Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lokið án niðurstöðu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. apríl 2018 15:30 Frá samstöðufundinum við húsnæði ríkissáttasemjara í dag. vísir/rakel ósk Fundi samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins sem hófst klukkan 13 í dag var slitið á þriðja tímanum. Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélagsins, segir að engin niðurstaða hafi fengist í kjaradeilu félagsins við ríkið og enn beri töluvert í milli. Ríkissáttasemjari sér því ekki ástæðu til að boða til næsta samningafundar fyrr en eftir tvær vikur. „Deilan er í raun stál í stál,“ segir Áslaug. Aðspurð hvort að staðan sé þá sú sama og var fyrir páska segir Áslaug jafnvel megi segja að deiluaðilar hafi hugsanlega færst hvor frá öðrum heldur en í hina áttina.Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, sagði í samtali við Vísi í morgun að þessi mikli stuðningur í samfélaginu við kjarabaráttu stéttarinnar kæmi á óvart.vísir/rakel óskFjöldi fólks safnaðist saman við húsnæði ríkissáttasemjara í dag til að sýna ljósmæðrum samstöðu. Þá hefur verið stofnaður Facebook-hópurinn Mæður og feður sem standa með ljósmæðrum. Tæplega 15 þúsund eru meðlimir í hópnum og hafa á seinustu dögum hrúgast þar inn reynslusögur foreldra af ljósmæðrum. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, sagði í samtali við Vísi í morgun að þessi mikli stuðningur í samfélaginu við kjarabaráttu stéttarinnar kæmi á óvart. „Maður hefur alltaf fundið fyrir velvild í samfélaginu og auðvitað fylgir okkar störfum mikið tilfinningarót og þakklæti. En þetta er alveg framar okkar björtustu vonum. Maður situr alveg klökkur að lesa allar kveðjurnar undanfarna daga. Þetta er alveg ótrúlega dýrmætt,“ sagði Katrín. Kjaramál Tengdar fréttir Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30 Ljósmæður að bugast Léleg kjör og mikið álag veldur flótta út stéttinni. Samstöðufundur boðaður á morgun 2. apríl 2018 18:45 Þungt hljóð í ljósmæðrum fyrir fund hjá sáttasemjara Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, kveðst ekkert alltof bjartsýn fyrir fund með samninganefnd ríkisins í dag. 3. apríl 2018 11:32 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Fundi samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins sem hófst klukkan 13 í dag var slitið á þriðja tímanum. Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélagsins, segir að engin niðurstaða hafi fengist í kjaradeilu félagsins við ríkið og enn beri töluvert í milli. Ríkissáttasemjari sér því ekki ástæðu til að boða til næsta samningafundar fyrr en eftir tvær vikur. „Deilan er í raun stál í stál,“ segir Áslaug. Aðspurð hvort að staðan sé þá sú sama og var fyrir páska segir Áslaug jafnvel megi segja að deiluaðilar hafi hugsanlega færst hvor frá öðrum heldur en í hina áttina.Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, sagði í samtali við Vísi í morgun að þessi mikli stuðningur í samfélaginu við kjarabaráttu stéttarinnar kæmi á óvart.vísir/rakel óskFjöldi fólks safnaðist saman við húsnæði ríkissáttasemjara í dag til að sýna ljósmæðrum samstöðu. Þá hefur verið stofnaður Facebook-hópurinn Mæður og feður sem standa með ljósmæðrum. Tæplega 15 þúsund eru meðlimir í hópnum og hafa á seinustu dögum hrúgast þar inn reynslusögur foreldra af ljósmæðrum. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, sagði í samtali við Vísi í morgun að þessi mikli stuðningur í samfélaginu við kjarabaráttu stéttarinnar kæmi á óvart. „Maður hefur alltaf fundið fyrir velvild í samfélaginu og auðvitað fylgir okkar störfum mikið tilfinningarót og þakklæti. En þetta er alveg framar okkar björtustu vonum. Maður situr alveg klökkur að lesa allar kveðjurnar undanfarna daga. Þetta er alveg ótrúlega dýrmætt,“ sagði Katrín.
Kjaramál Tengdar fréttir Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30 Ljósmæður að bugast Léleg kjör og mikið álag veldur flótta út stéttinni. Samstöðufundur boðaður á morgun 2. apríl 2018 18:45 Þungt hljóð í ljósmæðrum fyrir fund hjá sáttasemjara Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, kveðst ekkert alltof bjartsýn fyrir fund með samninganefnd ríkisins í dag. 3. apríl 2018 11:32 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30
Ljósmæður að bugast Léleg kjör og mikið álag veldur flótta út stéttinni. Samstöðufundur boðaður á morgun 2. apríl 2018 18:45
Þungt hljóð í ljósmæðrum fyrir fund hjá sáttasemjara Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, kveðst ekkert alltof bjartsýn fyrir fund með samninganefnd ríkisins í dag. 3. apríl 2018 11:32