppsafnaður og enn óþekktur vandi fjölmargra annarra fyrirtækja, sem enn reyna að berjast, bæði á sviði iðnaðar og ferðaþjónustu.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ein elzta prentsmiðja og kassagerð landsins, Oddi, neyddist fyrir nokkru til að hætta framleiðslu á bylgju- og plastumbúðum, og þurfti að segja upp helmingi starfsmanna sinna, 86 manns. Á okkar mælikvarða var þetta gífurlega stór og alvarleg hópuppsögn. Er við því að búast, að önnur iðnfyrirtæki, sem selja mest á innlendum markaði, líka auðvitað ferðaþjónustan, séu komin í svipaðan vanda, en uppdópað gengi krónunnar lækkar verð á innfluttri vöru, meðan það torveldar innlendum iðnfyrirtækjum, sem hafa líka sinn háa launakostnað, yfirkeyrðan fjármagnskostnað og lítinn markað, að keppa við innflutta, erlenda framleiðslu. Innlend iðnfyrirtæki hafa í raun ekki átt þess kost, vegna okurvaxta og uppdópaðs gengis, að keppa á jafnréttisgrundvelli við erlend iðnfyrirtæki í mörg misseri, þó að þau hafi að nokkru haldið velli vegna nálægðar og tengsla við heimamarkaðinn. Alþjóðleg samkeppnisstaða byggist á fjórum meginþáttum:LaunakostnaðiFjármagnskostnaðiGengi gjaldmiðlaTollum Auðvitað kemur fleira til, eins og menntun, reynsla og hæfni stjórnenda, agi, gæðavitund og verklag iðnverkafólks o.s.frv. Mikilvægt er líka, um hverskyns iðnvarning er að ræða. Einfaldan varning má að verulegu leyti framleiða án þess að mannshöndin komi þar mikið nærri. Gallinn er samt sá, að slík tækni kallar á meira framleiðslumagn en íslenzkur markaður oft leyfir. Annars vegar þarf því fjármagnskostnaður að vera hóflegur, svo að unnt sé að fjárfesta í kostnaðarsamri sjálfvirkri framleiðslutækni, og hins vegar þarf gengi krónunnar að vera „rétt“ svo líka sé hægt að flytja út, ef þörf krefur. Væntanlega var „rétt gengi“, eða öllu heldur skortur á því, afgerandi þáttur í vanda Odda, en „rétt gengi“ myndi hækka kostnað innfluttrar samkeppnisvöru og jafnframt lækka verð útfluttrar vöru í erlendri mynt. Fyrsta forsenda fyrir „réttu gengi“ milli tveggja gjaldmiðla, er, að ávöxtunin, sem aftur byggist á verðbólgu, sé svipuð. Spurningin er sem sagt, annars vegar, hversu mikla ávöxtun fær fjárfestir af fjárfestingu í tilteknum gjaldmiðli og hins vegar, með hversu stöðugu verðgildi gjaldmiðilsins getur fjárfestirinn reiknað. Síðustu árin hefur verðbólga í hinum vestræna heimi verið frá núlli upp í um tvö prósent. Um þessar mundir er verðbólga í Bandaríkjunum 2,1%, í Bretlandi 2,9%, í Þýzkalandi 1,65% og í Evrópu 1,35%. Á sama tíma eru stýrivextir í Bandaríkjunum 1,25-1,5%, í Bretlandi 0,5% og í Þýkalandi og Evrópu 0,00%. M.ö.o. er verðbólgan í öllum okkar helztu viðskiptalöndum verulega miklu meiri en stýrivextir. Til að við getum flutt inn og út frá þessum helztu viðskiptalöndum okkar á jafnræðisgrundvelli, þyrfti hlutfall milli verðbólgu og vaxta auðvitað að vera svipað hér. Því er þó kolöfugt farið. Stýrivextir hér hafa verið margfalt hærri en verðbólgan, en, í raun, ef hún er reiknuð á sama hátt og í nefndum viðskiptalöndum (án fasteignakostnaðar), hefur hún verið í allt að MÍNUS 2,6% síðustu misseri; hjá okkur hefur verið langvarandi og stöðug verðhjöðnun, á sama tíma og stýrivextir hér eru nú 4,25%. Með þessum óskiljanlega hætti, sem brýtur í bága við síðustu og beztu aðferðafræði allra annarra vestrænna seðlabanka, dópar Seðlabankinn hér upp krónuna, langt upp fyrir sann- eða raunverði, og afskræmir gjöld og tekjur helztu atvinnuvega landsins. Miðað við fjármálavísindi seðlabanka helztu viðskiptalanda okkar, ættu stýrivextir á Íslandi í hæsta falli að vera við núllið, en í raun eru þeir, sem sagt, plús 4,25%, sem er yfirkeyrt og óskiljanlegt og dópar sennilega upp krónuna um 10-20%. Frá mínum bæjardyrum séð, ber Seðlabankinn meginsökina og -ábyrgðina á fjöldauppsögnunum bæði hjá Granda á Akranesi í fyrra og hjá Odda hér í Reykjavík nú, með sinni glórulausu vaxtastefnu, og er þá ótalinn uppsafnaður og enn óþekktur vandi fjölmargra annarra fyrirtækja, sem enn reyna að berjast, bæði á sviði iðnaðar og ferðaþjónustu.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun