Dregur úr kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2018 08:56 Í tilkynningu borgarinnar segir að árið 2015 hafi munurinn verið 3,5 prósent körlum í vil en er nú 2,2 prósent þegar litið er til uppreiknaðra heildarlauna þeirra sem eru í að minnsta kosti 70 prósent starfi. vísir/vilhelm Dregið hefur úr leiðréttum kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg frá árinu 2015 samkvæmt greiningu sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði á launum í október 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Með leiðréttum launamun er átt við þann mun sem skýra má með viðurkenndum og þekktum þáttum sem hafa áhrif á laun, til dæmis menntun, starfsreynslu, yfirvinnu og starfshlutfall. Í tilkynningu borgarinnar segir að árið 2015 hafi munurinn verið 3,5 prósent körlum í vil en er nú 2,2 prósent þegar litið er til uppreiknaðra heildarlauna þeirra sem eru í að minnsta kosti 70 prósent starfi. Ef litið er svo til grunnlauna hjá sama hópi kemur í ljós að kynbundinn launamunur var 3,1 prósent körlum í vil árið 2015 en er nú 2,2 prósent. Óleiðréttur launamunur grunnlauna þessa sama hóps er 2 prósent konum í vil en óleiðréttur launamunur heildarlauna er 7 prósent körlum í vil. „Mikill meirihluti starfsmanna Reykjavíkurborgar, eða tæplega 5.000, tóku laun samkvæmt starfsmati. Ljóst er að starfsmatskerfið dregur úr launamun grunnlauna og sýna niðurstöður að grunnlaun skýrast nær eingöngu af starfsmatsstigum. Ef skoðuð eru laun starfsfólks í a.m.k. 70% starfi með stig úr starfsmati er óleiðréttur launamunur uppreiknaðra grunnlauna 0,3% konum í vil. Meðal starfsfólks í sama starfshlutfalli með engin starfsmatsstig er óleiðréttur launamunur uppreiknaðra grunnlauna hins vegar 6,0% körlum í vil. Skoðað var sérstaklega hvort ríkisfang hefði áhrif á laun. Grunnlaun erlendra ríkisborgara eru töluvert lægri en grunnlaun íslenskra ríkisborgara. Föst yfirvinna og aðrar greiðslur erlendra ríkisborgara eru sömuleiðis mun lægri og þar með heildarlaun. Þegar horft er á kynbundinn launamun þá er laun kvenna með íslenskan og erlendan ríkisborgarrétt jafn mikið lægri en laun karla. Starfsfólk með erlent ríkisfang er með 23,7% lægri grunnlaun en starfsfólk með íslenskt ríkisfang. Starfsfólk með erlent ríkisfang er með 24,7% lægri heildarlaun en starfsfólk með íslenskt ríkisfang. Leiðréttur munur á grunnlaunum eftir ríkisfangi er 3,1%. Leiðréttur munur á heildarlaunum eftir ríkisfangi er 3,2%,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Dregið hefur úr leiðréttum kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg frá árinu 2015 samkvæmt greiningu sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði á launum í október 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Með leiðréttum launamun er átt við þann mun sem skýra má með viðurkenndum og þekktum þáttum sem hafa áhrif á laun, til dæmis menntun, starfsreynslu, yfirvinnu og starfshlutfall. Í tilkynningu borgarinnar segir að árið 2015 hafi munurinn verið 3,5 prósent körlum í vil en er nú 2,2 prósent þegar litið er til uppreiknaðra heildarlauna þeirra sem eru í að minnsta kosti 70 prósent starfi. Ef litið er svo til grunnlauna hjá sama hópi kemur í ljós að kynbundinn launamunur var 3,1 prósent körlum í vil árið 2015 en er nú 2,2 prósent. Óleiðréttur launamunur grunnlauna þessa sama hóps er 2 prósent konum í vil en óleiðréttur launamunur heildarlauna er 7 prósent körlum í vil. „Mikill meirihluti starfsmanna Reykjavíkurborgar, eða tæplega 5.000, tóku laun samkvæmt starfsmati. Ljóst er að starfsmatskerfið dregur úr launamun grunnlauna og sýna niðurstöður að grunnlaun skýrast nær eingöngu af starfsmatsstigum. Ef skoðuð eru laun starfsfólks í a.m.k. 70% starfi með stig úr starfsmati er óleiðréttur launamunur uppreiknaðra grunnlauna 0,3% konum í vil. Meðal starfsfólks í sama starfshlutfalli með engin starfsmatsstig er óleiðréttur launamunur uppreiknaðra grunnlauna hins vegar 6,0% körlum í vil. Skoðað var sérstaklega hvort ríkisfang hefði áhrif á laun. Grunnlaun erlendra ríkisborgara eru töluvert lægri en grunnlaun íslenskra ríkisborgara. Föst yfirvinna og aðrar greiðslur erlendra ríkisborgara eru sömuleiðis mun lægri og þar með heildarlaun. Þegar horft er á kynbundinn launamun þá er laun kvenna með íslenskan og erlendan ríkisborgarrétt jafn mikið lægri en laun karla. Starfsfólk með erlent ríkisfang er með 23,7% lægri grunnlaun en starfsfólk með íslenskt ríkisfang. Starfsfólk með erlent ríkisfang er með 24,7% lægri heildarlaun en starfsfólk með íslenskt ríkisfang. Leiðréttur munur á grunnlaunum eftir ríkisfangi er 3,1%. Leiðréttur munur á heildarlaunum eftir ríkisfangi er 3,2%,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar.
Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira