Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Grétar Þór Sigurðsson skrifar 24. apríl 2018 06:00 Að meðaltali fæða níu konur á dag á Landspítalanum. Vísir/Getty Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. Ljósmæðurnar, sem hafa lagt niður störf, krefjast þess að samningar við Sjúkratryggingar Íslands verði undirritaðir. Anna Sigrún Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landspítalans, vildi lítið tjá sig umfram efni tilkynningarinnar þegar eftir því var leitað. Hún sagði þó að það gæfi augaleið að álag á sængurlegudeildinni myndi aukast vegna vinnustöðvunarinnar og að mikilvægt væri að leysa úr deilunni. Ellen Bára Valgerðardóttir, ljósmóðir á Landspítalanum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu, furðar sig á seinagangi ráðherrans. Ljóst hafi verið að samningur ljósmæðra við Sjúkratryggingar Íslands myndi renna út 31. janúar síðastliðinn. Ellen segir að rétt fyrir páska hafi verið tilbúin drög að samningi sem gerðu ráð fyrir 13,8 prósenta hækkun á verktakagreiðslum ljósmæðranna, en í dag nema þær 4.394 krónum á tímann. Hún bendir á að hækkunin nemi alls 30 milljónum króna yfir árið sem í þessu samhengi væru ekki miklir fjármunir. Þá spari heimaþjónustan ríkinu heilmikinn kostnað og dragi auk þess úr álagi á meðgöngu- og sængurlegudeild LSH. „Við sjáum ekki hvernig heilsugæslustöðvarnar eiga að geta sinnt öllum,“ segir Ellen. „Á Landspítalanum eru að ég held tuttugu rúm á meðgöngu- og sængurlegudeild. Þar liggja konur sem þurfa náið eftirlit sem og sængurkonur eftir fæðingu. Það fæða að meðaltali níu konur á dag á Landspítala,“ bætir hún við að lokum, efins um að Landspítalinn muni þola álagið. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16 Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30 Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. Ljósmæðurnar, sem hafa lagt niður störf, krefjast þess að samningar við Sjúkratryggingar Íslands verði undirritaðir. Anna Sigrún Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landspítalans, vildi lítið tjá sig umfram efni tilkynningarinnar þegar eftir því var leitað. Hún sagði þó að það gæfi augaleið að álag á sængurlegudeildinni myndi aukast vegna vinnustöðvunarinnar og að mikilvægt væri að leysa úr deilunni. Ellen Bára Valgerðardóttir, ljósmóðir á Landspítalanum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu, furðar sig á seinagangi ráðherrans. Ljóst hafi verið að samningur ljósmæðra við Sjúkratryggingar Íslands myndi renna út 31. janúar síðastliðinn. Ellen segir að rétt fyrir páska hafi verið tilbúin drög að samningi sem gerðu ráð fyrir 13,8 prósenta hækkun á verktakagreiðslum ljósmæðranna, en í dag nema þær 4.394 krónum á tímann. Hún bendir á að hækkunin nemi alls 30 milljónum króna yfir árið sem í þessu samhengi væru ekki miklir fjármunir. Þá spari heimaþjónustan ríkinu heilmikinn kostnað og dragi auk þess úr álagi á meðgöngu- og sængurlegudeild LSH. „Við sjáum ekki hvernig heilsugæslustöðvarnar eiga að geta sinnt öllum,“ segir Ellen. „Á Landspítalanum eru að ég held tuttugu rúm á meðgöngu- og sængurlegudeild. Þar liggja konur sem þurfa náið eftirlit sem og sængurkonur eftir fæðingu. Það fæða að meðaltali níu konur á dag á Landspítala,“ bætir hún við að lokum, efins um að Landspítalinn muni þola álagið.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16 Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30 Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16
Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30
Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?