Kristín: Veit að Stebbi er skíthræddur við okkur Þór Símon Hafþórsson skrifar 14. apríl 2018 18:20 Kristín átti frábæran leik í dag. vísir/valli „Ég var rosalega gíruð og tilbúin í þennan leik. Ég fann það strax í upphitun sem var rosalega þægileg tilfinning af því þetta hafa verið ótrúlega erfiðir leikir,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, sem átti hreint út sagt frábæran leik í dag í öruggum sigri liðsins á Haukum, 26-19. Kristín skoraði 7 mörk úr 12 skotum og átti því stóran þátt í að tryggja sínu liði sæti í úrslita einvíginu í Olís deild kvenna sem verður gegn Fram. „Eftir tapið okkar hér á heimavelli átti ég bara hræðilega daga. Það er erfitt að gíra sig upp í svona slag þegar maður er með hnút í maganum en í dag fann ég bara að þetta yrði minn dagur,“ sagði Kristín en um var að ræða oddaleik í dag þar sem staðan var jöfn, 2-2, í einvíginu. Hún sagði að síðasti leikur liðanna sem fram fór í Schenker höllinni í Hafnarfirði hefði gefið góða vísbendingu um framvindu mála í dag. „Síðustu tíu mínútur í síðasta leik fannst mér þær bara búnar. Hvernig við komumst yfir á síðustu tíu mínútunum þá var ótrúlegt því við vorum ekki einu sinni að standa vörnina og allt í einu vorum við komnar yfir. Ég fékk góða tilfinningu eftir þann leik.“ Hún Kristín er ekki vön að vera markahæst í sínu liði en hún segir að Haukar hefðu lagt áherslu á að stöðva aðra leikmenn en hana og það hefði því opnað pláss sem hún nýtti sér. „Þær voru að mæta vel á Morgan Marie og Díönu í sókninni okkar og þá opnast pláss fyrir mig og þá verð ég að stíga upp.“ Hún kveðst vera spennt fyrir einvíginu gegn Fram en liðin áttust við í hörkuspennandi úrslitaeinvígjum fyrir nokkrum árum og þá þrjú ár í röð. „Ég held þetta verði fimm leikja sería eins og í gamla daga, 2010, ’11 og 12’. Frábært að spila í Fram heimilinu, finnst það alltaf gaman, og frábært að spila gegn Stebba. Þetta bara gæti ekki verið betra,“ sagði Kristín og vísar þar til Stefán Arnarssonar sem þjálfaði hana hjá Val fyrir nokkrum árum. Stefán sagði á dögunum að hann vildi helst mæta Val í úrslitaeinvíginu en Katrín gefur lítið fyrir það. „Ég veit að Stebbi er skíthræddur við okkur,“ sagði Katrín hlæjandi. Olís-deild kvenna Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
„Ég var rosalega gíruð og tilbúin í þennan leik. Ég fann það strax í upphitun sem var rosalega þægileg tilfinning af því þetta hafa verið ótrúlega erfiðir leikir,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, sem átti hreint út sagt frábæran leik í dag í öruggum sigri liðsins á Haukum, 26-19. Kristín skoraði 7 mörk úr 12 skotum og átti því stóran þátt í að tryggja sínu liði sæti í úrslita einvíginu í Olís deild kvenna sem verður gegn Fram. „Eftir tapið okkar hér á heimavelli átti ég bara hræðilega daga. Það er erfitt að gíra sig upp í svona slag þegar maður er með hnút í maganum en í dag fann ég bara að þetta yrði minn dagur,“ sagði Kristín en um var að ræða oddaleik í dag þar sem staðan var jöfn, 2-2, í einvíginu. Hún sagði að síðasti leikur liðanna sem fram fór í Schenker höllinni í Hafnarfirði hefði gefið góða vísbendingu um framvindu mála í dag. „Síðustu tíu mínútur í síðasta leik fannst mér þær bara búnar. Hvernig við komumst yfir á síðustu tíu mínútunum þá var ótrúlegt því við vorum ekki einu sinni að standa vörnina og allt í einu vorum við komnar yfir. Ég fékk góða tilfinningu eftir þann leik.“ Hún Kristín er ekki vön að vera markahæst í sínu liði en hún segir að Haukar hefðu lagt áherslu á að stöðva aðra leikmenn en hana og það hefði því opnað pláss sem hún nýtti sér. „Þær voru að mæta vel á Morgan Marie og Díönu í sókninni okkar og þá opnast pláss fyrir mig og þá verð ég að stíga upp.“ Hún kveðst vera spennt fyrir einvíginu gegn Fram en liðin áttust við í hörkuspennandi úrslitaeinvígjum fyrir nokkrum árum og þá þrjú ár í röð. „Ég held þetta verði fimm leikja sería eins og í gamla daga, 2010, ’11 og 12’. Frábært að spila í Fram heimilinu, finnst það alltaf gaman, og frábært að spila gegn Stebba. Þetta bara gæti ekki verið betra,“ sagði Kristín og vísar þar til Stefán Arnarssonar sem þjálfaði hana hjá Val fyrir nokkrum árum. Stefán sagði á dögunum að hann vildi helst mæta Val í úrslitaeinvíginu en Katrín gefur lítið fyrir það. „Ég veit að Stebbi er skíthræddur við okkur,“ sagði Katrín hlæjandi.
Olís-deild kvenna Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira