Færðu fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra Heimir Már Pétursson skrifar 13. apríl 2018 14:00 Bjarni tók glaður við kökunni sem Íris Tanja Flygering færði honum. Vísir/vilhelm Verðandi mæður mættu fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun til að afhenda fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra. Ráðherra segir erfitt að semja um langt um betri kjör við þær en öðrum sé boðið nema heildarsamtök á vinnumarkaði sameinist um að bæta þurfi kjör ljósmæðra umfram aðra. Ekkert hefur gengið í viðræðum Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins en ljósmæður krefjast þess að grunnlaun þeirra séu leiðrétt þar sem tveggja ára viðbótarnám þeirra að loknu hjúkrunarnámi færi þeim lægri laun en hjúkrunarfræðingar hafi. Þrjár konur, tvær verðandi mæður og ein með nýfætt barn mættu fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun og færðu Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra köku með mynd af fóstri í móðurkviði að loknum ríkisstjórnarfundi. Vildu þær þannig hvetja ráðherra til að ganga að kröfum ljósmæðra.Sjá einnig: Bjarni sagði kröfur ljósmæðra algerlega óaðgengilegar Bjarni tók glaður við kökunni sem Íris Tanja Flygenring færði honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. „Það er allt í lagi að skipta um skoðun þótt maður standi á einhverri skoðun. Þetta eru 300 konur og þjóðfélagið fer ekki á hliðina við það að hækka laun þeirra,“ sagði Íris Tanja við Bjarna. „Ég heyri hvað þið segið. Við munum leggja okkur fram um að ná niðurstöðu og vonum að allir sem sitja við samningaborðið geri það,“ svaraði Bjarni.Bjarni Benediktsson með kökuna fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun.Vísir/VilhelmÍris Tanja sagðist vona að samningar næðust sem fyrst við ljósmæður því málið varðaði alla í þjóðfélaginu. En Bjarni hefur sagt að kröfur ljósmæðra séu óaðgengilegar. „Þó að þessar kröfur séu umfram aðrar eru þær langt á eftir í launum,“ sagði Íris Tanja. „Já, um leið og við fengjum skriflega yfirlýsingu frá heildarsamtökunum og öðrum stéttarfélögum um að þau sætti sig við að ljósmæður myndu hækka margfalt umfram aðra, þá myndi kannski margt breytast,“ sagði Bjarni. Þær kröfur sem síðast hafi komið fram við samningaborðið myndu setja vinnumarkaðinn í fullkomið uppnám ef gengið yrði að þeim. Það breytti því ekki að hann væri bjartsýnn á að hægt verði að vinna með þær kröfur og til þess hefði samninganefnd ríkisins umboð. Íris Tanja var ekki sátt við svör fjármálaráðherra en hún var með níu mánaða dóttur sína Kolbrá Sögu með sér þegar hún hitti Bjarna. „Hún fæddist í lok júní í fyrra. Ég var þrjá daga að eiga hana og fór þarna (á fæðingardeildinni) í gegnum nokkrar vaktir. Meira að segja hitti ég eina konuna þrisvar,“Þannig að þú þekkir störf ljósmæðra vel?„Mjög og þær eru að vinna eitt merkilegasta og óeigingjarnasta starf sem til er,“ sagði Íris Tanja Flygenring. Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Bjarni sagði kröfur ljósmæðra algerlega óaðgengilegar Sagðist ekki ætla í keppni um hverjum þyki vænst um ljósmæður. 11. apríl 2018 18:08 Segir yfirlýsingu ljósmæðra og BHM „óskiljanlega og tilhæfulausa“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafnar túlkun ljósmæðra og BHM á orðum sínum. 10. apríl 2018 18:46 Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. 12. apríl 2018 15:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Verðandi mæður mættu fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun til að afhenda fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra. Ráðherra segir erfitt að semja um langt um betri kjör við þær en öðrum sé boðið nema heildarsamtök á vinnumarkaði sameinist um að bæta þurfi kjör ljósmæðra umfram aðra. Ekkert hefur gengið í viðræðum Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins en ljósmæður krefjast þess að grunnlaun þeirra séu leiðrétt þar sem tveggja ára viðbótarnám þeirra að loknu hjúkrunarnámi færi þeim lægri laun en hjúkrunarfræðingar hafi. Þrjár konur, tvær verðandi mæður og ein með nýfætt barn mættu fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun og færðu Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra köku með mynd af fóstri í móðurkviði að loknum ríkisstjórnarfundi. Vildu þær þannig hvetja ráðherra til að ganga að kröfum ljósmæðra.Sjá einnig: Bjarni sagði kröfur ljósmæðra algerlega óaðgengilegar Bjarni tók glaður við kökunni sem Íris Tanja Flygenring færði honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. „Það er allt í lagi að skipta um skoðun þótt maður standi á einhverri skoðun. Þetta eru 300 konur og þjóðfélagið fer ekki á hliðina við það að hækka laun þeirra,“ sagði Íris Tanja við Bjarna. „Ég heyri hvað þið segið. Við munum leggja okkur fram um að ná niðurstöðu og vonum að allir sem sitja við samningaborðið geri það,“ svaraði Bjarni.Bjarni Benediktsson með kökuna fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun.Vísir/VilhelmÍris Tanja sagðist vona að samningar næðust sem fyrst við ljósmæður því málið varðaði alla í þjóðfélaginu. En Bjarni hefur sagt að kröfur ljósmæðra séu óaðgengilegar. „Þó að þessar kröfur séu umfram aðrar eru þær langt á eftir í launum,“ sagði Íris Tanja. „Já, um leið og við fengjum skriflega yfirlýsingu frá heildarsamtökunum og öðrum stéttarfélögum um að þau sætti sig við að ljósmæður myndu hækka margfalt umfram aðra, þá myndi kannski margt breytast,“ sagði Bjarni. Þær kröfur sem síðast hafi komið fram við samningaborðið myndu setja vinnumarkaðinn í fullkomið uppnám ef gengið yrði að þeim. Það breytti því ekki að hann væri bjartsýnn á að hægt verði að vinna með þær kröfur og til þess hefði samninganefnd ríkisins umboð. Íris Tanja var ekki sátt við svör fjármálaráðherra en hún var með níu mánaða dóttur sína Kolbrá Sögu með sér þegar hún hitti Bjarna. „Hún fæddist í lok júní í fyrra. Ég var þrjá daga að eiga hana og fór þarna (á fæðingardeildinni) í gegnum nokkrar vaktir. Meira að segja hitti ég eina konuna þrisvar,“Þannig að þú þekkir störf ljósmæðra vel?„Mjög og þær eru að vinna eitt merkilegasta og óeigingjarnasta starf sem til er,“ sagði Íris Tanja Flygenring.
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Bjarni sagði kröfur ljósmæðra algerlega óaðgengilegar Sagðist ekki ætla í keppni um hverjum þyki vænst um ljósmæður. 11. apríl 2018 18:08 Segir yfirlýsingu ljósmæðra og BHM „óskiljanlega og tilhæfulausa“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafnar túlkun ljósmæðra og BHM á orðum sínum. 10. apríl 2018 18:46 Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. 12. apríl 2018 15:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Bjarni sagði kröfur ljósmæðra algerlega óaðgengilegar Sagðist ekki ætla í keppni um hverjum þyki vænst um ljósmæður. 11. apríl 2018 18:08
Segir yfirlýsingu ljósmæðra og BHM „óskiljanlega og tilhæfulausa“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafnar túlkun ljósmæðra og BHM á orðum sínum. 10. apríl 2018 18:46
Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. 12. apríl 2018 15:30