Árás á blaðamann skaði umsókn Svartfellinga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. maí 2018 11:00 Johannes Hahn hitti Oliveru Lakic á heimili hennar í gær. Vísir/EPA Skotárásin sem gerð var á þriðjudag á Oliveru Lakic, 49 ára blaðamann sem skrifar um skipulagða glæpastarfsemi í dagblaðið Vijesti, hefur teflt umsókn Svartfjallalands um aðild að Evrópusambandinu í hættu. Evrópusambandið hvatti Svartfellinga í gær til þess að rannsaka málið til hlítar. „Þetta hefur áhrif á stöðu og orðspor ríkisins. Við horfum til þessa máls og búumst við því að það verði rannsakað ofan í kjölinn,“ sagði Johannes Hahn, stækkunarstjóri ESB, við blaðamenn í gær eftir heimsókn sína á fréttastofu Vijesti. Fyrir liggur að skipulögð glæpastarfsemi og spilling standa Svartfellingum einna helst fyrir þrifum í umsóknarferlinu. Þremur köflum aðildarviðræðna hefur verið lokað en þrjátíu standa enn eftir. Umsóknarferlið hófst árið 2005, en þá var Svartfjallaland enn í ríkjasambandi við Serbíu. Eftir að Svartfellingar samþykktu að lýsa yfir sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2006 hófust aðildarviðræður á ný á byrjunarreit. Blaðamenn, aðgerðasinnar og stjórnarandstæðingar hafa mótmælt í höfuðborginni Podgorica undanfarna daga. Milo Djukanovic, nýkjörinn forseti, hefur fordæmt árásina. Lakic er nú komin heim af sjúkrahúsi eftir árás þriðjudagsins. Þetta var hins vegar ekki fyrsta skipti sem ráðist hefur verið á hana. Árið 2012 gekk árásarmaður í skrokk á henni fyrir utan heimili hennar í höfuðborginni. Hann fékk níu mánaða fangelsisdóm. Ráðist hefur verið á annan tug blaðamanna í Svartfjallalandi undanfarin fimmtán ár, samkvæmt Reuters. Til að mynda var Dusko Jovanovic, ritstjóri stjórnarandstöðublaðsins Dan, skotinn til bana þegar hann gekk út af fréttastofunni þann 27. maí árið 2004. – þea Birtist í Fréttablaðinu Serbía Svartfjallaland Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Skotárásin sem gerð var á þriðjudag á Oliveru Lakic, 49 ára blaðamann sem skrifar um skipulagða glæpastarfsemi í dagblaðið Vijesti, hefur teflt umsókn Svartfjallalands um aðild að Evrópusambandinu í hættu. Evrópusambandið hvatti Svartfellinga í gær til þess að rannsaka málið til hlítar. „Þetta hefur áhrif á stöðu og orðspor ríkisins. Við horfum til þessa máls og búumst við því að það verði rannsakað ofan í kjölinn,“ sagði Johannes Hahn, stækkunarstjóri ESB, við blaðamenn í gær eftir heimsókn sína á fréttastofu Vijesti. Fyrir liggur að skipulögð glæpastarfsemi og spilling standa Svartfellingum einna helst fyrir þrifum í umsóknarferlinu. Þremur köflum aðildarviðræðna hefur verið lokað en þrjátíu standa enn eftir. Umsóknarferlið hófst árið 2005, en þá var Svartfjallaland enn í ríkjasambandi við Serbíu. Eftir að Svartfellingar samþykktu að lýsa yfir sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2006 hófust aðildarviðræður á ný á byrjunarreit. Blaðamenn, aðgerðasinnar og stjórnarandstæðingar hafa mótmælt í höfuðborginni Podgorica undanfarna daga. Milo Djukanovic, nýkjörinn forseti, hefur fordæmt árásina. Lakic er nú komin heim af sjúkrahúsi eftir árás þriðjudagsins. Þetta var hins vegar ekki fyrsta skipti sem ráðist hefur verið á hana. Árið 2012 gekk árásarmaður í skrokk á henni fyrir utan heimili hennar í höfuðborginni. Hann fékk níu mánaða fangelsisdóm. Ráðist hefur verið á annan tug blaðamanna í Svartfjallalandi undanfarin fimmtán ár, samkvæmt Reuters. Til að mynda var Dusko Jovanovic, ritstjóri stjórnarandstöðublaðsins Dan, skotinn til bana þegar hann gekk út af fréttastofunni þann 27. maí árið 2004. – þea
Birtist í Fréttablaðinu Serbía Svartfjallaland Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira