Vonast til að blóðsýni úr tilvonandi mæðrum geti sagt til um meðgöngutíma Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júní 2018 20:42 Mögulega verður hægt að segja til um meðgöngutíma kvenna með hjálp blóðsýna. Vísir/Getty Vísindamenn við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum kanna nú hvort lestur á blóðsýnum úr tilvonandi mæðrum geti verið skilvirk aðferð til að segja til um meðgöngutíma kvenna, og hvort börn muni fæðast fyrir eðlilegan fæðingartíma. Bráðabirgðaniðurstöður, sem birtar voru í vísindatímaritinu Science, benda til þess að sýnið veiti í 80% tilfella rétta niðurstöðu um hvort börn verði fyrirburar eða ekki, þegar um er að ræða mæður í áhættuhópi gagnvart ótímabærum fæðingum. Blóðsýnalestrinum, sem enn er á tilraunastigi, er ætlað að mæla virkni efðaefnisins RNA, sem kemur frá fóstri, fylgju og móður, og endar síðan í blóðkerfi móðurinnar. Rannsakendur byrjuðu á því að taka vikulega blóðsýni úr tilvonandi mæðrum og mældu því næst breytingar í virkni RNA í blóðinu á milli vikna, í því skyni að reyna að segja til um meðgöngutíma og áhættu á ótímabærri fæðingu. Samkvæmt rannsakendum bar lestur sýnanna árangur í 45% þegar kom að því að segja til um meðgöngutíma samanborið við 48% hlutfall segulómana. Rannsóknin náði til 38 kvenna.Í samtali við BBC segir Mira Moufarrej, ein vísindamannanna, að gríðarlega tækifæri felist í þessum sýnum. „Ef við getum notað blóð tilvonandi móður til þess að gera heilbrigðisþjónustu aðgengilegri og ódýrari fyrir fólk sem ekki hefur aðgang að segulómunum, þá leiðir það vonandi til heilbrigðari barna og heilbrigðari meðgangna.“ Hún bætti þó við að sýnin væru enn á tilraunastigi, og að áhrif þeirra þyrfti að rannsaka til hlítar, á mun stærri skala. Prófessor Basky Thilaganathan, talsmaður Konunglega háskólans um fæðingar- og kvensjúkdómalækningar, segir vandkvæði vegna ótímabærra fæðinga stærstu orsök ungbarnadauða á Bretlandseyjum og hafi áhrif á 7-8% fæðinga þar í landi. „Þrátt fyrir það, þá var úrtak rannsóknarinnar lítið, og nákvæmni rannsóknarinnar sem spá átti fyrir um ótímabærar fæðingar var ekki mikil. Meiri rannsókna er þörf til að staðfesta niðurstöðurnar áður en hægt er að íhuga að notast við þær við almennar lækningar.“ Heilbrigðismál Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Vísindamenn við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum kanna nú hvort lestur á blóðsýnum úr tilvonandi mæðrum geti verið skilvirk aðferð til að segja til um meðgöngutíma kvenna, og hvort börn muni fæðast fyrir eðlilegan fæðingartíma. Bráðabirgðaniðurstöður, sem birtar voru í vísindatímaritinu Science, benda til þess að sýnið veiti í 80% tilfella rétta niðurstöðu um hvort börn verði fyrirburar eða ekki, þegar um er að ræða mæður í áhættuhópi gagnvart ótímabærum fæðingum. Blóðsýnalestrinum, sem enn er á tilraunastigi, er ætlað að mæla virkni efðaefnisins RNA, sem kemur frá fóstri, fylgju og móður, og endar síðan í blóðkerfi móðurinnar. Rannsakendur byrjuðu á því að taka vikulega blóðsýni úr tilvonandi mæðrum og mældu því næst breytingar í virkni RNA í blóðinu á milli vikna, í því skyni að reyna að segja til um meðgöngutíma og áhættu á ótímabærri fæðingu. Samkvæmt rannsakendum bar lestur sýnanna árangur í 45% þegar kom að því að segja til um meðgöngutíma samanborið við 48% hlutfall segulómana. Rannsóknin náði til 38 kvenna.Í samtali við BBC segir Mira Moufarrej, ein vísindamannanna, að gríðarlega tækifæri felist í þessum sýnum. „Ef við getum notað blóð tilvonandi móður til þess að gera heilbrigðisþjónustu aðgengilegri og ódýrari fyrir fólk sem ekki hefur aðgang að segulómunum, þá leiðir það vonandi til heilbrigðari barna og heilbrigðari meðgangna.“ Hún bætti þó við að sýnin væru enn á tilraunastigi, og að áhrif þeirra þyrfti að rannsaka til hlítar, á mun stærri skala. Prófessor Basky Thilaganathan, talsmaður Konunglega háskólans um fæðingar- og kvensjúkdómalækningar, segir vandkvæði vegna ótímabærra fæðinga stærstu orsök ungbarnadauða á Bretlandseyjum og hafi áhrif á 7-8% fæðinga þar í landi. „Þrátt fyrir það, þá var úrtak rannsóknarinnar lítið, og nákvæmni rannsóknarinnar sem spá átti fyrir um ótímabærar fæðingar var ekki mikil. Meiri rannsókna er þörf til að staðfesta niðurstöðurnar áður en hægt er að íhuga að notast við þær við almennar lækningar.“
Heilbrigðismál Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira