Borgarlína á dagskrá Dagur B. Eggertsson skrifar 17. apríl 2018 07:00 Um þessar mundir eru öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að staðfesta breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins um legu borgarlínu. Þessi niðurstaða, að festa borgarlínu í sessi, er afrakstur umfangsmikils og náins samstarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sem hefur gengið ótrúlega vel – þvert á sveitarfélagamörk og flokkslínur. Með staðfestingu svæðisskipulagsins er staðfest sú sameiginlega stefna að öflugri almenningssamgöngur með borgarlínu verði hryggjarstykkið í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu til að mæta þeim mikla vexti sem fyrirsjáanlegur er á svæðinu, án þess að umferð aukist að sama skapi.Borgarlína í fjármálaáætlun ríkisins Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að samið verði um framgang borgarlínu milli ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári. Í áætluninni segir skýrt að ríkið muni styðja borgarlínu og í Morgunblaðsgrein tekur forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir einnig af öll tvímæli í því efni. Þetta er fagnaðarefni. Á grundvelli fjármálaáætlunar og yfirlýsinga forsætisráðherra hefur stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu falið fulltrúum Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar að undirbúa komandi samningagerð fyrir hönd sveitarfélaganna. Skýr framtíðarsýn Hundruð borga um allan heim, af öllum stærðum, gerðum og loftslagi notast við hraðvagnakerfi með góðum árangri. Þar er víða að nást góður árangur að fjölga notendum almenningssamganga og það viljum við líka gera. Borgarlínan er hluti af framtíðarsýn um fjölbreyttari ferðamáta og meira val í samgöngumálum. Borgarlínan á að verða góður, öruggur valkostur sem veitir tíða þjónustu og keyrir í sérrými. Borgarlínan mun því ekki verða fyrir töfum á annatíma þar sem hún nýtur forgangs í umferðinni. Allir munu hins vegar njóta góðs af því. Eftir því sem notendum borgarlínu fjölgar verður meira rými á götunum fyrir bíla, auk þess sem borgarlínan er afar mikilvægt tæki til að bæta loftgæði, bæta hljóðvist og draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.Höfundur er borgarstjóri Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Dagur B. Eggertsson Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að staðfesta breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins um legu borgarlínu. Þessi niðurstaða, að festa borgarlínu í sessi, er afrakstur umfangsmikils og náins samstarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sem hefur gengið ótrúlega vel – þvert á sveitarfélagamörk og flokkslínur. Með staðfestingu svæðisskipulagsins er staðfest sú sameiginlega stefna að öflugri almenningssamgöngur með borgarlínu verði hryggjarstykkið í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu til að mæta þeim mikla vexti sem fyrirsjáanlegur er á svæðinu, án þess að umferð aukist að sama skapi.Borgarlína í fjármálaáætlun ríkisins Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að samið verði um framgang borgarlínu milli ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári. Í áætluninni segir skýrt að ríkið muni styðja borgarlínu og í Morgunblaðsgrein tekur forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir einnig af öll tvímæli í því efni. Þetta er fagnaðarefni. Á grundvelli fjármálaáætlunar og yfirlýsinga forsætisráðherra hefur stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu falið fulltrúum Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar að undirbúa komandi samningagerð fyrir hönd sveitarfélaganna. Skýr framtíðarsýn Hundruð borga um allan heim, af öllum stærðum, gerðum og loftslagi notast við hraðvagnakerfi með góðum árangri. Þar er víða að nást góður árangur að fjölga notendum almenningssamganga og það viljum við líka gera. Borgarlínan er hluti af framtíðarsýn um fjölbreyttari ferðamáta og meira val í samgöngumálum. Borgarlínan á að verða góður, öruggur valkostur sem veitir tíða þjónustu og keyrir í sérrými. Borgarlínan mun því ekki verða fyrir töfum á annatíma þar sem hún nýtur forgangs í umferðinni. Allir munu hins vegar njóta góðs af því. Eftir því sem notendum borgarlínu fjölgar verður meira rými á götunum fyrir bíla, auk þess sem borgarlínan er afar mikilvægt tæki til að bæta loftgæði, bæta hljóðvist og draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.Höfundur er borgarstjóri Reykjavíkur
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar