Vonast til að blóðsýni úr tilvonandi mæðrum geti sagt til um meðgöngutíma Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júní 2018 20:42 Mögulega verður hægt að segja til um meðgöngutíma kvenna með hjálp blóðsýna. Vísir/Getty Vísindamenn við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum kanna nú hvort lestur á blóðsýnum úr tilvonandi mæðrum geti verið skilvirk aðferð til að segja til um meðgöngutíma kvenna, og hvort börn muni fæðast fyrir eðlilegan fæðingartíma. Bráðabirgðaniðurstöður, sem birtar voru í vísindatímaritinu Science, benda til þess að sýnið veiti í 80% tilfella rétta niðurstöðu um hvort börn verði fyrirburar eða ekki, þegar um er að ræða mæður í áhættuhópi gagnvart ótímabærum fæðingum. Blóðsýnalestrinum, sem enn er á tilraunastigi, er ætlað að mæla virkni efðaefnisins RNA, sem kemur frá fóstri, fylgju og móður, og endar síðan í blóðkerfi móðurinnar. Rannsakendur byrjuðu á því að taka vikulega blóðsýni úr tilvonandi mæðrum og mældu því næst breytingar í virkni RNA í blóðinu á milli vikna, í því skyni að reyna að segja til um meðgöngutíma og áhættu á ótímabærri fæðingu. Samkvæmt rannsakendum bar lestur sýnanna árangur í 45% þegar kom að því að segja til um meðgöngutíma samanborið við 48% hlutfall segulómana. Rannsóknin náði til 38 kvenna.Í samtali við BBC segir Mira Moufarrej, ein vísindamannanna, að gríðarlega tækifæri felist í þessum sýnum. „Ef við getum notað blóð tilvonandi móður til þess að gera heilbrigðisþjónustu aðgengilegri og ódýrari fyrir fólk sem ekki hefur aðgang að segulómunum, þá leiðir það vonandi til heilbrigðari barna og heilbrigðari meðgangna.“ Hún bætti þó við að sýnin væru enn á tilraunastigi, og að áhrif þeirra þyrfti að rannsaka til hlítar, á mun stærri skala. Prófessor Basky Thilaganathan, talsmaður Konunglega háskólans um fæðingar- og kvensjúkdómalækningar, segir vandkvæði vegna ótímabærra fæðinga stærstu orsök ungbarnadauða á Bretlandseyjum og hafi áhrif á 7-8% fæðinga þar í landi. „Þrátt fyrir það, þá var úrtak rannsóknarinnar lítið, og nákvæmni rannsóknarinnar sem spá átti fyrir um ótímabærar fæðingar var ekki mikil. Meiri rannsókna er þörf til að staðfesta niðurstöðurnar áður en hægt er að íhuga að notast við þær við almennar lækningar.“ Heilbrigðismál Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Vísindamenn við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum kanna nú hvort lestur á blóðsýnum úr tilvonandi mæðrum geti verið skilvirk aðferð til að segja til um meðgöngutíma kvenna, og hvort börn muni fæðast fyrir eðlilegan fæðingartíma. Bráðabirgðaniðurstöður, sem birtar voru í vísindatímaritinu Science, benda til þess að sýnið veiti í 80% tilfella rétta niðurstöðu um hvort börn verði fyrirburar eða ekki, þegar um er að ræða mæður í áhættuhópi gagnvart ótímabærum fæðingum. Blóðsýnalestrinum, sem enn er á tilraunastigi, er ætlað að mæla virkni efðaefnisins RNA, sem kemur frá fóstri, fylgju og móður, og endar síðan í blóðkerfi móðurinnar. Rannsakendur byrjuðu á því að taka vikulega blóðsýni úr tilvonandi mæðrum og mældu því næst breytingar í virkni RNA í blóðinu á milli vikna, í því skyni að reyna að segja til um meðgöngutíma og áhættu á ótímabærri fæðingu. Samkvæmt rannsakendum bar lestur sýnanna árangur í 45% þegar kom að því að segja til um meðgöngutíma samanborið við 48% hlutfall segulómana. Rannsóknin náði til 38 kvenna.Í samtali við BBC segir Mira Moufarrej, ein vísindamannanna, að gríðarlega tækifæri felist í þessum sýnum. „Ef við getum notað blóð tilvonandi móður til þess að gera heilbrigðisþjónustu aðgengilegri og ódýrari fyrir fólk sem ekki hefur aðgang að segulómunum, þá leiðir það vonandi til heilbrigðari barna og heilbrigðari meðgangna.“ Hún bætti þó við að sýnin væru enn á tilraunastigi, og að áhrif þeirra þyrfti að rannsaka til hlítar, á mun stærri skala. Prófessor Basky Thilaganathan, talsmaður Konunglega háskólans um fæðingar- og kvensjúkdómalækningar, segir vandkvæði vegna ótímabærra fæðinga stærstu orsök ungbarnadauða á Bretlandseyjum og hafi áhrif á 7-8% fæðinga þar í landi. „Þrátt fyrir það, þá var úrtak rannsóknarinnar lítið, og nákvæmni rannsóknarinnar sem spá átti fyrir um ótímabærar fæðingar var ekki mikil. Meiri rannsókna er þörf til að staðfesta niðurstöðurnar áður en hægt er að íhuga að notast við þær við almennar lækningar.“
Heilbrigðismál Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira