Buðu kennurum eingreiðslu gegn „friðarskyldu“ fram yfir kosningar Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2018 15:00 Grunnskólakennarar hafa verið samningslausir frá 1. desember. Þeir felldu samning í lok mars. Vísir/Vilhelm Samband íslenskra sveitarfélaga bauð grunnskólakennurum 124.000 króna eingreiðslu gegn því að þeir gripu ekki til neinna aðgerða fyrr en eftir 30. júní, um mánuði eftir yfirvofandi sveitarstjórnarkosningar. Formaður samninganefndar sambandsins segir tilboðið ekki tengt kosningunum. Því hafi verið ætlað að bæta mánaðalangt samningsleysi kennara og gefa nýrri samninganefnd þeirra tíma til að taka við. Tilboðið var lagt fram 9. apríl og var grunnskólakennurum greint frá því í tölvupósti fyrir viku. Í því fólst að ný viðræðuáætlun yrði gerð til 30. júní. Kennarar fengju eingreiðslu upp á 124.000 krónur sem yrði greidd 1. maí en á móti gengist félagið undir svonefnda friðarskyldu á gildistíma viðræðuáætlunarinnar, það er að segja að grípa ekki til neinna aðgerða til að knýja á um kröfur kennara á gildistímanum. Ný samninganefnd Félags grunnskólakennara á að taka við á aðalfundi félagsins 18. maí. Starfandi samninganefnd bar tilboðið undir þá nýju sem ákvað að hafna því. Kennarar hafa verið án samnings frá 1. desember. Þeir felldu samning í lok mars og nú standa yfir valdaskipti í félaginu. Auk samninganefndarinnar tekur ný stjórn formlega við á aðalfundinum í næsta mánuði.Þorgerður Laufey tekur við sem formaður Félags grunnskólakennara 18. maí. Hún mun þá einnig leiða samninganefnd kennara.Kennarasamband ÍslandsTelur tímasetninguna ekki tilviljun Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, verðandi formaður Félags grunnskólakennara og formaður nýrrar samninganefndar, segir að tilboð sveitarfélaganna hafi verið ígildi þeirrar 3% launahækkunar sem kennarar felldu í síðasta mánuði. Því hafi nýja samninganefndin ekki talið sig hafa umboð til að samþykkja tilboðið nú. Þá telur hún tímasetningu tilboðsins ekki tilviljun í ljósi sveitarstjórnarkosninga sem fara fram 26. maí. Sérkennilegt hafi verið að kveða á um friðarskyldu í því. „Þá er hægt að líta svo á að þetta samkomulag sem lá þarna á borðinu og var hafnað hafi verið ígildi framlengingar þessa samnings sem nú er í gildi,“ segir Þorgerður Laufey. Samkvæmt heimildum Vísis hafa sumir úr stétt grunnskólakennara litið á tilboð sveitarfélaganna sem tilraun þeirra til að kaupa sér frið fram yfir sveitarstjórnarkosningarnar. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, hafnar því hins vegar. Tímasetningu valdaskiptanna í Félagi grunnskólakennara í miðjum kjaraviðræðum segir hún óþægilega fyrir bæði kennara og sveitarfélögin og að hún setji þær að vissu leyti í uppnám. „Þetta var gert til að brúa þetta bil. Bæði að bæta þetta samningslausa tímabil og líka að bíða eftir nýju fólki,“ segir hún. Markmið SÍS hafi fyrst og fremst verið að tryggja framgang viðræðna við kennara.Ólafur Loftsson er fráfarandi formaður Félags grunnskólakennara.Vísir/StefánEkki skynsamlegur tími fyrir aðgerðir hvort sem er Ólafur Loftsson, fráfarandi formaður Félags grunnskólakennara, segist ekki hafa upplifað tilboð sveitarfélaganna sem einhvers konar griðkaup. Samninganefnd sveitarfélaganna hafi frekar verið að gefa nýrri samninganefnd kennara tækifæri til þess að koma strax að viðræðum og svigrúm til að setja sig inn í þær.Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.Samband íslenskra sveitarfélaga„Enda má öllum vera ljóst að það sé ekki skynsamlegur tími fyrir kennara að fara í harðar aðgerðir að vori eða sumri. Að því leytinu til hefði þetta getað verið skynsamleg ráðstöfun,“ segir Ólafur. Ný samninganefnd grunnskólakennara ætlar að funda með samninganefnd sveitarfélaganna á fimmtudag. Þorgerður Laufey segir að þá verði vonandi sett upp tímasett viðræðuáætlun sem ætti að leiða til nýs kjarasamnings sem verði svo borinn undir félagsmenn. Samningurinn sem kennarar felldu í mars fól meðal annars í sér launabreytingar, að horfið yrði frá vinnumati, undirbúningur hverrar kennslustundar yrði aukinn, tími til annarra faglegra starfa yrði minnkaður og að greitt yrði fyrir sértæk verkefni. Alls greiddu rúm 68% félagsmanna í Félagi grunnskólakennara atkvæði gegn samningnum. Kjaramál Tengdar fréttir Ólga á meðal grunnskólakennara Kjarasamningur felldur í gær. Ný samninganefnd tekur við eftir 57 daga. 22. mars 2018 19:30 Grunnskólakennarar felldu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur fellt nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52 prósent en já sögðu 29,74 prósent. 21. mars 2018 15:50 Vonsviknir kennarar búast við að nýr samningur verði felldur Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning grunnskólakennara hófst í gær. Viðmælendur Fréttablaðsins eru vonsviknir með þriggja prósenta hækkun. Væntingar til vinnuveitenda eftir fagra orðræðu undanfarið. 17. mars 2018 07:15 Kennarar skrifa undir samning Félag grunnskólakennara skrifaði undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga í gær. Samningurinn gildir frá 1. apríl til 31. mars á næsta ári. 14. mars 2018 06:00 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga bauð grunnskólakennurum 124.000 króna eingreiðslu gegn því að þeir gripu ekki til neinna aðgerða fyrr en eftir 30. júní, um mánuði eftir yfirvofandi sveitarstjórnarkosningar. Formaður samninganefndar sambandsins segir tilboðið ekki tengt kosningunum. Því hafi verið ætlað að bæta mánaðalangt samningsleysi kennara og gefa nýrri samninganefnd þeirra tíma til að taka við. Tilboðið var lagt fram 9. apríl og var grunnskólakennurum greint frá því í tölvupósti fyrir viku. Í því fólst að ný viðræðuáætlun yrði gerð til 30. júní. Kennarar fengju eingreiðslu upp á 124.000 krónur sem yrði greidd 1. maí en á móti gengist félagið undir svonefnda friðarskyldu á gildistíma viðræðuáætlunarinnar, það er að segja að grípa ekki til neinna aðgerða til að knýja á um kröfur kennara á gildistímanum. Ný samninganefnd Félags grunnskólakennara á að taka við á aðalfundi félagsins 18. maí. Starfandi samninganefnd bar tilboðið undir þá nýju sem ákvað að hafna því. Kennarar hafa verið án samnings frá 1. desember. Þeir felldu samning í lok mars og nú standa yfir valdaskipti í félaginu. Auk samninganefndarinnar tekur ný stjórn formlega við á aðalfundinum í næsta mánuði.Þorgerður Laufey tekur við sem formaður Félags grunnskólakennara 18. maí. Hún mun þá einnig leiða samninganefnd kennara.Kennarasamband ÍslandsTelur tímasetninguna ekki tilviljun Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, verðandi formaður Félags grunnskólakennara og formaður nýrrar samninganefndar, segir að tilboð sveitarfélaganna hafi verið ígildi þeirrar 3% launahækkunar sem kennarar felldu í síðasta mánuði. Því hafi nýja samninganefndin ekki talið sig hafa umboð til að samþykkja tilboðið nú. Þá telur hún tímasetningu tilboðsins ekki tilviljun í ljósi sveitarstjórnarkosninga sem fara fram 26. maí. Sérkennilegt hafi verið að kveða á um friðarskyldu í því. „Þá er hægt að líta svo á að þetta samkomulag sem lá þarna á borðinu og var hafnað hafi verið ígildi framlengingar þessa samnings sem nú er í gildi,“ segir Þorgerður Laufey. Samkvæmt heimildum Vísis hafa sumir úr stétt grunnskólakennara litið á tilboð sveitarfélaganna sem tilraun þeirra til að kaupa sér frið fram yfir sveitarstjórnarkosningarnar. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, hafnar því hins vegar. Tímasetningu valdaskiptanna í Félagi grunnskólakennara í miðjum kjaraviðræðum segir hún óþægilega fyrir bæði kennara og sveitarfélögin og að hún setji þær að vissu leyti í uppnám. „Þetta var gert til að brúa þetta bil. Bæði að bæta þetta samningslausa tímabil og líka að bíða eftir nýju fólki,“ segir hún. Markmið SÍS hafi fyrst og fremst verið að tryggja framgang viðræðna við kennara.Ólafur Loftsson er fráfarandi formaður Félags grunnskólakennara.Vísir/StefánEkki skynsamlegur tími fyrir aðgerðir hvort sem er Ólafur Loftsson, fráfarandi formaður Félags grunnskólakennara, segist ekki hafa upplifað tilboð sveitarfélaganna sem einhvers konar griðkaup. Samninganefnd sveitarfélaganna hafi frekar verið að gefa nýrri samninganefnd kennara tækifæri til þess að koma strax að viðræðum og svigrúm til að setja sig inn í þær.Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.Samband íslenskra sveitarfélaga„Enda má öllum vera ljóst að það sé ekki skynsamlegur tími fyrir kennara að fara í harðar aðgerðir að vori eða sumri. Að því leytinu til hefði þetta getað verið skynsamleg ráðstöfun,“ segir Ólafur. Ný samninganefnd grunnskólakennara ætlar að funda með samninganefnd sveitarfélaganna á fimmtudag. Þorgerður Laufey segir að þá verði vonandi sett upp tímasett viðræðuáætlun sem ætti að leiða til nýs kjarasamnings sem verði svo borinn undir félagsmenn. Samningurinn sem kennarar felldu í mars fól meðal annars í sér launabreytingar, að horfið yrði frá vinnumati, undirbúningur hverrar kennslustundar yrði aukinn, tími til annarra faglegra starfa yrði minnkaður og að greitt yrði fyrir sértæk verkefni. Alls greiddu rúm 68% félagsmanna í Félagi grunnskólakennara atkvæði gegn samningnum.
Kjaramál Tengdar fréttir Ólga á meðal grunnskólakennara Kjarasamningur felldur í gær. Ný samninganefnd tekur við eftir 57 daga. 22. mars 2018 19:30 Grunnskólakennarar felldu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur fellt nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52 prósent en já sögðu 29,74 prósent. 21. mars 2018 15:50 Vonsviknir kennarar búast við að nýr samningur verði felldur Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning grunnskólakennara hófst í gær. Viðmælendur Fréttablaðsins eru vonsviknir með þriggja prósenta hækkun. Væntingar til vinnuveitenda eftir fagra orðræðu undanfarið. 17. mars 2018 07:15 Kennarar skrifa undir samning Félag grunnskólakennara skrifaði undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga í gær. Samningurinn gildir frá 1. apríl til 31. mars á næsta ári. 14. mars 2018 06:00 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Ólga á meðal grunnskólakennara Kjarasamningur felldur í gær. Ný samninganefnd tekur við eftir 57 daga. 22. mars 2018 19:30
Grunnskólakennarar felldu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur fellt nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52 prósent en já sögðu 29,74 prósent. 21. mars 2018 15:50
Vonsviknir kennarar búast við að nýr samningur verði felldur Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning grunnskólakennara hófst í gær. Viðmælendur Fréttablaðsins eru vonsviknir með þriggja prósenta hækkun. Væntingar til vinnuveitenda eftir fagra orðræðu undanfarið. 17. mars 2018 07:15
Kennarar skrifa undir samning Félag grunnskólakennara skrifaði undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga í gær. Samningurinn gildir frá 1. apríl til 31. mars á næsta ári. 14. mars 2018 06:00