Hið Góða líf Valgerður Árnadóttir skrifar 7. maí 2018 14:31 Eftir seinni heimsstyrjöld urðu hugmyndir um hið góða líf ráðandi stefna samfélagsins. Fólki var sagt að við ættum rétt á lífsgæðum, við ættum rétt á að búa vel, eiga heimilistæki sem auðveldaði okkur lífið eins og ísskáp og ryksugu og til þess að eignast þessa hluti þurfti ekki nema eina fyrirvinnu sem vann 8 tíma á dag 5 daga vikunnar. Lífsgæði manna fólst í því að eiga fínt hús, flottasta bílinn og öflugustu ryksuguna, auglýsingar snerust allar um þessa hluti sem myndu auðvelda okkur lífið og varð okkur mikið kappsmál að vera ekki eftirbátur nágrannans. En eins og snjóbolti vatt þessi lífsstíll upp á sig, skilaboð kapítalismans voru að við þyrftum sífellt að eiga meira og meira. Það var ekki nóg að hafa eina fyrirvinnu, framleiðsla varð meiri, vöruverð lækkaði og fólk á Vesturlöndum sprengdi utan af sér húsnæðið og fataskápana. Þú átt ekki að láta sjá þig í sama kjólnum tvisvar, þú þarft að eiga Ittala glös og heimilistæki til hvers verks, þú átt ekki einu sinni að poppa í potti lengur, fáðu þér poppvél. Við erum flest sammála að neyslan er komin út fyrir öll velsæmismörk, heilsu okkar hefur hrakað vegna óhóflegs áts á skyndibita og unnu kjöti, byggingar- fata- og dýraafurðaiðnaðurinn mengar meira en allar samgöngur samanlagt, eyða regnskógum og drepa hafsvæði. Það er sem betur fer vakning í dag um þessa hræðilegu þróun, við erum að verða meðvitaðri um vistvænni ferðamáta, mínímalískan lífsstíl og sjálfbæra framleiðslu en neysluhyggjan er rótgróin og hrædd, kapítalisminn óttast að missa tökin og auglýsingar, tilboð og lægri verð halda áfram að herja á okkur, áróðurinn er allstaðar og skilaboðin eru ennþá kaupa, kaupa, kaupa. Við þurfum nýja bylgju, hin nýja bylgja snýst um lífsgæði, hverjum er ekki sama um Ittala glösin ef þú hefur ekki tíma til að fara með barnið þitt á róló? Lífsgæði felast í gæðastundum, heilbrigði og vellíðan og þar komum við Píratar inn. Við viljum ekki laga kerfið, við viljum breyta því. Við viljum stytta vinnuvikuna svo fólk fái meiri tíma saman, lækka húsnæðiskostnað og gefa fólki tækifæri á að lifa sjálfbæru lífi. Við viljum aðlaga vinnumarkaðinn að fólki en ekki fólki að vinnumarkaðnum. Við viljum auka gæði hverfisins þíns, þétta byggð, efla hverfin, gera samgöngur vistvænar og aðgengilegar, laga hljóðvist, veita skjól og binda svifryk með gróðursetningu. Við viljum auka reiti fyrir matjurtagarða, fjölga vistgötum og fjölskylduvænum görðum þar sem leikvellir og hundagerði tvinnast saman við náttúru og þjónustu. Þetta er ekki útópísk hugsun, þetta hefur tekist vel í mörgum borgum sem búa við svipað eða kaldara loftslag en við gerum. Við skipulagningu hverfa ætlum við að taka mið af þeim sjálfbæru markmiðum sem við höfum sett okkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að kynna hugmyndir sem nú þegar eru komnar í skipulag og framkvæmd af meirihluta í borginni sem sínar hugmyndir að grænni borg en á sama tíma vilja þau dreifa byggð, fjölga akreinum og hafa talað af yfirgripsmikilli vanþekkingu gegn Borgarlínu um leið og þau eru fylgjandi henni, flokkurinn er með þessu í þversögn við sjálfan sig enda erfitt að vera kapítalískur hægriflokkur og vera á sama tíma sjálfbær og vistvænn. Svona virkar skrum. Þú keyrir á ósannindi, etur saman hópum og stendur ekki við loforðin. Við Píratar ætlum að gera okkar besta til að uppfylla markmið okkar um betri lífsgæði fyrir alla, aðgengilegra kerfi, gagnsæi og ábyrg vinnubrögð til að þjóna þínum hagsmunum. Þannig vinna Píratar!Valgerður Árnadóttir skipar 5. sæti Pírata í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Skoðun Valgerður Árnadóttir Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Eftir seinni heimsstyrjöld urðu hugmyndir um hið góða líf ráðandi stefna samfélagsins. Fólki var sagt að við ættum rétt á lífsgæðum, við ættum rétt á að búa vel, eiga heimilistæki sem auðveldaði okkur lífið eins og ísskáp og ryksugu og til þess að eignast þessa hluti þurfti ekki nema eina fyrirvinnu sem vann 8 tíma á dag 5 daga vikunnar. Lífsgæði manna fólst í því að eiga fínt hús, flottasta bílinn og öflugustu ryksuguna, auglýsingar snerust allar um þessa hluti sem myndu auðvelda okkur lífið og varð okkur mikið kappsmál að vera ekki eftirbátur nágrannans. En eins og snjóbolti vatt þessi lífsstíll upp á sig, skilaboð kapítalismans voru að við þyrftum sífellt að eiga meira og meira. Það var ekki nóg að hafa eina fyrirvinnu, framleiðsla varð meiri, vöruverð lækkaði og fólk á Vesturlöndum sprengdi utan af sér húsnæðið og fataskápana. Þú átt ekki að láta sjá þig í sama kjólnum tvisvar, þú þarft að eiga Ittala glös og heimilistæki til hvers verks, þú átt ekki einu sinni að poppa í potti lengur, fáðu þér poppvél. Við erum flest sammála að neyslan er komin út fyrir öll velsæmismörk, heilsu okkar hefur hrakað vegna óhóflegs áts á skyndibita og unnu kjöti, byggingar- fata- og dýraafurðaiðnaðurinn mengar meira en allar samgöngur samanlagt, eyða regnskógum og drepa hafsvæði. Það er sem betur fer vakning í dag um þessa hræðilegu þróun, við erum að verða meðvitaðri um vistvænni ferðamáta, mínímalískan lífsstíl og sjálfbæra framleiðslu en neysluhyggjan er rótgróin og hrædd, kapítalisminn óttast að missa tökin og auglýsingar, tilboð og lægri verð halda áfram að herja á okkur, áróðurinn er allstaðar og skilaboðin eru ennþá kaupa, kaupa, kaupa. Við þurfum nýja bylgju, hin nýja bylgja snýst um lífsgæði, hverjum er ekki sama um Ittala glösin ef þú hefur ekki tíma til að fara með barnið þitt á róló? Lífsgæði felast í gæðastundum, heilbrigði og vellíðan og þar komum við Píratar inn. Við viljum ekki laga kerfið, við viljum breyta því. Við viljum stytta vinnuvikuna svo fólk fái meiri tíma saman, lækka húsnæðiskostnað og gefa fólki tækifæri á að lifa sjálfbæru lífi. Við viljum aðlaga vinnumarkaðinn að fólki en ekki fólki að vinnumarkaðnum. Við viljum auka gæði hverfisins þíns, þétta byggð, efla hverfin, gera samgöngur vistvænar og aðgengilegar, laga hljóðvist, veita skjól og binda svifryk með gróðursetningu. Við viljum auka reiti fyrir matjurtagarða, fjölga vistgötum og fjölskylduvænum görðum þar sem leikvellir og hundagerði tvinnast saman við náttúru og þjónustu. Þetta er ekki útópísk hugsun, þetta hefur tekist vel í mörgum borgum sem búa við svipað eða kaldara loftslag en við gerum. Við skipulagningu hverfa ætlum við að taka mið af þeim sjálfbæru markmiðum sem við höfum sett okkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að kynna hugmyndir sem nú þegar eru komnar í skipulag og framkvæmd af meirihluta í borginni sem sínar hugmyndir að grænni borg en á sama tíma vilja þau dreifa byggð, fjölga akreinum og hafa talað af yfirgripsmikilli vanþekkingu gegn Borgarlínu um leið og þau eru fylgjandi henni, flokkurinn er með þessu í þversögn við sjálfan sig enda erfitt að vera kapítalískur hægriflokkur og vera á sama tíma sjálfbær og vistvænn. Svona virkar skrum. Þú keyrir á ósannindi, etur saman hópum og stendur ekki við loforðin. Við Píratar ætlum að gera okkar besta til að uppfylla markmið okkar um betri lífsgæði fyrir alla, aðgengilegra kerfi, gagnsæi og ábyrg vinnubrögð til að þjóna þínum hagsmunum. Þannig vinna Píratar!Valgerður Árnadóttir skipar 5. sæti Pírata í Reykjavík
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun