Karen vann loksins þann stóra Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. apríl 2018 08:30 Fram-stúlkur fagna í gær. vísir/sigtryggur Framkonur eru Íslandsmeistarar í handbolta eftir 26-22 sigur á Val í Safamýrinni í gær en með því tókst Fram að verja titilinn og er um leið handhafi tveggja stærstu titlanna sem í boði eru á Íslandi. Er þetta 22. meistaratitill Fram í kvennaflokki en þær eru með gott forskot á Valsliðið þar. Með sigrinum í gær tókst Fram að verja meistaratitilinn í fyrsta sinn í 28 ár eða allt frá því að Stjarnan batt enda á fimm ára sigurgöngu Fram árið 1991. Ótrúleg stemming var í Framheimilinu í gær og var spennustigið hátt innan sem utan vallar. Liðin skiptust á mörkum framan af og var allt í járnum. Valsliðið náði spretti í upphafi seinni hálfleiks og náði góðu forskoti en Fram svaraði um hæl með öðrum eins spretti. Var það ekki fyrr en rétt undir lokin sem Framarar náðu þriggja marka forskoti þegar þær nýttu sér mistök Valsliðsins og gengu frá einvíginu um leið. Landsliðskonan Karen Knútsdóttir kom heim í Fram úr atvinnumennsku fyrir tímabilið en hún var að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil og það með æskufélaginu. Hún var skiljanlega í skýjunum þegar Fréttablaðið náði á hana eftir leik. „Tilfinningin er auðvitað bara frábær, hér ólst ég upp og náði loksins að vinna titil með uppeldisfélaginu. Það var frábært að spila þennan leik og sjá allan stuðningin sem bæði liðin fengu. Það var þétt setið löngu fyrir leik og bæði stuðningsmannaliðin voru frábær, ég verð að hrósa Valsstrákunum þar,“ sagði Karen sem sagði skemmtilegt að heyra létt skot úr stúkunni. Karen hrósaði Valsliðinu eftir úrslitaeinvígið. „Þær keyrðu upp hraðann og voru afar grimmar enda var allt undir fyrir þær. Við náðum að halda vel haus eftir öll áhlaupin þeirra og náðum að refsa þeim þegar þær gerðu einbeitingar,“ sagði Karen og bætti við: „Heilt yfir var þetta frábært einvígi.“ Eftir sex ár í atvinnumennsku kom Karen heim og er Íslandsmeistari í fyrstu tilraun. „Það er nú ekkert svo mikið breytt, nokkrar nýjar stelpur en sama höllin og sama fólkið. Kannski er það helst aldurinn. Þetta eru margar hverjar æskuvinkonur mínar í liðinu og það er er engin betri tilfinning að fá að landa titlinum með þeim,“ sagði Karen glöð að leikslokum. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Fram-stúlkur brutu bikarinn │ Myndasyrpa Fram varð Íslandsmeistari í 22. sinn í kvöld er liðið lagði Val að velli í fjórða leik liðanna í úrslitarimmunni um titilinn. 26. apríl 2018 22:36 Steinunn mikilvægasti leikmaðurinn Steinunn Björnsdóttir, varnar- og línumaður Fram, var valinn mikilvægasti leikmaður í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. 26. apríl 2018 21:46 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 26-22 │ Fram Íslandsmeistari annað árið í röð Fram tryggði sér 22. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með sigri á Val í fjórða leik liðanna í úrslitum Olís deildarinnar í handbolta í Safamýri í kvöld 26. apríl 2018 22:00 Steinunn: Höfðum alltaf trú á því að við yrðum Íslandsmeistarar Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. Steinunn var frábær í leiknum í kvöld og var himinlifandi við sinn árangur og sigurinn í kvöld. 26. apríl 2018 23:03 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Sjá meira
Framkonur eru Íslandsmeistarar í handbolta eftir 26-22 sigur á Val í Safamýrinni í gær en með því tókst Fram að verja titilinn og er um leið handhafi tveggja stærstu titlanna sem í boði eru á Íslandi. Er þetta 22. meistaratitill Fram í kvennaflokki en þær eru með gott forskot á Valsliðið þar. Með sigrinum í gær tókst Fram að verja meistaratitilinn í fyrsta sinn í 28 ár eða allt frá því að Stjarnan batt enda á fimm ára sigurgöngu Fram árið 1991. Ótrúleg stemming var í Framheimilinu í gær og var spennustigið hátt innan sem utan vallar. Liðin skiptust á mörkum framan af og var allt í járnum. Valsliðið náði spretti í upphafi seinni hálfleiks og náði góðu forskoti en Fram svaraði um hæl með öðrum eins spretti. Var það ekki fyrr en rétt undir lokin sem Framarar náðu þriggja marka forskoti þegar þær nýttu sér mistök Valsliðsins og gengu frá einvíginu um leið. Landsliðskonan Karen Knútsdóttir kom heim í Fram úr atvinnumennsku fyrir tímabilið en hún var að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil og það með æskufélaginu. Hún var skiljanlega í skýjunum þegar Fréttablaðið náði á hana eftir leik. „Tilfinningin er auðvitað bara frábær, hér ólst ég upp og náði loksins að vinna titil með uppeldisfélaginu. Það var frábært að spila þennan leik og sjá allan stuðningin sem bæði liðin fengu. Það var þétt setið löngu fyrir leik og bæði stuðningsmannaliðin voru frábær, ég verð að hrósa Valsstrákunum þar,“ sagði Karen sem sagði skemmtilegt að heyra létt skot úr stúkunni. Karen hrósaði Valsliðinu eftir úrslitaeinvígið. „Þær keyrðu upp hraðann og voru afar grimmar enda var allt undir fyrir þær. Við náðum að halda vel haus eftir öll áhlaupin þeirra og náðum að refsa þeim þegar þær gerðu einbeitingar,“ sagði Karen og bætti við: „Heilt yfir var þetta frábært einvígi.“ Eftir sex ár í atvinnumennsku kom Karen heim og er Íslandsmeistari í fyrstu tilraun. „Það er nú ekkert svo mikið breytt, nokkrar nýjar stelpur en sama höllin og sama fólkið. Kannski er það helst aldurinn. Þetta eru margar hverjar æskuvinkonur mínar í liðinu og það er er engin betri tilfinning að fá að landa titlinum með þeim,“ sagði Karen glöð að leikslokum.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Fram-stúlkur brutu bikarinn │ Myndasyrpa Fram varð Íslandsmeistari í 22. sinn í kvöld er liðið lagði Val að velli í fjórða leik liðanna í úrslitarimmunni um titilinn. 26. apríl 2018 22:36 Steinunn mikilvægasti leikmaðurinn Steinunn Björnsdóttir, varnar- og línumaður Fram, var valinn mikilvægasti leikmaður í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. 26. apríl 2018 21:46 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 26-22 │ Fram Íslandsmeistari annað árið í röð Fram tryggði sér 22. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með sigri á Val í fjórða leik liðanna í úrslitum Olís deildarinnar í handbolta í Safamýri í kvöld 26. apríl 2018 22:00 Steinunn: Höfðum alltaf trú á því að við yrðum Íslandsmeistarar Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. Steinunn var frábær í leiknum í kvöld og var himinlifandi við sinn árangur og sigurinn í kvöld. 26. apríl 2018 23:03 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Sjá meira
Fram-stúlkur brutu bikarinn │ Myndasyrpa Fram varð Íslandsmeistari í 22. sinn í kvöld er liðið lagði Val að velli í fjórða leik liðanna í úrslitarimmunni um titilinn. 26. apríl 2018 22:36
Steinunn mikilvægasti leikmaðurinn Steinunn Björnsdóttir, varnar- og línumaður Fram, var valinn mikilvægasti leikmaður í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. 26. apríl 2018 21:46
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 26-22 │ Fram Íslandsmeistari annað árið í röð Fram tryggði sér 22. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með sigri á Val í fjórða leik liðanna í úrslitum Olís deildarinnar í handbolta í Safamýri í kvöld 26. apríl 2018 22:00
Steinunn: Höfðum alltaf trú á því að við yrðum Íslandsmeistarar Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. Steinunn var frábær í leiknum í kvöld og var himinlifandi við sinn árangur og sigurinn í kvöld. 26. apríl 2018 23:03