Auðlindin Ísland Þórey Anna Matthíasdóttir og Jakob S. Jónsson skrifar 7. júní 2018 07:00 Ferðaþjónustan er komin til að vera og er orðin margfalt stærri atvinnuvegur en sjávarútvegurinn. Það má reikna út tekjurnar á ýmsan hátt, en óumdeilanlegt er að þær eru umtalsverðar. Stefna stjórnvalda í málefnum ferðaþjónustu til framtíðar á Íslandi má ekki einskorðast við spurninguna um hvort við ætlum að koma á komugjöldum eða gistináttagjaldi. Málefnið er mun flóknara en svo. Yfir 90% ferðamanna sem koma til Íslands segja, að aðdráttaraflið sé óspillt og ósnert náttúra og má það til sanns vegar færa – hér er að finna stærstu flæmi óspilltrar náttúru í Evrópu og náttúran og landið er einstakt í ljósi þess að Ísland er eldvirkasta svæði veraldar eins og er og auk þess eitt yngsta og viðkvæmasta land í heimi. Jafnframt býr hér fámenn þjóð, sem er bara að gera það býsna gott þegar kemur að hugviti, þekkingu og listum og getur á næstu árum stigið mörg stór skref fram á við á þeim sviðum. En spurningin sem þarf að svara er: Hver á aðkoma ferðamannsins að vera að landi og náttúru? Hver á aðkoma hans að vera að þjóðinni sjálfri, sögu hennar og menningu? Hvernig viljum við að gestir okkar komi að fjörðum landsins, fjöllum og fossum? Eiga þeir að sjá stórar virkjanir og háspennulínur? Eiga þeir að sjá þorp þar sem helmingur húsa stendur auður, eingöngu notuð sem sumarhús fyrir brottfluttar fjölskyldur? Eiga þeir að sjá þorp þar sem býr nær eingöngu erlent vinnuafl að bjarga auðæfum hafsins? Eiga þeir að aka um firði fulla af fiskeldiskerjum? Eiga þeir að aka fram á risavaxin álver, þar sem engir Íslendingar vinna lengur, aðeins erlent verkafólk?Jakob S. JónssonTaka þarf afstöðu til langs tíma Hvernig viljum við byggja upp „leiksviðið“, sem mætir þessum erlendu ferðamönnum sem færa okkur gjaldeyrinn í staðinn? Þeirri spurningu þarf að svara. Og það þarf að taka afstöðu til langs tíma – það þýðir ekki að hugsa til skemmri tíma en 70-80 ára hið minnsta. Af hverju? Tökum dæmi út frá spurningunni hvort æskilegt sé að ferðamenn hitti heimamenn á ferðum sínum um landið: Hér búa tæplega 350 þúsund manns og fólksfjölgunin hefur verið mikil í rúmlega hundrað ár – um 30 þúsund Íslendingar búa erlendis og að sama skapi býr hér álíka margt erlent fólk, margt til frambúðar, annað til skemmri tíma. Það heldur uppi fiskvinnslunni, þjónustu við aldraða, sér um að þrífa skólana okkar og sjúkrahúsin. Og það heldur uppi ferðaþjónustunni. Í ferðaþjónustu starfa rúmlega 20 þúsund manns og af þeim fjölda er sennilega helmingur að minnsta kosti erlent vinnuafl. Ef við ætluðum okkur að framleiða Íslendinga, sem tækju við af hinu erlenda vinnuafli, myndi það taka okkur um 70-80 ár að búa þá til, fæða þá, mennta og þjálfa, áður en öll störf í ferðaþjónustu væru skipuð Íslendingum eingöngu. Og þá hefði störfum í ferðaþjónustu jafnframt fjölgað og væru eflaust orðin um 40 þúsund, ef ekki meir – og fjöldi ferðamanna þá vaxið úr þeim 2,5 milljónum sem nú er spáð upp í jafnvel 5-6 miljónir. Nú er það varla mögulegt, jafnvel ekki æskilegt að „Íslendingsvæða“ ferðaþjónustuna. Dæmið er fyrst og fremst sett fram til að örva hugaraflið og sýna fram á, að þörfin fyrir stefnumótun í ferðaþjónustu er orðin æpandi! Ríki og sveitarfélög, fyrirtæki í ferðaþjónustu og aðrir hagsmunaaðilar verða að segja til um hvernig sinnt skuli óskum hinna erlendu ferðamanna: að þeir fái að njóta þeirrar vöru sem þeir komu hingað til að kaupa: ósnortna, óspillta náttúru. Er ekki kominn tími til að setjast niður og koma skipulagi á málaflokkinn – og eigum við ekki að gera það á þann hátt sem vænlegastur er til árangurs – í góðri samvinnu, í lausnamiðuðu verkferli og af ítrustu virðingu fyrir landi, náttúru, þjóð, sögu og menningu?Höfundar eru leiðsögumenn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan er komin til að vera og er orðin margfalt stærri atvinnuvegur en sjávarútvegurinn. Það má reikna út tekjurnar á ýmsan hátt, en óumdeilanlegt er að þær eru umtalsverðar. Stefna stjórnvalda í málefnum ferðaþjónustu til framtíðar á Íslandi má ekki einskorðast við spurninguna um hvort við ætlum að koma á komugjöldum eða gistináttagjaldi. Málefnið er mun flóknara en svo. Yfir 90% ferðamanna sem koma til Íslands segja, að aðdráttaraflið sé óspillt og ósnert náttúra og má það til sanns vegar færa – hér er að finna stærstu flæmi óspilltrar náttúru í Evrópu og náttúran og landið er einstakt í ljósi þess að Ísland er eldvirkasta svæði veraldar eins og er og auk þess eitt yngsta og viðkvæmasta land í heimi. Jafnframt býr hér fámenn þjóð, sem er bara að gera það býsna gott þegar kemur að hugviti, þekkingu og listum og getur á næstu árum stigið mörg stór skref fram á við á þeim sviðum. En spurningin sem þarf að svara er: Hver á aðkoma ferðamannsins að vera að landi og náttúru? Hver á aðkoma hans að vera að þjóðinni sjálfri, sögu hennar og menningu? Hvernig viljum við að gestir okkar komi að fjörðum landsins, fjöllum og fossum? Eiga þeir að sjá stórar virkjanir og háspennulínur? Eiga þeir að sjá þorp þar sem helmingur húsa stendur auður, eingöngu notuð sem sumarhús fyrir brottfluttar fjölskyldur? Eiga þeir að sjá þorp þar sem býr nær eingöngu erlent vinnuafl að bjarga auðæfum hafsins? Eiga þeir að aka um firði fulla af fiskeldiskerjum? Eiga þeir að aka fram á risavaxin álver, þar sem engir Íslendingar vinna lengur, aðeins erlent verkafólk?Jakob S. JónssonTaka þarf afstöðu til langs tíma Hvernig viljum við byggja upp „leiksviðið“, sem mætir þessum erlendu ferðamönnum sem færa okkur gjaldeyrinn í staðinn? Þeirri spurningu þarf að svara. Og það þarf að taka afstöðu til langs tíma – það þýðir ekki að hugsa til skemmri tíma en 70-80 ára hið minnsta. Af hverju? Tökum dæmi út frá spurningunni hvort æskilegt sé að ferðamenn hitti heimamenn á ferðum sínum um landið: Hér búa tæplega 350 þúsund manns og fólksfjölgunin hefur verið mikil í rúmlega hundrað ár – um 30 þúsund Íslendingar búa erlendis og að sama skapi býr hér álíka margt erlent fólk, margt til frambúðar, annað til skemmri tíma. Það heldur uppi fiskvinnslunni, þjónustu við aldraða, sér um að þrífa skólana okkar og sjúkrahúsin. Og það heldur uppi ferðaþjónustunni. Í ferðaþjónustu starfa rúmlega 20 þúsund manns og af þeim fjölda er sennilega helmingur að minnsta kosti erlent vinnuafl. Ef við ætluðum okkur að framleiða Íslendinga, sem tækju við af hinu erlenda vinnuafli, myndi það taka okkur um 70-80 ár að búa þá til, fæða þá, mennta og þjálfa, áður en öll störf í ferðaþjónustu væru skipuð Íslendingum eingöngu. Og þá hefði störfum í ferðaþjónustu jafnframt fjölgað og væru eflaust orðin um 40 þúsund, ef ekki meir – og fjöldi ferðamanna þá vaxið úr þeim 2,5 milljónum sem nú er spáð upp í jafnvel 5-6 miljónir. Nú er það varla mögulegt, jafnvel ekki æskilegt að „Íslendingsvæða“ ferðaþjónustuna. Dæmið er fyrst og fremst sett fram til að örva hugaraflið og sýna fram á, að þörfin fyrir stefnumótun í ferðaþjónustu er orðin æpandi! Ríki og sveitarfélög, fyrirtæki í ferðaþjónustu og aðrir hagsmunaaðilar verða að segja til um hvernig sinnt skuli óskum hinna erlendu ferðamanna: að þeir fái að njóta þeirrar vöru sem þeir komu hingað til að kaupa: ósnortna, óspillta náttúru. Er ekki kominn tími til að setjast niður og koma skipulagi á málaflokkinn – og eigum við ekki að gera það á þann hátt sem vænlegastur er til árangurs – í góðri samvinnu, í lausnamiðuðu verkferli og af ítrustu virðingu fyrir landi, náttúru, þjóð, sögu og menningu?Höfundar eru leiðsögumenn
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun