Kröfu Datacell um kyrrsetningu á eignum Valitors hafnað Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. júní 2018 06:00 Kyrrsetningarbeiðni hefur áður verið hafnað. Vísir/STEFÁN Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) á eignum Valitors. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Valitor sendi frá sér í gær. Í tilkynningunni segir fyrirtækið að ákvörðunin komi ekki á óvart, „enda telur Valitor að kyrrsetningarkrafan hafi ekki átt við nein rök að styðjast, auk þess sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði áður hafnað sömu kröfu.“ „Valitor vill jafnframt nota tækifærið til að vísa á bug söguburði í fjölmiðlum þess efnis að lögmaður Datacell og SPP hafi átt í einhvers konar samningaviðræðum við Valitor um uppgjör á kröfum þessara fyrirtækja á hendur félaginu. Engar slíkar viðræður hafa átt sér stað,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Forsaga málsins er sú að Wikileaks tók við styrkjum í gegnum greiðslugátt sem Datacell og Sunshine Press Production (SPP) ráku. Greiðslugáttin var opnuð 7. júlí 2011 en degi síðar sleit Valitor samningnum fyrirvaralaust. Hæstiréttur sló því föstu með dómi vorið 2013 að riftun samningsins væri ólögmæt. Frá þeim tíma hafa málaferli staðið um skaðabótakröfur vegna riftunar. Dómkvaddir matsmenn mátu tjónið á 3,2 milljarða. „Vert er að benda á að langstærstur hluti krafna framangreindra félaga á hendur Valitor, eða um 95%, er krafa SPP sem er að langmestu leyti í eigu Julian Assange. Það félag hefur aldrei átt í viðskiptasambandi við Valitor. Auk þess hefur félagið aldrei haft nema hverfandi tekjur en gerir samt milljarða kröfur á hendur fyrirtækinu,“ segir í tilkynningunni. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Gætu krafið ríkið um skaðabætur Fyrirtækin Datacell og Sunshine Press Productions gætu krafið íslenska ríkið um skaðabætur verði vanhöld á eftirliti Fjármálaeftirlitsins með fjárhagsstöðu Valitors. Lögmaður fyrirtækjanna krefst þess að eftirlitið knýi á um bætta eiginfjárstöðu kortafyrirtækisins. 23. maí 2018 06:00 Niðurstaða um 3 milljarða tjón stendur Valitor fær ekki nýtt undirmat á tjóni DataCell og Sunshine Press Productions vegna ólögmætrar riftunar Valitors á greiðslugáttarsamningi fyrir Wikileaks, samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms í gær. Fyrra mat á tjóni upp á 3,2 milljarða stendur því óhaggað. 27. apríl 2018 06:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) á eignum Valitors. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Valitor sendi frá sér í gær. Í tilkynningunni segir fyrirtækið að ákvörðunin komi ekki á óvart, „enda telur Valitor að kyrrsetningarkrafan hafi ekki átt við nein rök að styðjast, auk þess sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði áður hafnað sömu kröfu.“ „Valitor vill jafnframt nota tækifærið til að vísa á bug söguburði í fjölmiðlum þess efnis að lögmaður Datacell og SPP hafi átt í einhvers konar samningaviðræðum við Valitor um uppgjör á kröfum þessara fyrirtækja á hendur félaginu. Engar slíkar viðræður hafa átt sér stað,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Forsaga málsins er sú að Wikileaks tók við styrkjum í gegnum greiðslugátt sem Datacell og Sunshine Press Production (SPP) ráku. Greiðslugáttin var opnuð 7. júlí 2011 en degi síðar sleit Valitor samningnum fyrirvaralaust. Hæstiréttur sló því föstu með dómi vorið 2013 að riftun samningsins væri ólögmæt. Frá þeim tíma hafa málaferli staðið um skaðabótakröfur vegna riftunar. Dómkvaddir matsmenn mátu tjónið á 3,2 milljarða. „Vert er að benda á að langstærstur hluti krafna framangreindra félaga á hendur Valitor, eða um 95%, er krafa SPP sem er að langmestu leyti í eigu Julian Assange. Það félag hefur aldrei átt í viðskiptasambandi við Valitor. Auk þess hefur félagið aldrei haft nema hverfandi tekjur en gerir samt milljarða kröfur á hendur fyrirtækinu,“ segir í tilkynningunni.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Gætu krafið ríkið um skaðabætur Fyrirtækin Datacell og Sunshine Press Productions gætu krafið íslenska ríkið um skaðabætur verði vanhöld á eftirliti Fjármálaeftirlitsins með fjárhagsstöðu Valitors. Lögmaður fyrirtækjanna krefst þess að eftirlitið knýi á um bætta eiginfjárstöðu kortafyrirtækisins. 23. maí 2018 06:00 Niðurstaða um 3 milljarða tjón stendur Valitor fær ekki nýtt undirmat á tjóni DataCell og Sunshine Press Productions vegna ólögmætrar riftunar Valitors á greiðslugáttarsamningi fyrir Wikileaks, samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms í gær. Fyrra mat á tjóni upp á 3,2 milljarða stendur því óhaggað. 27. apríl 2018 06:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Gætu krafið ríkið um skaðabætur Fyrirtækin Datacell og Sunshine Press Productions gætu krafið íslenska ríkið um skaðabætur verði vanhöld á eftirliti Fjármálaeftirlitsins með fjárhagsstöðu Valitors. Lögmaður fyrirtækjanna krefst þess að eftirlitið knýi á um bætta eiginfjárstöðu kortafyrirtækisins. 23. maí 2018 06:00
Niðurstaða um 3 milljarða tjón stendur Valitor fær ekki nýtt undirmat á tjóni DataCell og Sunshine Press Productions vegna ólögmætrar riftunar Valitors á greiðslugáttarsamningi fyrir Wikileaks, samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms í gær. Fyrra mat á tjóni upp á 3,2 milljarða stendur því óhaggað. 27. apríl 2018 06:00