Pútín segist ekki vilja sundra ESB Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. júní 2018 06:48 Vladímír Pútín segist vilja sameinað og sterkt Evrópusamband. Vísir/EPA Rússlandsforsetinn Vladímír Pútín segir það ekki markmið sitt að kljúfa Evrópusambandið í herðar niður. Þvert á móti sé sambandið einn mikilvægasti bandamaður Rússlands á alþjóðvettvangi, ekki síst þegar kemur að viðskiptum. Pútín undirbýr sig nú fyrir ferð sína til Austurríkis. Þetta er fyrsta ferð forsetans til ríkis í Vestur-Evrópu í um heilt ár. Í samtali við austurríska sjónvarpsstöð segir forsteinn að hann vilji „sameinað og dafnandi“ Evrópusamband. Vandamál ESB séu í raun vandamál Rússa, utanríkisverslun ríkisins hvíli nær algjörlega á viðskiptum við aðildarríki sambandsins. „Við þurfum að styrkja samvinnunna við ESB. Það er ekki markmið okkar að sundra nokkru innan sambandsins,“ sagði Pútín ennfremur. Rússar hafa verið gagnrýndir fyrir að reyna að hafa áhrif á kosningar í Evrópu. Hafa þeir verið sakaðir um að menga kosningaumræður ríkjanna með margvíslegum áróðri, sem oftar en ekki elur á andúð á ESB og fjölmenningu. Pútín mun funda með forseta Austurríkis, Alexander Van der Bellen, og kanslaranum Sebastian Kurz. Aðspurður um tengsl flokks síns við austurríska Frelsisflokkinn, stjórnarflokkinn sem hefur efasemdir um aðild að Evrópusambandinu, segir Pútín þau vera engin. Þó má ætla að viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússum, sem komið var á laggirnar eftir innlimun Krímskagans árið 2014, verði fyrirferðamiklar í viðræðum Pútíns og ESB-efasemdarmannanna í Austurríki. Greinandi breska ríkisútvarpsins telur að Pútín muni nýta fundinn til að draga úr einangrun Rússa á alþjóðavettvangi. Forsetinn viti að ESB stendur nú í stappi við Bandaríkjastjórn, sem hefur hækkað tolla á innfluttar evrópskar vörur, og því sé þetta rétti tíminn til að rétta fram rússneska hjálparhönd. Evrópusambandið Tengdar fréttir Pútín lofar að bæta kjör almennings við upphaf fjórða kjörtímabils síns Vladímír Pútín hefur verið forseti eða forsætisráðherra Rússlands alla þessa öld. 7. maí 2018 10:19 Pútín vill lækka spennustigið Eftir að Bandaríkin og Rússland komust nálægt beinum átökum í Sýrlandi og í ljósi mikilla áhrifa viðskiptaþvingana á rússneska hagkerfið vill Vladímír Pútín, forseti Rússlands, reyna að minnka togstreitu milli Rússa og Vesturlanda. 19. apríl 2018 06:00 „Pútín hugsar eins og njósnaforingi" Nikolaj Petrov, stjórnmálafræðingur frá Moskvu, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þeir ræddu stjórnmálalandslagið í Rússlandi og Vladimir Pútín, en Pútín sór embættiseið í fjórða sinn sem forseti Rússlands síðastliðinn mánudag. 12. maí 2018 17:36 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Rússlandsforsetinn Vladímír Pútín segir það ekki markmið sitt að kljúfa Evrópusambandið í herðar niður. Þvert á móti sé sambandið einn mikilvægasti bandamaður Rússlands á alþjóðvettvangi, ekki síst þegar kemur að viðskiptum. Pútín undirbýr sig nú fyrir ferð sína til Austurríkis. Þetta er fyrsta ferð forsetans til ríkis í Vestur-Evrópu í um heilt ár. Í samtali við austurríska sjónvarpsstöð segir forsteinn að hann vilji „sameinað og dafnandi“ Evrópusamband. Vandamál ESB séu í raun vandamál Rússa, utanríkisverslun ríkisins hvíli nær algjörlega á viðskiptum við aðildarríki sambandsins. „Við þurfum að styrkja samvinnunna við ESB. Það er ekki markmið okkar að sundra nokkru innan sambandsins,“ sagði Pútín ennfremur. Rússar hafa verið gagnrýndir fyrir að reyna að hafa áhrif á kosningar í Evrópu. Hafa þeir verið sakaðir um að menga kosningaumræður ríkjanna með margvíslegum áróðri, sem oftar en ekki elur á andúð á ESB og fjölmenningu. Pútín mun funda með forseta Austurríkis, Alexander Van der Bellen, og kanslaranum Sebastian Kurz. Aðspurður um tengsl flokks síns við austurríska Frelsisflokkinn, stjórnarflokkinn sem hefur efasemdir um aðild að Evrópusambandinu, segir Pútín þau vera engin. Þó má ætla að viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússum, sem komið var á laggirnar eftir innlimun Krímskagans árið 2014, verði fyrirferðamiklar í viðræðum Pútíns og ESB-efasemdarmannanna í Austurríki. Greinandi breska ríkisútvarpsins telur að Pútín muni nýta fundinn til að draga úr einangrun Rússa á alþjóðavettvangi. Forsetinn viti að ESB stendur nú í stappi við Bandaríkjastjórn, sem hefur hækkað tolla á innfluttar evrópskar vörur, og því sé þetta rétti tíminn til að rétta fram rússneska hjálparhönd.
Evrópusambandið Tengdar fréttir Pútín lofar að bæta kjör almennings við upphaf fjórða kjörtímabils síns Vladímír Pútín hefur verið forseti eða forsætisráðherra Rússlands alla þessa öld. 7. maí 2018 10:19 Pútín vill lækka spennustigið Eftir að Bandaríkin og Rússland komust nálægt beinum átökum í Sýrlandi og í ljósi mikilla áhrifa viðskiptaþvingana á rússneska hagkerfið vill Vladímír Pútín, forseti Rússlands, reyna að minnka togstreitu milli Rússa og Vesturlanda. 19. apríl 2018 06:00 „Pútín hugsar eins og njósnaforingi" Nikolaj Petrov, stjórnmálafræðingur frá Moskvu, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þeir ræddu stjórnmálalandslagið í Rússlandi og Vladimir Pútín, en Pútín sór embættiseið í fjórða sinn sem forseti Rússlands síðastliðinn mánudag. 12. maí 2018 17:36 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Pútín lofar að bæta kjör almennings við upphaf fjórða kjörtímabils síns Vladímír Pútín hefur verið forseti eða forsætisráðherra Rússlands alla þessa öld. 7. maí 2018 10:19
Pútín vill lækka spennustigið Eftir að Bandaríkin og Rússland komust nálægt beinum átökum í Sýrlandi og í ljósi mikilla áhrifa viðskiptaþvingana á rússneska hagkerfið vill Vladímír Pútín, forseti Rússlands, reyna að minnka togstreitu milli Rússa og Vesturlanda. 19. apríl 2018 06:00
„Pútín hugsar eins og njósnaforingi" Nikolaj Petrov, stjórnmálafræðingur frá Moskvu, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þeir ræddu stjórnmálalandslagið í Rússlandi og Vladimir Pútín, en Pútín sór embættiseið í fjórða sinn sem forseti Rússlands síðastliðinn mánudag. 12. maí 2018 17:36