Vonast til að blóðsýni úr tilvonandi mæðrum geti sagt til um meðgöngutíma Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júní 2018 20:42 Mögulega verður hægt að segja til um meðgöngutíma kvenna með hjálp blóðsýna. Vísir/Getty Vísindamenn við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum kanna nú hvort lestur á blóðsýnum úr tilvonandi mæðrum geti verið skilvirk aðferð til að segja til um meðgöngutíma kvenna, og hvort börn muni fæðast fyrir eðlilegan fæðingartíma. Bráðabirgðaniðurstöður, sem birtar voru í vísindatímaritinu Science, benda til þess að sýnið veiti í 80% tilfella rétta niðurstöðu um hvort börn verði fyrirburar eða ekki, þegar um er að ræða mæður í áhættuhópi gagnvart ótímabærum fæðingum. Blóðsýnalestrinum, sem enn er á tilraunastigi, er ætlað að mæla virkni efðaefnisins RNA, sem kemur frá fóstri, fylgju og móður, og endar síðan í blóðkerfi móðurinnar. Rannsakendur byrjuðu á því að taka vikulega blóðsýni úr tilvonandi mæðrum og mældu því næst breytingar í virkni RNA í blóðinu á milli vikna, í því skyni að reyna að segja til um meðgöngutíma og áhættu á ótímabærri fæðingu. Samkvæmt rannsakendum bar lestur sýnanna árangur í 45% þegar kom að því að segja til um meðgöngutíma samanborið við 48% hlutfall segulómana. Rannsóknin náði til 38 kvenna.Í samtali við BBC segir Mira Moufarrej, ein vísindamannanna, að gríðarlega tækifæri felist í þessum sýnum. „Ef við getum notað blóð tilvonandi móður til þess að gera heilbrigðisþjónustu aðgengilegri og ódýrari fyrir fólk sem ekki hefur aðgang að segulómunum, þá leiðir það vonandi til heilbrigðari barna og heilbrigðari meðgangna.“ Hún bætti þó við að sýnin væru enn á tilraunastigi, og að áhrif þeirra þyrfti að rannsaka til hlítar, á mun stærri skala. Prófessor Basky Thilaganathan, talsmaður Konunglega háskólans um fæðingar- og kvensjúkdómalækningar, segir vandkvæði vegna ótímabærra fæðinga stærstu orsök ungbarnadauða á Bretlandseyjum og hafi áhrif á 7-8% fæðinga þar í landi. „Þrátt fyrir það, þá var úrtak rannsóknarinnar lítið, og nákvæmni rannsóknarinnar sem spá átti fyrir um ótímabærar fæðingar var ekki mikil. Meiri rannsókna er þörf til að staðfesta niðurstöðurnar áður en hægt er að íhuga að notast við þær við almennar lækningar.“ Heilbrigðismál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Sjá meira
Vísindamenn við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum kanna nú hvort lestur á blóðsýnum úr tilvonandi mæðrum geti verið skilvirk aðferð til að segja til um meðgöngutíma kvenna, og hvort börn muni fæðast fyrir eðlilegan fæðingartíma. Bráðabirgðaniðurstöður, sem birtar voru í vísindatímaritinu Science, benda til þess að sýnið veiti í 80% tilfella rétta niðurstöðu um hvort börn verði fyrirburar eða ekki, þegar um er að ræða mæður í áhættuhópi gagnvart ótímabærum fæðingum. Blóðsýnalestrinum, sem enn er á tilraunastigi, er ætlað að mæla virkni efðaefnisins RNA, sem kemur frá fóstri, fylgju og móður, og endar síðan í blóðkerfi móðurinnar. Rannsakendur byrjuðu á því að taka vikulega blóðsýni úr tilvonandi mæðrum og mældu því næst breytingar í virkni RNA í blóðinu á milli vikna, í því skyni að reyna að segja til um meðgöngutíma og áhættu á ótímabærri fæðingu. Samkvæmt rannsakendum bar lestur sýnanna árangur í 45% þegar kom að því að segja til um meðgöngutíma samanborið við 48% hlutfall segulómana. Rannsóknin náði til 38 kvenna.Í samtali við BBC segir Mira Moufarrej, ein vísindamannanna, að gríðarlega tækifæri felist í þessum sýnum. „Ef við getum notað blóð tilvonandi móður til þess að gera heilbrigðisþjónustu aðgengilegri og ódýrari fyrir fólk sem ekki hefur aðgang að segulómunum, þá leiðir það vonandi til heilbrigðari barna og heilbrigðari meðgangna.“ Hún bætti þó við að sýnin væru enn á tilraunastigi, og að áhrif þeirra þyrfti að rannsaka til hlítar, á mun stærri skala. Prófessor Basky Thilaganathan, talsmaður Konunglega háskólans um fæðingar- og kvensjúkdómalækningar, segir vandkvæði vegna ótímabærra fæðinga stærstu orsök ungbarnadauða á Bretlandseyjum og hafi áhrif á 7-8% fæðinga þar í landi. „Þrátt fyrir það, þá var úrtak rannsóknarinnar lítið, og nákvæmni rannsóknarinnar sem spá átti fyrir um ótímabærar fæðingar var ekki mikil. Meiri rannsókna er þörf til að staðfesta niðurstöðurnar áður en hægt er að íhuga að notast við þær við almennar lækningar.“
Heilbrigðismál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Sjá meira